Lögregla athugar ólöglegar arðgreiðslur þingmanns 31. janúar 2010 12:31 Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Mynd/GVA Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur nú ólöglega arðgreiðslu sem Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi sér út úr útgerðarfélaginu Nesveri til athugunar. Útgerðarfélagið Nesver, sem er í eigu Ásbjörns og fjölskyldu hans, skuldaði bönkunum á annan milljarð króna í árslok 2008 og tapaði hátt í 600 milljónum það ár sem orsakaði neikvætt eigið fé upp á rúmlega 150 milljónir króna. Þrátt fyrir þá stöðu greiddi Ásbjörn sér 65 milljóna króna arð út úr félaginu vegna rekstrarársins 2008. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra málið nú til athugunar, en ekki er um formlega rannsókn að ræða. Grunur leikur á að arðgreiðslan feli í sér brot á hlutafélaglögum. Ásbjörn hefur sagt að honum hafi ekki verið kunnugt um að arðgreiðslan fæli í sér lögbrot. Hann hefur í kjölfar umfjöllunar um málið sagt sig frá nefndarsetu í þingnefnd sem er ætlað að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið - en ástæðan er sú að hann vilji skapa frið um störf nefndarinnar. Hann hyggst ekki taka sér hlé frá þingstörfum vegna málsins. Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Ásbjörn játar brot á lögum - Bjarni segir brotið ekki hafa áhrif Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðismanna, viðurkenndi í Kastljósi Sjónvarps í gær að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007, fyrir árið 2006, þegar eigið fé fyrirtækisins var neikvætt. 27. janúar 2010 05:30 Ásbjörn segir sig úr þingmannanefndinni Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt sig úr þingmannanefndinni sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið. Á dögunum komst í fréttir að Ásbjörn hefði greitt sér ólöglegan arð úr fyrirtæki sínu. Í yfirlýsingu frá Ásbirni segir að hann hafi ákveðið að segja sig frá störfum í nefndinni, til að tryggja fullan frið um störf hennar. 28. janúar 2010 17:57 Endurgreiddi arðgreiðslu Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað 20 milljóna arðgreiðslu úr fyrirtæki sínu fyrir árið 2006, en þá var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð og því um ólöglegan gjörning að ræða. 26. janúar 2010 21:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur nú ólöglega arðgreiðslu sem Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi sér út úr útgerðarfélaginu Nesveri til athugunar. Útgerðarfélagið Nesver, sem er í eigu Ásbjörns og fjölskyldu hans, skuldaði bönkunum á annan milljarð króna í árslok 2008 og tapaði hátt í 600 milljónum það ár sem orsakaði neikvætt eigið fé upp á rúmlega 150 milljónir króna. Þrátt fyrir þá stöðu greiddi Ásbjörn sér 65 milljóna króna arð út úr félaginu vegna rekstrarársins 2008. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra málið nú til athugunar, en ekki er um formlega rannsókn að ræða. Grunur leikur á að arðgreiðslan feli í sér brot á hlutafélaglögum. Ásbjörn hefur sagt að honum hafi ekki verið kunnugt um að arðgreiðslan fæli í sér lögbrot. Hann hefur í kjölfar umfjöllunar um málið sagt sig frá nefndarsetu í þingnefnd sem er ætlað að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið - en ástæðan er sú að hann vilji skapa frið um störf nefndarinnar. Hann hyggst ekki taka sér hlé frá þingstörfum vegna málsins.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Ásbjörn játar brot á lögum - Bjarni segir brotið ekki hafa áhrif Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðismanna, viðurkenndi í Kastljósi Sjónvarps í gær að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007, fyrir árið 2006, þegar eigið fé fyrirtækisins var neikvætt. 27. janúar 2010 05:30 Ásbjörn segir sig úr þingmannanefndinni Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt sig úr þingmannanefndinni sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið. Á dögunum komst í fréttir að Ásbjörn hefði greitt sér ólöglegan arð úr fyrirtæki sínu. Í yfirlýsingu frá Ásbirni segir að hann hafi ákveðið að segja sig frá störfum í nefndinni, til að tryggja fullan frið um störf hennar. 28. janúar 2010 17:57 Endurgreiddi arðgreiðslu Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað 20 milljóna arðgreiðslu úr fyrirtæki sínu fyrir árið 2006, en þá var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð og því um ólöglegan gjörning að ræða. 26. janúar 2010 21:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Ásbjörn játar brot á lögum - Bjarni segir brotið ekki hafa áhrif Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðismanna, viðurkenndi í Kastljósi Sjónvarps í gær að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007, fyrir árið 2006, þegar eigið fé fyrirtækisins var neikvætt. 27. janúar 2010 05:30
Ásbjörn segir sig úr þingmannanefndinni Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt sig úr þingmannanefndinni sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið. Á dögunum komst í fréttir að Ásbjörn hefði greitt sér ólöglegan arð úr fyrirtæki sínu. Í yfirlýsingu frá Ásbirni segir að hann hafi ákveðið að segja sig frá störfum í nefndinni, til að tryggja fullan frið um störf hennar. 28. janúar 2010 17:57
Endurgreiddi arðgreiðslu Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað 20 milljóna arðgreiðslu úr fyrirtæki sínu fyrir árið 2006, en þá var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð og því um ólöglegan gjörning að ræða. 26. janúar 2010 21:15