Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar 13. september 2010 19:13 Jón Hilmar Hallgrímsson. MYND/Fréttablaðið/Valli Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. Jón komst síðast í fréttirnar þegar víkingasveitin var kölluð að heimili hans í desember á síðasta ári. Sérsveit lögreglunnar handtók þá Jón og vinkonu hans vegna gruns um að hann væri vopnaður. Það reyndist þó ekki á rökum reist. Í fréttum RÚV í dag kom fram að Jón væri þekktur handrukkari og hefði áður komið við sögu lögreglu. Fram hefur komið í fréttum að ástæðan fyrir því að Jón á að hafa ráðist að heimili kúbversku feðganna er sú að sonurinn hefur átt vingott við íslenska stúlku sem er nemi í Menntaskólanum í Kópavogi. Samband þeirra féll í grýttan jarðveg hjá nokkrum skólafélögum stúlkunnar sem voru andsnúnir drengnum vegna litarháttar hans að því er fram kemur í fréttum RÚV. Vísir greindi frá því fyrr í dag að nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefði sagt að það væri ekkert hæft í því að kynþáttafordómar væru orsök deilna á milli nemenda við skólann og kúbverska piltsins. Nemandinn, sem ekki vill koma fram undir nafni og segist ekki hafa átt beinan þátt í deilunni, segir að erjurnar hafi byrjað eftir að strákur við skólann móðgaði kærustu drengsins. Kærastinn er sagður hafa tekið móðgunina óstinnt upp, safnað liði og mætt ásamt nokkrum vinum sínum í menntaskólann til þess að jafna um þann sem móðgaði kærustuna. Að hans sögn voru drengirnar vopnaðir hnífum og hnúajárnum. Síðan hafi erjurnar undið upp á sig en í gær voru tveir handteknir vegna málsins. Faðir piltsins, sem átti upphaflega í deilum við kúbverska piltinn, sagði í samtali við Vísi að sonur hans og sá kúbverski hefðu náð sáttum í málinu. Hinsvegar hafi vinur sonar hans blandast inn í deiluna en Jón mun vera frændi hans. Málið náði svo hámarki um helgina þegar Jón og frændi hans eiga að hafa farið að heimili feðganna. Þar eiga þeir að hafa brotið rúðu á heimilinu auk þess sem Jón er sakaður um að hafa hótað þeim lífláti. Báðir voru þeir handteknir en yngri piltinum, sem er sextán ára gamall, var sleppt. Jón var hinsvegar hnepptur í gæsluvarðhald. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni sem telur málið tengt kynþáttafordómum. Feðgarnir hafa flúið land vegna málsins. Í viðtali sem Vísir tók við Jón í desember á síðasta ári kom fram að hann hefði ekki gerst brotlegur við lög í tíu ár. Þá kom fram að Jón átti áður sólbaðstofu. Hann er búinn að selja hana. Hann sagðist vera athafnamaður og stefndi á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Fréttir ársins 2010 Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. Jón komst síðast í fréttirnar þegar víkingasveitin var kölluð að heimili hans í desember á síðasta ári. Sérsveit lögreglunnar handtók þá Jón og vinkonu hans vegna gruns um að hann væri vopnaður. Það reyndist þó ekki á rökum reist. Í fréttum RÚV í dag kom fram að Jón væri þekktur handrukkari og hefði áður komið við sögu lögreglu. Fram hefur komið í fréttum að ástæðan fyrir því að Jón á að hafa ráðist að heimili kúbversku feðganna er sú að sonurinn hefur átt vingott við íslenska stúlku sem er nemi í Menntaskólanum í Kópavogi. Samband þeirra féll í grýttan jarðveg hjá nokkrum skólafélögum stúlkunnar sem voru andsnúnir drengnum vegna litarháttar hans að því er fram kemur í fréttum RÚV. Vísir greindi frá því fyrr í dag að nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefði sagt að það væri ekkert hæft í því að kynþáttafordómar væru orsök deilna á milli nemenda við skólann og kúbverska piltsins. Nemandinn, sem ekki vill koma fram undir nafni og segist ekki hafa átt beinan þátt í deilunni, segir að erjurnar hafi byrjað eftir að strákur við skólann móðgaði kærustu drengsins. Kærastinn er sagður hafa tekið móðgunina óstinnt upp, safnað liði og mætt ásamt nokkrum vinum sínum í menntaskólann til þess að jafna um þann sem móðgaði kærustuna. Að hans sögn voru drengirnar vopnaðir hnífum og hnúajárnum. Síðan hafi erjurnar undið upp á sig en í gær voru tveir handteknir vegna málsins. Faðir piltsins, sem átti upphaflega í deilum við kúbverska piltinn, sagði í samtali við Vísi að sonur hans og sá kúbverski hefðu náð sáttum í málinu. Hinsvegar hafi vinur sonar hans blandast inn í deiluna en Jón mun vera frændi hans. Málið náði svo hámarki um helgina þegar Jón og frændi hans eiga að hafa farið að heimili feðganna. Þar eiga þeir að hafa brotið rúðu á heimilinu auk þess sem Jón er sakaður um að hafa hótað þeim lífláti. Báðir voru þeir handteknir en yngri piltinum, sem er sextán ára gamall, var sleppt. Jón var hinsvegar hnepptur í gæsluvarðhald. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni sem telur málið tengt kynþáttafordómum. Feðgarnir hafa flúið land vegna málsins. Í viðtali sem Vísir tók við Jón í desember á síðasta ári kom fram að hann hefði ekki gerst brotlegur við lög í tíu ár. Þá kom fram að Jón átti áður sólbaðstofu. Hann er búinn að selja hana. Hann sagðist vera athafnamaður og stefndi á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf.
Fréttir ársins 2010 Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17