Vésteinn með blaðamannafundinn í eldhúsinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 19:00 Helga Margrét og Vésteinn (í gegnum netið) á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Valli Vésteinn Hafsteinsson hefur tekið að sér að vera nýr umboðsmaður sjöþrautarkonunnar Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur og mun hann sjá um stjórnun á þjálfun hennar í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Ný yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut og munu hann og Vésteinn stjórna þjálfun bronsverðlaunahafans frá HM unglinga í sumar. „Það má kalla þetta ýmislegt. Agne verður aðalþjálfari og skipuleggur þjálfunina með mér. Svo komum við til með að fá fleiri inn í þetta til að fá sem mest út úr þessu. Hann stjórnar ferlinum sem yfirþjálfari en mitt hlutverk er tengt því að ég er Íslendingur og bý á sama stað og Agne. Við erum góðir kunningar, vinnum mikið saman og höfum gert það í tvö ár," sagði Vésteinn á blaðamannafundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. „Við Agne náum vel til hvors annars. Mitt hlutverk er þá að stjórna öllu verkefninum frá A til Ö í samvinnu við Frey (Ólafsson, formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns), Agne og Guðmund Hólmar (Jónsson, sér um dalglega þjálfun Helgu)," útskýrir Vésteinn. „Ég byggi það á minni reynslu frá því að vera með Gerd Kanter og hvernig Agne hefur gert það með Carolinu Klüft. Það eru ansi margir hlutir sem þurfa að vera í lagi til þess að þetta gangi upp. Ég kem að þessu út af minni reynslu sem og að ég er Íslendingur," sagði Vésteinn. „Einn hluti af því er að koma Helgu á framfæri á mót og skipulagning á því sem og að taka ákvörðun um rétt mót. Síðan kemur líka að því ákveða hvenær á að fara í æfingabúðir og annað. Það er meira á minni könnu en Agne sér meira um þjálfunina sem slíka. Við vinnum þetta allt í sameiningu og við vorum bara að byrja í þessari viku," sagði Vésteinn og nútímatæknin verður notuð mikið á meðan Helga Margrét er búsett á Íslandi. Vésteinn tók sem dæmi þátt í blaðamannafundinum í Laugardalnum í dag þrátt fyrir að vera allt annars staðar á hnettinum. „Ég hef verið að þjálfa menn út um allan heim án þess að vera þjálfa þá dags daglega á æfingum. Ég þjálfa þá í gegnum netið og nútímatækni. Við erum sem dæmi að halda fréttamannafund núna og ég sit í eldhúsinu mínu út í Svíþjóð. Það er ósköp svipað og ég hef verið að gera undanfarin ár," segir Vésteinn sem hefur mikla trú á Helgu. „Helga er ung og efnileg. Hún er fyrsti Íslendingur til þess að ná í verðlaun á heimsmeistaramóti unglinga. Þar var hún þriðja besta í heimi í sínum aldursflokki. Hún lítur því mjög vel út. Það er samt mjög erfitt að verða bestu í heimi í frjálsum íþróttum og það skiptir engu máli í hvaða grein það er," segir Vésteinn um Helgu Margréti. „Hún hefur framtíðina fyrir sér og hefur mjög mikla hæfileika á öllum sviðum, líkamlega, andlega og tæknilega bæði að okkar mati og annara. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með undanfarin tvö ár og ég ber miklar væntingar til hennar en ég vil samt að hún fari rólega. Hún hefur verið í meiðslum í langan tíma og hefur því ekki náð alveg út úr sér það sem hún hefði getað," sagði Vésteinn. Innlendar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fleiri fréttir Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Sjá meira
Vésteinn Hafsteinsson hefur tekið að sér að vera nýr umboðsmaður sjöþrautarkonunnar Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur og mun hann sjá um stjórnun á þjálfun hennar í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Ný yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut og munu hann og Vésteinn stjórna þjálfun bronsverðlaunahafans frá HM unglinga í sumar. „Það má kalla þetta ýmislegt. Agne verður aðalþjálfari og skipuleggur þjálfunina með mér. Svo komum við til með að fá fleiri inn í þetta til að fá sem mest út úr þessu. Hann stjórnar ferlinum sem yfirþjálfari en mitt hlutverk er tengt því að ég er Íslendingur og bý á sama stað og Agne. Við erum góðir kunningar, vinnum mikið saman og höfum gert það í tvö ár," sagði Vésteinn á blaðamannafundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. „Við Agne náum vel til hvors annars. Mitt hlutverk er þá að stjórna öllu verkefninum frá A til Ö í samvinnu við Frey (Ólafsson, formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns), Agne og Guðmund Hólmar (Jónsson, sér um dalglega þjálfun Helgu)," útskýrir Vésteinn. „Ég byggi það á minni reynslu frá því að vera með Gerd Kanter og hvernig Agne hefur gert það með Carolinu Klüft. Það eru ansi margir hlutir sem þurfa að vera í lagi til þess að þetta gangi upp. Ég kem að þessu út af minni reynslu sem og að ég er Íslendingur," sagði Vésteinn. „Einn hluti af því er að koma Helgu á framfæri á mót og skipulagning á því sem og að taka ákvörðun um rétt mót. Síðan kemur líka að því ákveða hvenær á að fara í æfingabúðir og annað. Það er meira á minni könnu en Agne sér meira um þjálfunina sem slíka. Við vinnum þetta allt í sameiningu og við vorum bara að byrja í þessari viku," sagði Vésteinn og nútímatæknin verður notuð mikið á meðan Helga Margrét er búsett á Íslandi. Vésteinn tók sem dæmi þátt í blaðamannafundinum í Laugardalnum í dag þrátt fyrir að vera allt annars staðar á hnettinum. „Ég hef verið að þjálfa menn út um allan heim án þess að vera þjálfa þá dags daglega á æfingum. Ég þjálfa þá í gegnum netið og nútímatækni. Við erum sem dæmi að halda fréttamannafund núna og ég sit í eldhúsinu mínu út í Svíþjóð. Það er ósköp svipað og ég hef verið að gera undanfarin ár," segir Vésteinn sem hefur mikla trú á Helgu. „Helga er ung og efnileg. Hún er fyrsti Íslendingur til þess að ná í verðlaun á heimsmeistaramóti unglinga. Þar var hún þriðja besta í heimi í sínum aldursflokki. Hún lítur því mjög vel út. Það er samt mjög erfitt að verða bestu í heimi í frjálsum íþróttum og það skiptir engu máli í hvaða grein það er," segir Vésteinn um Helgu Margréti. „Hún hefur framtíðina fyrir sér og hefur mjög mikla hæfileika á öllum sviðum, líkamlega, andlega og tæknilega bæði að okkar mati og annara. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með undanfarin tvö ár og ég ber miklar væntingar til hennar en ég vil samt að hún fari rólega. Hún hefur verið í meiðslum í langan tíma og hefur því ekki náð alveg út úr sér það sem hún hefði getað," sagði Vésteinn.
Innlendar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fleiri fréttir Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti