Hollywood horfir til Reykjavíkur 18. mars 2010 06:00 Sögulegt Einvígi Bobbys Fischer og Boris Spasskí og svo leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjofs voru sögulegir. Aðilar frá Hollywood vilja ólmir gera kvikmyndir um þessa atburði. Að minnsta kosti þrjár kvikmyndir eru á teikniborðum virtra Hollywood-leikstjóra sem fjalla um atburði nátengda íslenskri sögu. Tvær kvikmyndir eru sagðar vera í undirbúningi um líf og starf hins íslensk/bandaríska skákundurs Bobby Fischer. David Fincher, leikstjóri Seven, Zodiac og The Game, er sagður vera með sögulega kvikmynd um Fischer í bígerð og New York Magazine greindi frá því að Tobey Maguire, Köngulóarmaðurinn sjálfur, hefði tekið að sér hlutverk Bobbys í myndinni. Fincher er ekki sá eini sem vill kvikmynda ævi Fischers því breski leikstjórinn Kevin Macdonal er einnig með á teikniborðinu mynd um Bobby Fischer. Henni hefur verið gefið nafnið Bobby Fischer Goes to War og er hugmyndin sú að einblína aðallega á hið sögulega einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972. Ein mynd hefur þegar verið gerð um Bobby Fischer og einvígið í Reykjavík. Hún heitir Bobby Fischer Live og var frumsýnd í Bandaríkjunum í október á síðasta ári. Myndin skartar engum stórstjörnum í aðalhlutverkum en leikstjórinn heitir Damian Chapa og vakti hann mikla athygli fyrir kvikmynd sína um pólska leikstjórann Roman Polanski þar sem kynferðisbrotamál hans var í aðalhlutverki. Þegar leikaralisti Fischers-myndarinnar er skoðaður kemur í ljós að einhverjir fá að leika íslensk hlutverk þótt enginn Sæmi rokk sé nefndur á nafn. En skákeinvígið er ekki eini sögulegi atburðurinn sem kvikmyndagerðarmenn frá Hollywood hafa sýnt áhuga á. Því eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Ridley Scott áhugasamur um að gera kvikmynd um leiðtogafund Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjof í Höfða árið 1986. Það verkefni er þó á algjöru byrjunarstigi, rétt eins og hinar myndirnar tvær. - fgg Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Að minnsta kosti þrjár kvikmyndir eru á teikniborðum virtra Hollywood-leikstjóra sem fjalla um atburði nátengda íslenskri sögu. Tvær kvikmyndir eru sagðar vera í undirbúningi um líf og starf hins íslensk/bandaríska skákundurs Bobby Fischer. David Fincher, leikstjóri Seven, Zodiac og The Game, er sagður vera með sögulega kvikmynd um Fischer í bígerð og New York Magazine greindi frá því að Tobey Maguire, Köngulóarmaðurinn sjálfur, hefði tekið að sér hlutverk Bobbys í myndinni. Fincher er ekki sá eini sem vill kvikmynda ævi Fischers því breski leikstjórinn Kevin Macdonal er einnig með á teikniborðinu mynd um Bobby Fischer. Henni hefur verið gefið nafnið Bobby Fischer Goes to War og er hugmyndin sú að einblína aðallega á hið sögulega einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972. Ein mynd hefur þegar verið gerð um Bobby Fischer og einvígið í Reykjavík. Hún heitir Bobby Fischer Live og var frumsýnd í Bandaríkjunum í október á síðasta ári. Myndin skartar engum stórstjörnum í aðalhlutverkum en leikstjórinn heitir Damian Chapa og vakti hann mikla athygli fyrir kvikmynd sína um pólska leikstjórann Roman Polanski þar sem kynferðisbrotamál hans var í aðalhlutverki. Þegar leikaralisti Fischers-myndarinnar er skoðaður kemur í ljós að einhverjir fá að leika íslensk hlutverk þótt enginn Sæmi rokk sé nefndur á nafn. En skákeinvígið er ekki eini sögulegi atburðurinn sem kvikmyndagerðarmenn frá Hollywood hafa sýnt áhuga á. Því eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Ridley Scott áhugasamur um að gera kvikmynd um leiðtogafund Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjof í Höfða árið 1986. Það verkefni er þó á algjöru byrjunarstigi, rétt eins og hinar myndirnar tvær. - fgg
Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein