Fjölgar jafnt en ekki nógu þétt Steinunn Stefánsdóttir skrifar 29. janúar 2010 06:00 Þessar vikur eru flokkar og stjórnmálasamtök að stilla upp listum sínum til sveitarstjóranrkosninga. Aðferðirnar eru mismunandi en einhver útfærsla prófkjörs eða forvals algengast. Nú eru aðeins 36% kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum konur og í síðustu kosningum leiddu konur 22% framboðslista á landinu. Í sveitarstjórnum minni sveitarfélaga er hlutur kvenna enn rýrari en í þeim sem stærri eru og ömurleg er sú staðreynd að enn eru til sveitarstjórnir á Íslandi, fimm talsins, sem eingöngu eru skipaðar körlum. Af 76 sveitarstjórnum á landinu eru konur í meirihluta í 11 sem er einni sveitarstjórn meira en á kjörtímabilinu á undan. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum hefur vissulega vaxið jafnt undanfarna áratugi en alls ekki nógu þétt. Því verða allir að leggjast á eitt til að jafna hlut kynjanna í sveitarstjórnum landsins. Þarna reynir á þátttakendur í prófkjörum því röðun á framboðslista skiptir höfuðmáli. Í forvalsreglum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er ákvæði þess efnis að ef hallar á konur í niðurstöðum forvals á sex fyrstu sætum lista, skuli uppröðun leiðrétt með fléttulista. Því miður tíðkast þessi beinskeytta aðferð óvíða. Viðhorf til kynjakvóta og fléttulista eru mismunandi en það hlýtur þó að teljast algert lágmark að framboð setji sér markmið varðandi kynjaskiptingu á framboðslistum og tryggi það að karl og kona skipi fyrsta og annað sæti. Jafnréttisstofa og samgöngu- og sveitarstjórnarrráðuneytið hafa gefið út ritlinginn Eflum lýðræðið - konur í sveitarstjórn og er honum ætlað að hvetja konur til að bjóða sig fram til starfa í sveitarstjórnum. Þar bendir Kristján Möller samgönguráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála meðal annars á að í yfirlýsingu Evrópuráðsins um jafnrétti kynjanna segi að markmiðið sé jöfn staða kynja sem leiði til aukins réttlætis og styrki þar með lýðræði. Hann ítrekar að þetta markmið sé skýrt í stefnuyfirlýsingu þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr sem leggur áherslu á mikilvægi lýðræðis og jafnréttis. Ráðherrann ítrekar einnig að þessi markmið endurspeglist í störfum hans sem ráðherra sveitarstjórnarmála. Markmið ráðherrans mun vera að hlutfall kynjanna í sveitarstjórnum landsins verði sem næst því að vera jafnt eftir kosningar í vor. Svo og að engin sveitarstjórn verði eingöngu skipuð fulltrúum annars kynsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að samstarf beggja kynja í tengslum við stjórnun er til muna farsælli en stjórnun þar sem viðhorf karla ráða að mestu ríkjum, hvort heldur sem er í fyrirtækjum, stofnunum eða á vettvangi stjórnmálanna. Rekstur verður betri og sköpun meiri þar sem bæði kynin koma að. Allt veltur á því hvernig til tekst með röðun á listana því sveitarfélögin í landinu hafa hreinlega ekki efni á að njóta ekki krafta kvenna til jafns við karla næstu fjögur árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Þessar vikur eru flokkar og stjórnmálasamtök að stilla upp listum sínum til sveitarstjóranrkosninga. Aðferðirnar eru mismunandi en einhver útfærsla prófkjörs eða forvals algengast. Nú eru aðeins 36% kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum konur og í síðustu kosningum leiddu konur 22% framboðslista á landinu. Í sveitarstjórnum minni sveitarfélaga er hlutur kvenna enn rýrari en í þeim sem stærri eru og ömurleg er sú staðreynd að enn eru til sveitarstjórnir á Íslandi, fimm talsins, sem eingöngu eru skipaðar körlum. Af 76 sveitarstjórnum á landinu eru konur í meirihluta í 11 sem er einni sveitarstjórn meira en á kjörtímabilinu á undan. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum hefur vissulega vaxið jafnt undanfarna áratugi en alls ekki nógu þétt. Því verða allir að leggjast á eitt til að jafna hlut kynjanna í sveitarstjórnum landsins. Þarna reynir á þátttakendur í prófkjörum því röðun á framboðslista skiptir höfuðmáli. Í forvalsreglum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er ákvæði þess efnis að ef hallar á konur í niðurstöðum forvals á sex fyrstu sætum lista, skuli uppröðun leiðrétt með fléttulista. Því miður tíðkast þessi beinskeytta aðferð óvíða. Viðhorf til kynjakvóta og fléttulista eru mismunandi en það hlýtur þó að teljast algert lágmark að framboð setji sér markmið varðandi kynjaskiptingu á framboðslistum og tryggi það að karl og kona skipi fyrsta og annað sæti. Jafnréttisstofa og samgöngu- og sveitarstjórnarrráðuneytið hafa gefið út ritlinginn Eflum lýðræðið - konur í sveitarstjórn og er honum ætlað að hvetja konur til að bjóða sig fram til starfa í sveitarstjórnum. Þar bendir Kristján Möller samgönguráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála meðal annars á að í yfirlýsingu Evrópuráðsins um jafnrétti kynjanna segi að markmiðið sé jöfn staða kynja sem leiði til aukins réttlætis og styrki þar með lýðræði. Hann ítrekar að þetta markmið sé skýrt í stefnuyfirlýsingu þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr sem leggur áherslu á mikilvægi lýðræðis og jafnréttis. Ráðherrann ítrekar einnig að þessi markmið endurspeglist í störfum hans sem ráðherra sveitarstjórnarmála. Markmið ráðherrans mun vera að hlutfall kynjanna í sveitarstjórnum landsins verði sem næst því að vera jafnt eftir kosningar í vor. Svo og að engin sveitarstjórn verði eingöngu skipuð fulltrúum annars kynsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að samstarf beggja kynja í tengslum við stjórnun er til muna farsælli en stjórnun þar sem viðhorf karla ráða að mestu ríkjum, hvort heldur sem er í fyrirtækjum, stofnunum eða á vettvangi stjórnmálanna. Rekstur verður betri og sköpun meiri þar sem bæði kynin koma að. Allt veltur á því hvernig til tekst með röðun á listana því sveitarfélögin í landinu hafa hreinlega ekki efni á að njóta ekki krafta kvenna til jafns við karla næstu fjögur árin.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun