Óhagstæð skattalög stöðva gagnaverin 2. desember 2010 04:30 Gagnaver Aðstæður á Íslandi þykja heppilegar fyrir rekstur gagnavera, meðal annars vegna þess að raforka er ódýr og umhverfisvæn og loftslagið er kalt. Skattalegt umhverfi er ekki jafn hagstætt.Nordicphotos/AFP Gera þarf miklar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra til að það nái því markmiði að gera samkeppnisstöðu gagnavera hér á landi sambærilega við gagnaver í ríkjum Evrópusambandsins, segir Friðrik Þór Snorrason, formaður Samtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja. Þrjú atriði í lögum um virðisaukaskatt standa nú í vegi fyrir opnun gagnavera, segir Friðrik. Öll snúa þau að skattlagningu á viðskiptavini gagnaveranna, ekki verin sjálf. Þar er í fyrsta lagi um skattlagningu að ræða á búnað sem fyrirtæki sem fái hýsingu hjá gagnaverunum flytji til landsins. Í öðru lagi kröfur um að fyrirtæki sem hér fái hýsingu stofni fyrirtæki um reksturinn hér á landi. Í þriðja lagi er um skattlagningu að ræða á þjónustu við viðskiptavini erlendis. Í öllum tilvikum er íslensk löggjöf óhagstæðari gagnaverum en löggjöf ESB, segir Friðrik. Frumvarp fjármálaráðherra tekur aðeins á síðastnefnda atriðinu, en gengur ekki nægilega langt, segir Friðrik. „Það er allt stopp hér þar til þetta verður lagað. Þau gagnaver sem hafa laðað viðskiptavini til landsins hafa gert það með þeim formerkjum að þetta verði bætt,“ segir Friðrik. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holding, segir að þar til lögunum verði breytt sé ekki hægt að selja þjónustu íslenskra gagnavera. Kostnaður viðskiptavina íslenskra gagnavera verði mun meiri en viðskiptavina gagnavera í ríkjum ESB. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um virðisaukaskatt er nú hjá efnahags- og skattanefnd Alþingis, sem mun óska eftir umsögnum frá hagsmunaaðilum. Kristján L. Möller, formaður iðnarnefndar Alþingis, segir að nefndin muni fylgjast með framgangi málsins og kalla fulltrúa gagnaveranna á sinn fund til að heyra í þeim hljóðið. [email protected] Fréttir Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Gera þarf miklar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra til að það nái því markmiði að gera samkeppnisstöðu gagnavera hér á landi sambærilega við gagnaver í ríkjum Evrópusambandsins, segir Friðrik Þór Snorrason, formaður Samtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja. Þrjú atriði í lögum um virðisaukaskatt standa nú í vegi fyrir opnun gagnavera, segir Friðrik. Öll snúa þau að skattlagningu á viðskiptavini gagnaveranna, ekki verin sjálf. Þar er í fyrsta lagi um skattlagningu að ræða á búnað sem fyrirtæki sem fái hýsingu hjá gagnaverunum flytji til landsins. Í öðru lagi kröfur um að fyrirtæki sem hér fái hýsingu stofni fyrirtæki um reksturinn hér á landi. Í þriðja lagi er um skattlagningu að ræða á þjónustu við viðskiptavini erlendis. Í öllum tilvikum er íslensk löggjöf óhagstæðari gagnaverum en löggjöf ESB, segir Friðrik. Frumvarp fjármálaráðherra tekur aðeins á síðastnefnda atriðinu, en gengur ekki nægilega langt, segir Friðrik. „Það er allt stopp hér þar til þetta verður lagað. Þau gagnaver sem hafa laðað viðskiptavini til landsins hafa gert það með þeim formerkjum að þetta verði bætt,“ segir Friðrik. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holding, segir að þar til lögunum verði breytt sé ekki hægt að selja þjónustu íslenskra gagnavera. Kostnaður viðskiptavina íslenskra gagnavera verði mun meiri en viðskiptavina gagnavera í ríkjum ESB. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um virðisaukaskatt er nú hjá efnahags- og skattanefnd Alþingis, sem mun óska eftir umsögnum frá hagsmunaaðilum. Kristján L. Möller, formaður iðnarnefndar Alþingis, segir að nefndin muni fylgjast með framgangi málsins og kalla fulltrúa gagnaveranna á sinn fund til að heyra í þeim hljóðið. [email protected]
Fréttir Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira