Ber ekki kala til nokkurs manns 1. október 2010 06:00 Snýr aftur Björgvin G. Sigurðsson tekur á ný til starfa á Alþingi eftir tæplega hálfs árs leyfi í kjölfar útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttablaðið/stefán „Mér þykir niðurstaðan dapurleg,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, um niðurstöður atkvæðagreiðslu Alþingis um landsdómsmálið. Þingið samþykkti að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, en felldi tillögu um kærur á hendur Björgvini, Árna M. Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Björgvin kveðst einlæglega ánægður fyrir hönd Árna og Ingibjargar en fyrst og fremst leiður yfir því hvernig þetta fór, „enda ítrekað komið fram að óljóst er hvaða aðgerðir hefðu breytt stöðu mála verulega mánuðina fyrir hrun. Ég held að réttarhöld yfir Geir Haarde hafi ekkert með réttlæti að gera.“ Spurður hvort hann efist ekki um að rétt sé af honum að taka sæti á þingi á ný svarar Björgvin því til að þessir atburðir séu að baki og áríðandi verkefni taki við í þinginu. „Ég lýsti því yfir þegar ég fór út af þingi 14. apríl að ég vildi gefa þingmannanefndinni fullt svigrúm til þess að sinna þessu þunga verki og hef í engu truflað störf hennar. Meðal annars með því að tjá mig ekki opinberlega um þessi mál í að verða hálft ár. Nú hefur nefndin klárað sitt verkefni og Alþingi afgreitt tillöguna. Niðurstaðan er fengin. Hún er sú að tillaga um að ákæra mig fyrir landsdóm var felld og þessum kafla er því lokið. Því tek ég sæti mitt á Alþingi á ný í samræmi við yfirlýsingu mína frá því í vor og lyktir mála.“ Hvað sem heildarniðurstöðunni líður sitja á þingi 27 menn - þar af þrír í þingflokki Samfylkingarinnar - sem vildu Björgvin fyrir landsdóm. Hann telur þá staðreynd ekki hafa áhrif á störf hans. „Ég ber ekki kala til nokkurs manns í eftirmála þessara atburða og ber fulla virðingu fyrir skoðunum þeirra í þessu máli sem öðrum. Nú sný ég mér að þeim verkefnum sem ég var kjörinn til að sinna af kjósendum í Suðurkjördæmi þegar ég var kosinn 1. þingmaður þess, mörgum mánuðum eftir fall fjármálakerfisins.“ Björgvin segir að nú skipti mestu að skapa andrúmsloft sátta og uppbyggingar og halda áfram. Koma þurfi atvinnulífinu af stað og öllum öðrum brýnum verkum sem blasa við. „Við verðum að vinna út frá þeirri stöðu sem uppi er og í það mun ég einhenda mér af fullum krafti.“ [email protected] Fréttir Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
„Mér þykir niðurstaðan dapurleg,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, um niðurstöður atkvæðagreiðslu Alþingis um landsdómsmálið. Þingið samþykkti að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, en felldi tillögu um kærur á hendur Björgvini, Árna M. Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Björgvin kveðst einlæglega ánægður fyrir hönd Árna og Ingibjargar en fyrst og fremst leiður yfir því hvernig þetta fór, „enda ítrekað komið fram að óljóst er hvaða aðgerðir hefðu breytt stöðu mála verulega mánuðina fyrir hrun. Ég held að réttarhöld yfir Geir Haarde hafi ekkert með réttlæti að gera.“ Spurður hvort hann efist ekki um að rétt sé af honum að taka sæti á þingi á ný svarar Björgvin því til að þessir atburðir séu að baki og áríðandi verkefni taki við í þinginu. „Ég lýsti því yfir þegar ég fór út af þingi 14. apríl að ég vildi gefa þingmannanefndinni fullt svigrúm til þess að sinna þessu þunga verki og hef í engu truflað störf hennar. Meðal annars með því að tjá mig ekki opinberlega um þessi mál í að verða hálft ár. Nú hefur nefndin klárað sitt verkefni og Alþingi afgreitt tillöguna. Niðurstaðan er fengin. Hún er sú að tillaga um að ákæra mig fyrir landsdóm var felld og þessum kafla er því lokið. Því tek ég sæti mitt á Alþingi á ný í samræmi við yfirlýsingu mína frá því í vor og lyktir mála.“ Hvað sem heildarniðurstöðunni líður sitja á þingi 27 menn - þar af þrír í þingflokki Samfylkingarinnar - sem vildu Björgvin fyrir landsdóm. Hann telur þá staðreynd ekki hafa áhrif á störf hans. „Ég ber ekki kala til nokkurs manns í eftirmála þessara atburða og ber fulla virðingu fyrir skoðunum þeirra í þessu máli sem öðrum. Nú sný ég mér að þeim verkefnum sem ég var kjörinn til að sinna af kjósendum í Suðurkjördæmi þegar ég var kosinn 1. þingmaður þess, mörgum mánuðum eftir fall fjármálakerfisins.“ Björgvin segir að nú skipti mestu að skapa andrúmsloft sátta og uppbyggingar og halda áfram. Koma þurfi atvinnulífinu af stað og öllum öðrum brýnum verkum sem blasa við. „Við verðum að vinna út frá þeirri stöðu sem uppi er og í það mun ég einhenda mér af fullum krafti.“ [email protected]
Fréttir Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira