Hörð gagnrýni á þjóðnýtingu Glitnis 13. apríl 2010 03:45 Seðlabanki og ráðherrar brutu stjórnsýslulög, eigin verklagsreglur, óskráðar meginreglur og jafnvel stjórnarskrá þegar ákveðið var að bregðast við ósk Glitnis um lán til þrautavara með þjóðnýtingu. Seðlabankinn hafði ekki forsendur til að meta hvort sú leið sem hann gerði tillögu um væri forsvaranleg. Þjóðnýting Glitnis er harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Spjótum nefndarinnar er bæði beint að bankastjórn Seðlabankans og ráðherrum ríkisstjórnarinnar.Seðlabankinn aflaði ekki nauðsynlegra gagna um stöðu Glitnis og lagði ekki mat á hugsanleg viðbrögð markaðarins og þá hættu sem þjóðnýtingin gat haft í för með sér fyrir fjármálakerfið. Seðlabankinn hafði í raun ekki forsendur til að meta hvort leiðin sem hann lagði til að ríkisstjórnin færi í málinu væri forsvaranleg, segir í skýrslunni. Atburðarásin hófst 25. september, á fundi þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, óskaði munnlega eftir aðstoð Seðlabankans við Glitni vegna erfiðleika bankans við að standa í skilum með lán sem voru þá að komast á gjalddaga innan skamms. Við meðferð málsins var ekki fylgt eigin áætlun Seðlabankans um viðbrögð við lausafjárvanda og veitingu svonefndra þrautarvaralána til fjármálafyrirtækja. „Seðlabankinn leitaði ekki til viðeigandi sérfræðinga bankans og þeir sérfræðingar sem þó unnu að undirbúningi og mati á málinu voru flestir kallaðir til síðla sunnudagsins 28. september," segir í skýrslunni. Þá var í raun búið að taka ákvörðun um að ríkið eignaðist 75% hlutafé í bankanum. Það var tilkynnt eigendum Glitnis þá um nóttina og almenningi daginn eftir. Í skýrslunni segir að lítill gaumur hafi verið gefinn að því að meta trúverðugleika þeirra aðgerða sem Seðlabankinn lagði til gagnvart erlendum lánveitendum og aðilum á markaði. Það sé ámælisvert. „Ekki er að sjá að líkur á hugsanlegri gjaldfellingu hafi verið metnar á rökstuddan hátt af Seðlabanka Íslands," segir í skýrslunni. „Stjórnendum Seðlabankans mátti sem sérfróðum aðilum á þessu sviði vera ljóst að veruleg hætta væri á að inngrip ríkisins í Glitni, með þeim hætti sem lagt var til, yrði talin ótrúverðug aðgerð." Auk bankastjórnar Seðlabankans sýndu ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde af sér vanrækslu, segir í skýrslunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafði óskað eftir því að Össur Skarphéðinsson, en ekki Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, tæki þátt í afgreiðslu á málum Glitnis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir það bar bæði Geir, sem verkstjóra ríkisstjórnarinnar, og einnig Árna M. Mathiesen, skylda til að sjá um að Björgvin væri upplýstur um málið. Nefndin vísar í þessu sambandi til stjórnarskrárákvæða og reglugerðar um stjórnarráð Íslands. „Málefni er varða fjármálafyrirtæki eins og Glitni heyrðu á þessum tíma undir málefnasvið viðskiptaráðherra," segir í skýrslunni. Viðskiptaráðherrann frétti hins vegar af málinu fyrir tilviljun þegar það var á lokastigi að kvöldi sunnudagsins 28. september. [email protected] Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Seðlabanki og ráðherrar brutu stjórnsýslulög, eigin verklagsreglur, óskráðar meginreglur og jafnvel stjórnarskrá þegar ákveðið var að bregðast við ósk Glitnis um lán til þrautavara með þjóðnýtingu. Seðlabankinn hafði ekki forsendur til að meta hvort sú leið sem hann gerði tillögu um væri forsvaranleg. Þjóðnýting Glitnis er harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Spjótum nefndarinnar er bæði beint að bankastjórn Seðlabankans og ráðherrum ríkisstjórnarinnar.Seðlabankinn aflaði ekki nauðsynlegra gagna um stöðu Glitnis og lagði ekki mat á hugsanleg viðbrögð markaðarins og þá hættu sem þjóðnýtingin gat haft í för með sér fyrir fjármálakerfið. Seðlabankinn hafði í raun ekki forsendur til að meta hvort leiðin sem hann lagði til að ríkisstjórnin færi í málinu væri forsvaranleg, segir í skýrslunni. Atburðarásin hófst 25. september, á fundi þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, óskaði munnlega eftir aðstoð Seðlabankans við Glitni vegna erfiðleika bankans við að standa í skilum með lán sem voru þá að komast á gjalddaga innan skamms. Við meðferð málsins var ekki fylgt eigin áætlun Seðlabankans um viðbrögð við lausafjárvanda og veitingu svonefndra þrautarvaralána til fjármálafyrirtækja. „Seðlabankinn leitaði ekki til viðeigandi sérfræðinga bankans og þeir sérfræðingar sem þó unnu að undirbúningi og mati á málinu voru flestir kallaðir til síðla sunnudagsins 28. september," segir í skýrslunni. Þá var í raun búið að taka ákvörðun um að ríkið eignaðist 75% hlutafé í bankanum. Það var tilkynnt eigendum Glitnis þá um nóttina og almenningi daginn eftir. Í skýrslunni segir að lítill gaumur hafi verið gefinn að því að meta trúverðugleika þeirra aðgerða sem Seðlabankinn lagði til gagnvart erlendum lánveitendum og aðilum á markaði. Það sé ámælisvert. „Ekki er að sjá að líkur á hugsanlegri gjaldfellingu hafi verið metnar á rökstuddan hátt af Seðlabanka Íslands," segir í skýrslunni. „Stjórnendum Seðlabankans mátti sem sérfróðum aðilum á þessu sviði vera ljóst að veruleg hætta væri á að inngrip ríkisins í Glitni, með þeim hætti sem lagt var til, yrði talin ótrúverðug aðgerð." Auk bankastjórnar Seðlabankans sýndu ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde af sér vanrækslu, segir í skýrslunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafði óskað eftir því að Össur Skarphéðinsson, en ekki Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, tæki þátt í afgreiðslu á málum Glitnis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir það bar bæði Geir, sem verkstjóra ríkisstjórnarinnar, og einnig Árna M. Mathiesen, skylda til að sjá um að Björgvin væri upplýstur um málið. Nefndin vísar í þessu sambandi til stjórnarskrárákvæða og reglugerðar um stjórnarráð Íslands. „Málefni er varða fjármálafyrirtæki eins og Glitni heyrðu á þessum tíma undir málefnasvið viðskiptaráðherra," segir í skýrslunni. Viðskiptaráðherrann frétti hins vegar af málinu fyrir tilviljun þegar það var á lokastigi að kvöldi sunnudagsins 28. september. [email protected]
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira