Erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann 31. maí 2010 03:00 „Á miðvikudaginn bjóst ég við að þetta færi svona. Þá datt af mér stressið og ég beið rólegur eftir kjördegi. Ég bjóst hins vegar ekki við þessu í janúar þegar ég ákvað að fara í þriðja sætið. Þá ætluðum við að vinna stórsigur og ná þeim gamla inn." Þetta segir Oddur Helgi Halldórsson, forvígismaður L-listans sem fékk meirihluta bæjarfulltrúa á Akureyri, sex af ellefu. Oddur telur margt hafa stuðlað að stórsigri L-listans. Almenn útbreidd andúð á fjórflokkunum hafi hjálpað til, auk góðra stefnumála L-listans. Sú pólitík sem hann hafi stundað í gegnum árin hafi líka haft sitt að segja. „Mín störf eru þekkt. Ég stend fyrir heiðarleika og er sjálfum mér samkvæmur." Hann segir að meðal fyrstu verka verði að auglýsa eftir bæjarstjóra, auk þess sem líklega verði ráðist í aðgerðir til að mæta miklu atvinnuleysi í bænum. Ekki standi til að ráðast í stórkostlegar breytingar á fyrstu dögunum. „Við erum skynsöm og ætlum ekki að ráðast inn í ráðhúsið með hausinn á undan okkur og ryðja til borðum og stólum. Við förum varlega í hlutina. Við erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann." Geir Kristinn Aðalsteinsson, sem skipaði fyrsta sæti L-listans, þakkar vandaðri og málefnalegri kosningabaráttu árangurinn. Hann hrósar líka öllu því fólki sem kom að verki. Það hafi lagt mjög hart að sér undanfarnar vikur og mánuði. Geir segir L-lista fólk vera samvinnufólk. Ekki standi til að einoka eitt né neitt heldur verði horft til samvinnu með öðrum flokkum. Kosningar 2010 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Sjá meira
„Á miðvikudaginn bjóst ég við að þetta færi svona. Þá datt af mér stressið og ég beið rólegur eftir kjördegi. Ég bjóst hins vegar ekki við þessu í janúar þegar ég ákvað að fara í þriðja sætið. Þá ætluðum við að vinna stórsigur og ná þeim gamla inn." Þetta segir Oddur Helgi Halldórsson, forvígismaður L-listans sem fékk meirihluta bæjarfulltrúa á Akureyri, sex af ellefu. Oddur telur margt hafa stuðlað að stórsigri L-listans. Almenn útbreidd andúð á fjórflokkunum hafi hjálpað til, auk góðra stefnumála L-listans. Sú pólitík sem hann hafi stundað í gegnum árin hafi líka haft sitt að segja. „Mín störf eru þekkt. Ég stend fyrir heiðarleika og er sjálfum mér samkvæmur." Hann segir að meðal fyrstu verka verði að auglýsa eftir bæjarstjóra, auk þess sem líklega verði ráðist í aðgerðir til að mæta miklu atvinnuleysi í bænum. Ekki standi til að ráðast í stórkostlegar breytingar á fyrstu dögunum. „Við erum skynsöm og ætlum ekki að ráðast inn í ráðhúsið með hausinn á undan okkur og ryðja til borðum og stólum. Við förum varlega í hlutina. Við erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann." Geir Kristinn Aðalsteinsson, sem skipaði fyrsta sæti L-listans, þakkar vandaðri og málefnalegri kosningabaráttu árangurinn. Hann hrósar líka öllu því fólki sem kom að verki. Það hafi lagt mjög hart að sér undanfarnar vikur og mánuði. Geir segir L-lista fólk vera samvinnufólk. Ekki standi til að einoka eitt né neitt heldur verði horft til samvinnu með öðrum flokkum.
Kosningar 2010 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Sjá meira