Fréttaskýring: Leiðtogaráðið tekur umsókn Íslands fyrir 17. júní 2010 05:15 Stefán Haukur Jóhannesson og Össur Skarphéðinsson Formaður samninganefndar Íslands ásamt utanríkisráðherra.Fréttablaðið/GVA Hvað tekur nú við í aðildarumsókn Ísland að ESB? Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkir að öllum líkindum aðildarviðræður við Ísland á fundi sínum í dag. Þá fer af stað ferli, sem getur staðið hátt í tvö ár eða jafnvel lengur. „Næsta skref er að kalla saman það sem Evrópusambandið kallar milliríkjaráðstefnu,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel, sem jafnframt er formaður íslensku samninganefndarinnar. Stefán segir ekki vitað hvenær þessi fundur verður haldinn, en almennt er reiknað með að það verði í haust. Á þeirri ráðstefnu koma saman ráðherrar allra aðildarríkjanna 27 ásamt Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og ýta viðræðunum formlega úr vör. Eiginlegar aðildarviðræður hefjast þó varla fyrr en næsta vor, því eftir ríkjaráðstefnuna hefst vinna við nákvæman samanburð á löggjöf Íslands og löggjöf Evrópusambandsins, þar sem sérfræðingar af beggja hálfu skilgreina nákvæmlega hvað ber á milli og hvar þarf að brúa bilin. Fyrst að þeim samanburði loknum verður hægt að hefja hinar efnislegu viðræður, sem geta tekið ár eða meira, allt eftir því hve mikið ber á milli í hverjum kafla viðræðnanna. Samningsmarkmið Íslands voru skilgreind í meginatriðum í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar frá 9. júlí 2009. Íslenska samninganefndin hefur haft þetta nefndarálit að leiðarljósi í störfum sínum hingað til. „Heimavinnan okkar hefur gengið bara vel og allt á réttri leið hvað það varðar,“ segir Stefán Haukur. „Samningahóparnir eru búnir að hittast nokkrum sinnum, misoft eftir sviðum. Þeir hafa verið að fara yfir löggjöf Evrópusambandsins og greina þetta hvað okkur varðar.“ Af hálfu Evrópusambandsins verður, eins og jafnan í aðildarviðræðum, áhersla lögð á að Ísland taki upp löggjöf sambandsins óbreytta. Íslendingar reyna aftur á móti að fá samþykki fyrir undanþágum eða sérlausnum út frá hagsmunum Íslands. Mikil áhersla verður lögð á að upplýsa Íslendinga jafnóðum um gang viðræðnanna. Nú þegar hefur verið opnuð upplýsingasíða á vef utanríkisráðuneytisins, evropa.utanrikisraduneyti.is, þar sem er að finna hafsjó af upplýsingum um aðildarviðræðurnar. [email protected] Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Hvað tekur nú við í aðildarumsókn Ísland að ESB? Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkir að öllum líkindum aðildarviðræður við Ísland á fundi sínum í dag. Þá fer af stað ferli, sem getur staðið hátt í tvö ár eða jafnvel lengur. „Næsta skref er að kalla saman það sem Evrópusambandið kallar milliríkjaráðstefnu,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel, sem jafnframt er formaður íslensku samninganefndarinnar. Stefán segir ekki vitað hvenær þessi fundur verður haldinn, en almennt er reiknað með að það verði í haust. Á þeirri ráðstefnu koma saman ráðherrar allra aðildarríkjanna 27 ásamt Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og ýta viðræðunum formlega úr vör. Eiginlegar aðildarviðræður hefjast þó varla fyrr en næsta vor, því eftir ríkjaráðstefnuna hefst vinna við nákvæman samanburð á löggjöf Íslands og löggjöf Evrópusambandsins, þar sem sérfræðingar af beggja hálfu skilgreina nákvæmlega hvað ber á milli og hvar þarf að brúa bilin. Fyrst að þeim samanburði loknum verður hægt að hefja hinar efnislegu viðræður, sem geta tekið ár eða meira, allt eftir því hve mikið ber á milli í hverjum kafla viðræðnanna. Samningsmarkmið Íslands voru skilgreind í meginatriðum í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar frá 9. júlí 2009. Íslenska samninganefndin hefur haft þetta nefndarálit að leiðarljósi í störfum sínum hingað til. „Heimavinnan okkar hefur gengið bara vel og allt á réttri leið hvað það varðar,“ segir Stefán Haukur. „Samningahóparnir eru búnir að hittast nokkrum sinnum, misoft eftir sviðum. Þeir hafa verið að fara yfir löggjöf Evrópusambandsins og greina þetta hvað okkur varðar.“ Af hálfu Evrópusambandsins verður, eins og jafnan í aðildarviðræðum, áhersla lögð á að Ísland taki upp löggjöf sambandsins óbreytta. Íslendingar reyna aftur á móti að fá samþykki fyrir undanþágum eða sérlausnum út frá hagsmunum Íslands. Mikil áhersla verður lögð á að upplýsa Íslendinga jafnóðum um gang viðræðnanna. Nú þegar hefur verið opnuð upplýsingasíða á vef utanríkisráðuneytisins, evropa.utanrikisraduneyti.is, þar sem er að finna hafsjó af upplýsingum um aðildarviðræðurnar. [email protected]
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira