Tók 80 milljónir út korteri fyrir hrun Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 20. febrúar 2010 18:30 Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. Dr. Svafa Grönfeldt hefur gegnt mörgum ábyrgðastöðum í íslensku viðskiptalífi, t.a.m. var hún aðstoðarforstjóri Actavis Group og ein af eigendum Gallup á Íslandi. Fyrir um þremur árum tók hún við starfi rektors Háskólans í Reykjavík en hætti þar fyrir tæpum mánuði. Árið 2007 tók hún sæti í stjórn Landsbankans og sat þar fram að hruni. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók Svafa út 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir hrun. Mun þetta vera í skýrslunni sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði um starfsemi bankans dagana og vikurnar fyrir hrun sem var send inn til Fjármálaeftirlitsins. Þar mun mál Svöfu hafa verið til skoðunar auk annarra sem gegndu ábyrgðastöðum fyrir bankann og tóku fé út úr sjóðunum rétt fyrir hrun. Heimildarmenn fréttastofu segja að mál er varði peningamarkaðssjóðina séu ekki jafn rakin innherjamál líkt og sala hlutabréfa. Sjóðirnir hafi verið misjafnlega samansettir en í Svöfu tilfelli fjárfesti sjóðurinn ekki í hlutabréfum fjármálastofnana. Í samtali við fréttastofu sagði Svafa að hún hefði selt hluta af eign sinni í peningamarkaðssjóðnum eftir fall Glitnis. Hún hefði tekið þá ákvörðun, líkt og margir aðrir, vegna þess óróa sem yfirtakan á bankanum hafði skapað. Fjármunirnir hefðu ekki verið færðir úr bankanum og við fall hans hefði hún áfram átt eign í sjóðnum og innistæðu á bankabók. Svafa segist hafa vitneskju fyrir því að hennar persónulegu fjármál hafi ekki verið til sérstakrar rannsóknar og ekkert gefi til kynna að svo verði. Hún segir af og frá að þetta sé ástæða þess að hún sagði upp störfum sem rektor HR. Hennar markmiðum varðandi skólann væri náð og því tími til að hverfa til annarra starfa. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. Dr. Svafa Grönfeldt hefur gegnt mörgum ábyrgðastöðum í íslensku viðskiptalífi, t.a.m. var hún aðstoðarforstjóri Actavis Group og ein af eigendum Gallup á Íslandi. Fyrir um þremur árum tók hún við starfi rektors Háskólans í Reykjavík en hætti þar fyrir tæpum mánuði. Árið 2007 tók hún sæti í stjórn Landsbankans og sat þar fram að hruni. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók Svafa út 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir hrun. Mun þetta vera í skýrslunni sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði um starfsemi bankans dagana og vikurnar fyrir hrun sem var send inn til Fjármálaeftirlitsins. Þar mun mál Svöfu hafa verið til skoðunar auk annarra sem gegndu ábyrgðastöðum fyrir bankann og tóku fé út úr sjóðunum rétt fyrir hrun. Heimildarmenn fréttastofu segja að mál er varði peningamarkaðssjóðina séu ekki jafn rakin innherjamál líkt og sala hlutabréfa. Sjóðirnir hafi verið misjafnlega samansettir en í Svöfu tilfelli fjárfesti sjóðurinn ekki í hlutabréfum fjármálastofnana. Í samtali við fréttastofu sagði Svafa að hún hefði selt hluta af eign sinni í peningamarkaðssjóðnum eftir fall Glitnis. Hún hefði tekið þá ákvörðun, líkt og margir aðrir, vegna þess óróa sem yfirtakan á bankanum hafði skapað. Fjármunirnir hefðu ekki verið færðir úr bankanum og við fall hans hefði hún áfram átt eign í sjóðnum og innistæðu á bankabók. Svafa segist hafa vitneskju fyrir því að hennar persónulegu fjármál hafi ekki verið til sérstakrar rannsóknar og ekkert gefi til kynna að svo verði. Hún segir af og frá að þetta sé ástæða þess að hún sagði upp störfum sem rektor HR. Hennar markmiðum varðandi skólann væri náð og því tími til að hverfa til annarra starfa.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira