Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Ís og eldur takast á með feiknarlegum fljóðbylgjum. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, kynnti sér aðstæður í dag og tók þær myndir sem fylgja þessari frétt.

