Framsóknarflokknum boðið atvinnumálaráðuneyti Valur Grettisson skrifar 28. desember 2010 20:54 Þingmenn innan Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, hafa boðið Framsóknarflokknum nýtt atvinnumálaráðuneyti, sem verður til við lagabreytingu 1. mars næstkomandi, gangi Framsókn inn í viðkvæmt meirihlutasamstarf. Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum, auk þess sem Gísli Baldvinsson, sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna á Akureyri, bloggar um þetta á vefsvæði sínu á Eyjunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag telur Lilja Mósesdóttir ekki útilokað að hún segi sig úr Vinstri grænum vegna djúpstæðs ágreinings. Mikil ólga er innan þingflokks VG eftir að þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir jól. Það voru þau Lilja, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sem tóku þá sögulegu afstöðu. Óhætt er að segja að meirhlutasamstarfið sé verulega laskað eftir atkvæðagreiðsluna. Einn viðmælandi Vísis, þingmaður í stjórnarandstöðu, sagði villikettina svokölluðu, í raun verja ríkisstjórnina vantrausti. Þingflokkur VG mun funda í næstu viku og samkvæmt heimildum Vísis þá bíða menn átekta þangað til þá. Aftur á móti eru þingmenn úr stjórnarflokkunum að ræða óformlega við þingmenn Framsóknarflokksins. Meðal annars um nýjan málefnasamning. Það vakti hinsvegar athygli að Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Vísi í dag að engar þreifingar ættu sér stað og tók skýrt fyrir það að flokkurinn hygðist fara í samstarf með ríkisstjórninni. Staða Framsóknarflokksins mun ekki vera minna flókin en ástandið innan VG. Þannig segja heimildir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sé ekki á þeim buxunum að ganga til samstarfs við ríkisstjórnina, en Gunnar Bragi endurspeglaði þau viðbrögð í viðtali við Vísi í dag. Þá líta menn til Guðmunds Steingrímssonar sem næsta formannsefnis flokksins en aðalfundur Framsóknarflokksins ætti að öllu jöfnu að vera haldinn í byrjun næsta árs. Aftur á móti var ekki boðað til aðalfundar á síðast miðstjórnaþingi Framsóknarflokksins. Því er óljóst hvort eining náist innan Framsóknarflokksins um að fara inn í meirihlutasamstarfið. Það er hinsvegar sáttavilji í þingmönnum VG eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 og því ekki útilokað að þingflokksfundurinn sem verður haldinn á nýju ári lægi öldurnar. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Þingmenn innan Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, hafa boðið Framsóknarflokknum nýtt atvinnumálaráðuneyti, sem verður til við lagabreytingu 1. mars næstkomandi, gangi Framsókn inn í viðkvæmt meirihlutasamstarf. Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum, auk þess sem Gísli Baldvinsson, sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna á Akureyri, bloggar um þetta á vefsvæði sínu á Eyjunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag telur Lilja Mósesdóttir ekki útilokað að hún segi sig úr Vinstri grænum vegna djúpstæðs ágreinings. Mikil ólga er innan þingflokks VG eftir að þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir jól. Það voru þau Lilja, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sem tóku þá sögulegu afstöðu. Óhætt er að segja að meirhlutasamstarfið sé verulega laskað eftir atkvæðagreiðsluna. Einn viðmælandi Vísis, þingmaður í stjórnarandstöðu, sagði villikettina svokölluðu, í raun verja ríkisstjórnina vantrausti. Þingflokkur VG mun funda í næstu viku og samkvæmt heimildum Vísis þá bíða menn átekta þangað til þá. Aftur á móti eru þingmenn úr stjórnarflokkunum að ræða óformlega við þingmenn Framsóknarflokksins. Meðal annars um nýjan málefnasamning. Það vakti hinsvegar athygli að Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Vísi í dag að engar þreifingar ættu sér stað og tók skýrt fyrir það að flokkurinn hygðist fara í samstarf með ríkisstjórninni. Staða Framsóknarflokksins mun ekki vera minna flókin en ástandið innan VG. Þannig segja heimildir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sé ekki á þeim buxunum að ganga til samstarfs við ríkisstjórnina, en Gunnar Bragi endurspeglaði þau viðbrögð í viðtali við Vísi í dag. Þá líta menn til Guðmunds Steingrímssonar sem næsta formannsefnis flokksins en aðalfundur Framsóknarflokksins ætti að öllu jöfnu að vera haldinn í byrjun næsta árs. Aftur á móti var ekki boðað til aðalfundar á síðast miðstjórnaþingi Framsóknarflokksins. Því er óljóst hvort eining náist innan Framsóknarflokksins um að fara inn í meirihlutasamstarfið. Það er hinsvegar sáttavilji í þingmönnum VG eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 og því ekki útilokað að þingflokksfundurinn sem verður haldinn á nýju ári lægi öldurnar.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira