Viðskiptavinir reikni út kjötverðið sjálfir 29. september 2010 04:00 guðmundur marteinsson „Verslunin á að sjá til þess að verðmerkja viðkomandi vöru með hillumiða með uppgefnu kílóverði. Þá þarf neytandinn að margfalda í huganum hvað varan kostar frammi á kassa," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Varðandi afslætti við kassa, þá munu þeir einnig hætta." Á mánudag féllust Hagar á að greiða 270 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að verslanir Bónuss, í eigu Haga, hafi átt í samráði við átta kjötframleiðendur um verðlagningu á kjötvörum, með því að verðmerkja vörurnar áður en þær koma í verslanir. Frá 1. desember næstkomandi verður Bónus óheimilt að taka við forverðmerktum kjötvörum sem seldar eru í stykkjatali. Eftir 1. mars 2011 verður óheimilt að taka við öllum forverðmerktum vörum. Þá er um að ræða allar kjötvörur og einnig osta í stykkjatali, segir Guðmundur. Hann segir þetta leiða af sér að Bónus muni einungis gefa upp kílóverð og þyngd viðkomandi vöru, en ekki útreiknað verð. Bónus hafi verið sektað fyrir fyrirkomulag sem hafi verið við líði á markaðnum löngu fyrir opnanir verslananna árið 1989. Hann telur Samkeppniseftirlitið vera að leggja til atlögu gegn fyrirtækinu. „Þetta mál er með ólíkindum og öll umræða á þann veg að reynt er að gera Bónus tortryggilegt í augum neytenda," segir Guðmundur. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir þessar áætlanir Bónuss um verðmerkingar stangast á við lög. Hann segir að verslunum beri samkvæmt lögum að birta þyngd, kílóverð og endanlegt verð hverrar vöru fyrir sig. Tryggvi fagnar aðgerðum Samkeppniseftirlitsins og segir Neytendastofu hafa beðið eftir ákvörðuninni. „Það hefur að okkar mati verið ótækt ástand að endanlegt verð til neytenda hefur ekki verið á vörunum eins og lög og reglur mæla fyrir um," segir Tryggvi. „Neytendur hafa þurft að beita stöðugum hugarreikningi til að finna út hið endanlega verð vörunnar þegar þeir eru að gera sitt upplýsta val." [email protected] Fréttir Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
„Verslunin á að sjá til þess að verðmerkja viðkomandi vöru með hillumiða með uppgefnu kílóverði. Þá þarf neytandinn að margfalda í huganum hvað varan kostar frammi á kassa," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Varðandi afslætti við kassa, þá munu þeir einnig hætta." Á mánudag féllust Hagar á að greiða 270 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að verslanir Bónuss, í eigu Haga, hafi átt í samráði við átta kjötframleiðendur um verðlagningu á kjötvörum, með því að verðmerkja vörurnar áður en þær koma í verslanir. Frá 1. desember næstkomandi verður Bónus óheimilt að taka við forverðmerktum kjötvörum sem seldar eru í stykkjatali. Eftir 1. mars 2011 verður óheimilt að taka við öllum forverðmerktum vörum. Þá er um að ræða allar kjötvörur og einnig osta í stykkjatali, segir Guðmundur. Hann segir þetta leiða af sér að Bónus muni einungis gefa upp kílóverð og þyngd viðkomandi vöru, en ekki útreiknað verð. Bónus hafi verið sektað fyrir fyrirkomulag sem hafi verið við líði á markaðnum löngu fyrir opnanir verslananna árið 1989. Hann telur Samkeppniseftirlitið vera að leggja til atlögu gegn fyrirtækinu. „Þetta mál er með ólíkindum og öll umræða á þann veg að reynt er að gera Bónus tortryggilegt í augum neytenda," segir Guðmundur. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir þessar áætlanir Bónuss um verðmerkingar stangast á við lög. Hann segir að verslunum beri samkvæmt lögum að birta þyngd, kílóverð og endanlegt verð hverrar vöru fyrir sig. Tryggvi fagnar aðgerðum Samkeppniseftirlitsins og segir Neytendastofu hafa beðið eftir ákvörðuninni. „Það hefur að okkar mati verið ótækt ástand að endanlegt verð til neytenda hefur ekki verið á vörunum eins og lög og reglur mæla fyrir um," segir Tryggvi. „Neytendur hafa þurft að beita stöðugum hugarreikningi til að finna út hið endanlega verð vörunnar þegar þeir eru að gera sitt upplýsta val." [email protected]
Fréttir Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira