Rennsli í Markarfljót vegna eldgossins í Eyjafjallajökli jókst tímabundið síðdegis í gær og varð þá svipað og í fyrri flóðum þann 30. apríl. Um klukkan hálfátta í gærkvöldi sýni vefmyndavél síðan gufuský við jaðar Gígjökul sem gefa til kynna heitt bræðsluvatn.
Sprengivirkni virðist heldur hafa aukist enda gosmökkur dekkri og meiri um sig undanfarna tvo til þrjá daga en var vikuna á undan að því er segir í skýrslu Veðurstofunnar frá því í gærkvöldi en gjóskufall hefur aukist í nágrenni eldfjallsins. Sama má segja um gosóróann og segir í skýrslunni að aukningin gæti verið vegna samspils íss og hrauns í Gígjökli, eða breytinga í gosrás. Ekkert bendir til gosloka.
