Baráttan um tímann dregst á langinn 16. desember 2010 14:01 MYND/Vilhelm Ofmælt væri að segja að hörð átök geisi milli þriggja hópa um það hvernig klukkan er stillt miðað við sólarganginn á Íslandi. Engu að síður hafa umræður um hvort breyta eigi klukkunni ítrekað sprottið upp, og takast þar á þrjár fylkingar sem ekki gefa neitt eftir.Á þriðjudag lagði hópur fjórtán þingmanna fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að klukkunni hér á landi verði seinkað um eina klukkustund, allan ársins hring.Ítrekað hafa verið lögð fram frumvörp á undanförnum árum þar sem lagt hefur verið til að tekinn verði upp sumartími hér á landi, klukkan með öðrum orðum færð fram um klukkustund.Þriðji hópurinn vill svo halda óbreyttu ástandi, þrátt fyrir að sólin sé ekki hæst á lofti hér á landi klukkan 12 á hádegi, heldur í kringum 13.30, á höfuðborgarsvæðinu að minnsta kosti.Árið 1968 var fest í lög á Íslandi að klukkan hér skyldi miðast við miðtíma Greenwitch á Bretlandi. Samhliða var lagt niður það fyrirkomulag að flýta klukkunni um klukkustund á sumrin. Opinbera heitið á þeim gjörningi var sumartími, en ýmsir vildu heldur kalla það óþarfa hringl með klukkuna, eins og Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hefur bent á.Vellíðan á björtum morgnumRaunar var sá tími sem festur var í lög sumartíminn sem gilt hafði fram að því, og því mætti segja að eilífur sumartími hafi ríkt á Íslandi síðan. En það eru ekki allir sáttir við.„Klukkan á Íslandi er rangt skráð miðað við stöðu Íslands á hnettinum og miðað við sólargang," segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokks. Hann er í fylkingarbrjósti þingmannanna fjórtán sem vilja breyta klukkunni.„Við leggjum áherslu á sjónarmið almennrar vellíðunar," segir Guðmundur. Hann segir markmiðið að fækka myrkum morgnum. Að sama skapi yrði þá dimmt fyrr á daginn.Fjölmargar rannsóknir á undanförnum árum hafa leitt í ljós að líkamsklukkan stillir sig eftir gangi sólar, og þá sérstaklega í upphafi dags, segir Guðmundur. Hann segir unglinga sérstaklega viðkvæma fyrir truflunum. Þannig minnki rangt skráð klukka einbeitingu skólanema, sem vakni þreyttir á morgnana, þegar líkaminn segi þeim að enn sé nótt.„Í mínum huga gera rannsóknir á áhrifum birtu á líkamsklukkuna útslagið," segir Guðmundur. Hann segir þó vissulega til rök fyrir því að halda óbreyttu skipulagi. Staðbundin áhrif geti leitt til andstöðu, þar sem sólin hverfi snemma bak við fjöll.Guðmundur segist ekki óttast harða andstöðu þeirra þingmanna sem styðja fyrri tillögur um upptöku sumartíma verði tillaga fjórtánmenninganna tekin fyrir á Alþingi.„Þetta verður ansi spennandi umræða og skemmtileg. Það verður gaman fyrir fólk að heyra stjórnmálamenn tala um eitthvað annað en Icesave, þó það sé auðvitað mikilvægt mál líka," segir Guðmundur.Nær að finna aðra leið til að vaknaGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutti ásamt öðrum þingmönnum þingsályktunartillögu um upptöku sumartíma hér á landi á Alþingi veturinn 2005 til 2006. Sambærileg frumvörp hafa ítrekað verið lögð fram áður á Alþingi. Tillaga Guðlaugs dagaði uppi í þinginu eins og fyrri tillögur um málið.„Markmiðið er að gera lífið skemmtilegra, gera það að verkum að fólk geti notið sólarinnar lengur á vorin og haustin. Við eigum stutt en yndislegt sumar, og það er frábært að sjá fólk nýta það til útiveru. Þegar fer að dimma gerist það hratt, það að geta fengið auka klukkustund gefur lífinu aukið gildi," segir Guðlaugur.Hann segist ekki par hrifinn af tillögu fjórtán þingmanna um að seinka klukkunni um klukkustund. „Þetta er náttúrulega glórulaust, ég sé engin málefnaleg rök fyrir þessari breytingu," segir Guðlaugur. Hann segir léttur í bragði að nær væri fyrir þingmennina fjórtán að finna einhverja aðra leið til að vakna á morgnana sem hafi ekki jafn mikið rask fyrir aðra borgara í för með sér.Hann reiknar með að leggja þingsályktunartillögu sína fram aftur eftir áramót. „Það stefnir greinilega í hörð átök um klukkuna á Alþingi," segir Guðlaugur.Þarf alltaf málamiðlunÞriðji hópurinn vill svo engar breytingar á klukkunni. Einn af þeim sem lagt hafa þeim málstað lið sitt er Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur, en hann var einn þeirra sem komu að þeirri ákvörðun að festa tímann við miðtíma Greenwitch árið 1968.„Ekki er unnt að stilla klukkur eftir sönnum sóltíma, og þess vegna er í rauninni ekkert sem kallast getur rétt klukka í þeim skilningi að hún fylgi sólinni. Stilling klukkunnar er og verður ætíð málamiðlun, og skoða þarf kosti og galla hverrar lausnar," skrifaði Þorsteinn í grein í Morgunblaðinu fyrr á árinu.Hann segir í samtali við Fréttablaðið skoðun sína ekki hafa breyst frá því greinin var rituð, og þingsályktunartillaga þingmannanna fjórtán breyti engu þar um.„Það sem einum finnst mikilvægt finnst öðrum litlu skipta svo að leita verður þeirrar niðurstöðu sem flestir geta sætt sig við. Þetta var gert við lagasetninguna 1968, og góð sátt ríkti um niðurstöðuna í áratugi. Nú er komin til sögunnar ný kynslóð sem þekkir ekki forsögu málsins og vill breytingar, ýmist í þá átt að flýta klukkunni eða seinka henni," skrifar Þorsteinn.Hann segir að þegar tíminn var festur árið 1968 hafi flestir viljað losna við hringlið með klukkuna, sem kostað hafi umstang tvisvar á ári þegar klukkunni hafi verið breytt. „Það sem úrslitum réði var ósk manna um lengri birtutíma eftir vinnu og meiri tíma til útivistar," skrifar Þorsteinn.Fleiri búa við fljóta klukkuÍslendingar eru raunar alls ekki einir um að búa við of fljóta klukku. Það sama á við í Rússlandi, Kína, Kanada og Alaska, þar sem klukkan er víða einni til tveimur klukkustundum á undan beltatíma að vetri, og jafnvel meira að sumri.„Við lagasetninguna 1968 var markmiðið að fara þá leið sem flestir landsmenn gætu sætt sig við. Ef taka ætti ákvörðun á ný og allar hliðar málsins væru skoðaðar er ég þess fullviss að niðurstaðan yrði óbreytt," segir Þorsteinn að lokum. Skroll-Fréttir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Ofmælt væri að segja að hörð átök geisi milli þriggja hópa um það hvernig klukkan er stillt miðað við sólarganginn á Íslandi. Engu að síður hafa umræður um hvort breyta eigi klukkunni ítrekað sprottið upp, og takast þar á þrjár fylkingar sem ekki gefa neitt eftir.Á þriðjudag lagði hópur fjórtán þingmanna fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að klukkunni hér á landi verði seinkað um eina klukkustund, allan ársins hring.Ítrekað hafa verið lögð fram frumvörp á undanförnum árum þar sem lagt hefur verið til að tekinn verði upp sumartími hér á landi, klukkan með öðrum orðum færð fram um klukkustund.Þriðji hópurinn vill svo halda óbreyttu ástandi, þrátt fyrir að sólin sé ekki hæst á lofti hér á landi klukkan 12 á hádegi, heldur í kringum 13.30, á höfuðborgarsvæðinu að minnsta kosti.Árið 1968 var fest í lög á Íslandi að klukkan hér skyldi miðast við miðtíma Greenwitch á Bretlandi. Samhliða var lagt niður það fyrirkomulag að flýta klukkunni um klukkustund á sumrin. Opinbera heitið á þeim gjörningi var sumartími, en ýmsir vildu heldur kalla það óþarfa hringl með klukkuna, eins og Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hefur bent á.Vellíðan á björtum morgnumRaunar var sá tími sem festur var í lög sumartíminn sem gilt hafði fram að því, og því mætti segja að eilífur sumartími hafi ríkt á Íslandi síðan. En það eru ekki allir sáttir við.„Klukkan á Íslandi er rangt skráð miðað við stöðu Íslands á hnettinum og miðað við sólargang," segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokks. Hann er í fylkingarbrjósti þingmannanna fjórtán sem vilja breyta klukkunni.„Við leggjum áherslu á sjónarmið almennrar vellíðunar," segir Guðmundur. Hann segir markmiðið að fækka myrkum morgnum. Að sama skapi yrði þá dimmt fyrr á daginn.Fjölmargar rannsóknir á undanförnum árum hafa leitt í ljós að líkamsklukkan stillir sig eftir gangi sólar, og þá sérstaklega í upphafi dags, segir Guðmundur. Hann segir unglinga sérstaklega viðkvæma fyrir truflunum. Þannig minnki rangt skráð klukka einbeitingu skólanema, sem vakni þreyttir á morgnana, þegar líkaminn segi þeim að enn sé nótt.„Í mínum huga gera rannsóknir á áhrifum birtu á líkamsklukkuna útslagið," segir Guðmundur. Hann segir þó vissulega til rök fyrir því að halda óbreyttu skipulagi. Staðbundin áhrif geti leitt til andstöðu, þar sem sólin hverfi snemma bak við fjöll.Guðmundur segist ekki óttast harða andstöðu þeirra þingmanna sem styðja fyrri tillögur um upptöku sumartíma verði tillaga fjórtánmenninganna tekin fyrir á Alþingi.„Þetta verður ansi spennandi umræða og skemmtileg. Það verður gaman fyrir fólk að heyra stjórnmálamenn tala um eitthvað annað en Icesave, þó það sé auðvitað mikilvægt mál líka," segir Guðmundur.Nær að finna aðra leið til að vaknaGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutti ásamt öðrum þingmönnum þingsályktunartillögu um upptöku sumartíma hér á landi á Alþingi veturinn 2005 til 2006. Sambærileg frumvörp hafa ítrekað verið lögð fram áður á Alþingi. Tillaga Guðlaugs dagaði uppi í þinginu eins og fyrri tillögur um málið.„Markmiðið er að gera lífið skemmtilegra, gera það að verkum að fólk geti notið sólarinnar lengur á vorin og haustin. Við eigum stutt en yndislegt sumar, og það er frábært að sjá fólk nýta það til útiveru. Þegar fer að dimma gerist það hratt, það að geta fengið auka klukkustund gefur lífinu aukið gildi," segir Guðlaugur.Hann segist ekki par hrifinn af tillögu fjórtán þingmanna um að seinka klukkunni um klukkustund. „Þetta er náttúrulega glórulaust, ég sé engin málefnaleg rök fyrir þessari breytingu," segir Guðlaugur. Hann segir léttur í bragði að nær væri fyrir þingmennina fjórtán að finna einhverja aðra leið til að vakna á morgnana sem hafi ekki jafn mikið rask fyrir aðra borgara í för með sér.Hann reiknar með að leggja þingsályktunartillögu sína fram aftur eftir áramót. „Það stefnir greinilega í hörð átök um klukkuna á Alþingi," segir Guðlaugur.Þarf alltaf málamiðlunÞriðji hópurinn vill svo engar breytingar á klukkunni. Einn af þeim sem lagt hafa þeim málstað lið sitt er Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur, en hann var einn þeirra sem komu að þeirri ákvörðun að festa tímann við miðtíma Greenwitch árið 1968.„Ekki er unnt að stilla klukkur eftir sönnum sóltíma, og þess vegna er í rauninni ekkert sem kallast getur rétt klukka í þeim skilningi að hún fylgi sólinni. Stilling klukkunnar er og verður ætíð málamiðlun, og skoða þarf kosti og galla hverrar lausnar," skrifaði Þorsteinn í grein í Morgunblaðinu fyrr á árinu.Hann segir í samtali við Fréttablaðið skoðun sína ekki hafa breyst frá því greinin var rituð, og þingsályktunartillaga þingmannanna fjórtán breyti engu þar um.„Það sem einum finnst mikilvægt finnst öðrum litlu skipta svo að leita verður þeirrar niðurstöðu sem flestir geta sætt sig við. Þetta var gert við lagasetninguna 1968, og góð sátt ríkti um niðurstöðuna í áratugi. Nú er komin til sögunnar ný kynslóð sem þekkir ekki forsögu málsins og vill breytingar, ýmist í þá átt að flýta klukkunni eða seinka henni," skrifar Þorsteinn.Hann segir að þegar tíminn var festur árið 1968 hafi flestir viljað losna við hringlið með klukkuna, sem kostað hafi umstang tvisvar á ári þegar klukkunni hafi verið breytt. „Það sem úrslitum réði var ósk manna um lengri birtutíma eftir vinnu og meiri tíma til útivistar," skrifar Þorsteinn.Fleiri búa við fljóta klukkuÍslendingar eru raunar alls ekki einir um að búa við of fljóta klukku. Það sama á við í Rússlandi, Kína, Kanada og Alaska, þar sem klukkan er víða einni til tveimur klukkustundum á undan beltatíma að vetri, og jafnvel meira að sumri.„Við lagasetninguna 1968 var markmiðið að fara þá leið sem flestir landsmenn gætu sætt sig við. Ef taka ætti ákvörðun á ný og allar hliðar málsins væru skoðaðar er ég þess fullviss að niðurstaðan yrði óbreytt," segir Þorsteinn að lokum.
Skroll-Fréttir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira