Freudískt ferðalag sjö ára stúlku Anna Margrét Björnsson skrifar 9. mars 2010 06:00 Sjaldan hefur saga haft jafnvíðtæk áhrif og Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll. Flest börn kannast við brjálaða hattarann og hvítu kanínuna og Bítlarnir og Jefferson Airplane skrifuðu lög innblásin af bókinni. Salvador Dali gerði seríu af teikningum um Lísu og meira að segja Star Trek þáttur lék söguna eftir. Óperur, kvikmyndir, leikrit, teiknimyndir, sjónvarpsþættir og jafnvel klámmyndir eru byggðar á bókinni um litlu stúlkuna sem féll ofan í kanínuholu. Líkt og flest börn hafði ég unun af þessari skrýtnu sögu og hún klóraði sig djúpt inn í undirmeðvitundina. Þegar maður fer með börn á kvikmynd um Lísu og furðuveröld hennar gleymir maður heldur ekki að bók Carrolls var uppfull af vísunum í ýmiskonar eiturlyfjaneyslu. Svo var Carroll einskonar Michael Jackson síns tíma, með börn og barnæsku á heilanum, eyddi öllum stundum með litlum stúlkum og myndaði þær naktar sem hefði sjálfsagt komið honum í stór vandræði nú til dags. Ekkert bendir þó til þess að áhugi hans hafi verið afbrigðilegri en rómantíska hugmyndin um hreinleika barnæskunnar sem fleiri skáld upphófu á þessum tíma. Carroll var aðallega ópíumreykjandi sérvitringur sem var með púsluspil á heilanum og fann upp vélina Nyctograph sem gerði honum kleift að skrifa í myrkri um miðjar nætur. Stúlkan sem fellur óraveg niður holu, lætur stækka sig og minnka og hittir ýmiskonar táknrænar furðuverur er saga sem mun halda áfram að skemmta börnum um ókominn veg. Fullorðna fólkið hefur hins vegar sett ýmsar myrkari meiningar við Lísu í Undralandi og hún getur verið túlkuð bæði á Freudískan og Júngískan hátt. Hvað eru göng nema hugmyndin um kynlíf og hin sífellda stækkun og minnkun Lísu þegar hún drekkur af hinum ýmsu galdradrykkjum hefur verið túlkuð sem getnaðarlimur karla. Það getur vel verið að Carroll hafi skrifað bókina á sýrutrippi og vísvitandi hlaðið hana af skrýtnum kynlífsvísunum en snilldarleg þroskasagan um litla stúlku á erindi við alla drengi og stúlkur í dag. Freudískar tilvísanir hennar minna okkur á hin klassísku ævintýr þar sem börn voru hetjur. Saklaus og hrein og góð í erfiðum og hörðum heimi þar sem fullorðnir gátu verið hræðilegir og gert skelfilega hluti. En það sem er í raun skemmtilegast við Lísu og það sem vakti mig sérstaklega til umhugsunar í gær á alþjóðlegum degi kvenna er að litlar stúlkur geti verið hetjur í einum helstu bókmenntaverkum heims. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Margrét Björnsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Sjaldan hefur saga haft jafnvíðtæk áhrif og Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll. Flest börn kannast við brjálaða hattarann og hvítu kanínuna og Bítlarnir og Jefferson Airplane skrifuðu lög innblásin af bókinni. Salvador Dali gerði seríu af teikningum um Lísu og meira að segja Star Trek þáttur lék söguna eftir. Óperur, kvikmyndir, leikrit, teiknimyndir, sjónvarpsþættir og jafnvel klámmyndir eru byggðar á bókinni um litlu stúlkuna sem féll ofan í kanínuholu. Líkt og flest börn hafði ég unun af þessari skrýtnu sögu og hún klóraði sig djúpt inn í undirmeðvitundina. Þegar maður fer með börn á kvikmynd um Lísu og furðuveröld hennar gleymir maður heldur ekki að bók Carrolls var uppfull af vísunum í ýmiskonar eiturlyfjaneyslu. Svo var Carroll einskonar Michael Jackson síns tíma, með börn og barnæsku á heilanum, eyddi öllum stundum með litlum stúlkum og myndaði þær naktar sem hefði sjálfsagt komið honum í stór vandræði nú til dags. Ekkert bendir þó til þess að áhugi hans hafi verið afbrigðilegri en rómantíska hugmyndin um hreinleika barnæskunnar sem fleiri skáld upphófu á þessum tíma. Carroll var aðallega ópíumreykjandi sérvitringur sem var með púsluspil á heilanum og fann upp vélina Nyctograph sem gerði honum kleift að skrifa í myrkri um miðjar nætur. Stúlkan sem fellur óraveg niður holu, lætur stækka sig og minnka og hittir ýmiskonar táknrænar furðuverur er saga sem mun halda áfram að skemmta börnum um ókominn veg. Fullorðna fólkið hefur hins vegar sett ýmsar myrkari meiningar við Lísu í Undralandi og hún getur verið túlkuð bæði á Freudískan og Júngískan hátt. Hvað eru göng nema hugmyndin um kynlíf og hin sífellda stækkun og minnkun Lísu þegar hún drekkur af hinum ýmsu galdradrykkjum hefur verið túlkuð sem getnaðarlimur karla. Það getur vel verið að Carroll hafi skrifað bókina á sýrutrippi og vísvitandi hlaðið hana af skrýtnum kynlífsvísunum en snilldarleg þroskasagan um litla stúlku á erindi við alla drengi og stúlkur í dag. Freudískar tilvísanir hennar minna okkur á hin klassísku ævintýr þar sem börn voru hetjur. Saklaus og hrein og góð í erfiðum og hörðum heimi þar sem fullorðnir gátu verið hræðilegir og gert skelfilega hluti. En það sem er í raun skemmtilegast við Lísu og það sem vakti mig sérstaklega til umhugsunar í gær á alþjóðlegum degi kvenna er að litlar stúlkur geti verið hetjur í einum helstu bókmenntaverkum heims.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun