Umfjöllun: Varnarmúr Haukanna tryggði þeim titilinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. maí 2010 19:00 Birkir Ívar lyftir hér bikarnum í dag. Mynd/Daníel Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik þriðja árið í röð í dag er lærisveinar Arons Kristjánssonar unnu magnaðan fimm marka sigur, 25-20, á Val í oddaleik um titilinn. Það var rosaleg stemning að Ásvöllum í gær og hitastigið eins og í góðu gufubaði. Rúmlega 2.000 áhorfendur troðfylltu kofann og létu öllum illum látum frá upphafi til enda leiksins. Leikurinn byrjaði á einkennilegan hátt því fyrstu fjögur mörk leiksins voru skoruð úr vítaköstum en alls voru dæmd fimm víti á fyrstu fimm mínútum leiksins. Varnir beggja liða voru vel á tánum og sérstaklega gekk þeim vel að eiga við aðalskytturnar. Fannar Friðgeirsson skoraði aðeins eitt mark fyrir Val í fyrri hálfleik og hjá Haukum skoraði Sigurbergur Sveinsson tvö mörk og Björgvin Hólmgeirsson ekkert. Hlynur Morthens, markvörður Vals, var með Sigurberg í vasanum og varði fimm skot frá honum í hálfleiknum. Valsmenn komust í fyrsta skipti yfir í leiknum í stöðunni 4-5 og náðu í kjölfarið flottum kafla og komust í 5-8. Þá var Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það reyndist afar góð ákvörðun hjá Aroni því Haukarnir mættu sterkari til leiks eftir leikhléið og jöfnuðu leikinn, 8-8, og þeir leiddu svo með einu marki í leikhléi, 10-9. Afar jafn leikur sterkar varnir og lítið skorað. Liðin að leggja áherslu á að klára sóknirnar og ekki gefa ódýr mörk enda voru hraðaupphlaupin afar fá í hálfleiknum. Haukarnir hófu seinni hálfleikinn betur. Sigurbergur skoraði tvö gríðarlega góð mörk í röð og kom Haukum í 14-12 og Einar Örn bætti svo marki við. 15-12 og Óskar Bjarni, þjálfari Vals, neyddist til þess að taka leikhlé eftir aðeins sjö mínútur í síðari hálfleik. Valsmenn komu til baka og Sigurður Eggertsson jafnaði leikinn fyrir þá í 18-18 þegar 13 mínútur voru eftir. Þá sögðu Haukar hingað og ekki lengra. Þeir skelltu í lás í vörninni og Valsmenn komu varla skoti á markið, svo sterk var vörnin hjá þeim. Á sama tíma gekk sóknarleikur Hauka vel og bilið á milli liðanna breikkaði með hverri mínútu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum voru Haukar komnir með fjögurra marka forskot, 23-19, og leikurinn búinn. Valsmenn fundu engar leiðir fram hjá vörninni það sem eftir lifði leiks og sigur Hauka öruggur og verðskuldaður. Sigur Hauka í dag var sigur liðsheildarinnar. Liðið þjappaði sér hraustlega saman í fjarveru Gunnars Bergs og spilaði á ögurstundu frábæran varnarleik. Birkir Ívar sterkur í markinu, Pétur Pálsson, sem lítur út eins og litli bróðir Kára Kristjánssonar, ótrúlega sterkur á línunni, Sigurbergur drjúgur og Einar Örn með afar mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Valsmenn eiga eflaust eftir að naga sig lengi í handarbökin fyrir að hafa klúðrað fyrsta leiknum á Ásvöllum sem þeir áttu að vinna. Þetta var ekki þeirra dagur í dag og lykilmenn liðsins fundu ekki taktinn eða hreinlega réðu ekki við vörnina sem var spiluð á þá. Haukar-Valur 25-20 (10-9) Mörk Hauka (Skot): Sigurbergur Sveinsson 6/2 (14/3), Pétur Pálsson 4 (4), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (9), Guðmundur Árni Ólafsson 4/3 (4/3), Freyr Brynjarsson 3 (3), Einar Örn Jónsson 3 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Elías Már Halldórsson (4). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21 (39/4, 54%), Aron Rafn Eðvarðsson 0 (2/2). Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Freyr 2, Guðmundur, Sigurbergur, Einar) Fískuð víti: 6 (Pétur 2, Björgvin 2, Freyr, Elías) Brottrekstrar: 6 mínútur Mörk Vals (Skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/6 (10/6), Sigurður Eggertsson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (6), Elvar Friðriksson 2 (5), Fannar Þór Friðgeirsson 2 (7), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Sigfús Páll Sigfússon (0) Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3, 43%), Ingvar Kristinn Guðmundsson 0 (2/2). Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Ingvar, Arnór, Baldvin) Fískuð víti: 6 (Ingvar 2, Orri, Sigfús, Elvar, Fannar) Brottrekstrar: 2 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik þriðja árið í röð í dag er lærisveinar Arons Kristjánssonar unnu magnaðan fimm marka sigur, 25-20, á Val í oddaleik um titilinn. Það var rosaleg stemning að Ásvöllum í gær og hitastigið eins og í góðu gufubaði. Rúmlega 2.000 áhorfendur troðfylltu kofann og létu öllum illum látum frá upphafi til enda leiksins. Leikurinn byrjaði á einkennilegan hátt því fyrstu fjögur mörk leiksins voru skoruð úr vítaköstum en alls voru dæmd fimm víti á fyrstu fimm mínútum leiksins. Varnir beggja liða voru vel á tánum og sérstaklega gekk þeim vel að eiga við aðalskytturnar. Fannar Friðgeirsson skoraði aðeins eitt mark fyrir Val í fyrri hálfleik og hjá Haukum skoraði Sigurbergur Sveinsson tvö mörk og Björgvin Hólmgeirsson ekkert. Hlynur Morthens, markvörður Vals, var með Sigurberg í vasanum og varði fimm skot frá honum í hálfleiknum. Valsmenn komust í fyrsta skipti yfir í leiknum í stöðunni 4-5 og náðu í kjölfarið flottum kafla og komust í 5-8. Þá var Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það reyndist afar góð ákvörðun hjá Aroni því Haukarnir mættu sterkari til leiks eftir leikhléið og jöfnuðu leikinn, 8-8, og þeir leiddu svo með einu marki í leikhléi, 10-9. Afar jafn leikur sterkar varnir og lítið skorað. Liðin að leggja áherslu á að klára sóknirnar og ekki gefa ódýr mörk enda voru hraðaupphlaupin afar fá í hálfleiknum. Haukarnir hófu seinni hálfleikinn betur. Sigurbergur skoraði tvö gríðarlega góð mörk í röð og kom Haukum í 14-12 og Einar Örn bætti svo marki við. 15-12 og Óskar Bjarni, þjálfari Vals, neyddist til þess að taka leikhlé eftir aðeins sjö mínútur í síðari hálfleik. Valsmenn komu til baka og Sigurður Eggertsson jafnaði leikinn fyrir þá í 18-18 þegar 13 mínútur voru eftir. Þá sögðu Haukar hingað og ekki lengra. Þeir skelltu í lás í vörninni og Valsmenn komu varla skoti á markið, svo sterk var vörnin hjá þeim. Á sama tíma gekk sóknarleikur Hauka vel og bilið á milli liðanna breikkaði með hverri mínútu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum voru Haukar komnir með fjögurra marka forskot, 23-19, og leikurinn búinn. Valsmenn fundu engar leiðir fram hjá vörninni það sem eftir lifði leiks og sigur Hauka öruggur og verðskuldaður. Sigur Hauka í dag var sigur liðsheildarinnar. Liðið þjappaði sér hraustlega saman í fjarveru Gunnars Bergs og spilaði á ögurstundu frábæran varnarleik. Birkir Ívar sterkur í markinu, Pétur Pálsson, sem lítur út eins og litli bróðir Kára Kristjánssonar, ótrúlega sterkur á línunni, Sigurbergur drjúgur og Einar Örn með afar mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Valsmenn eiga eflaust eftir að naga sig lengi í handarbökin fyrir að hafa klúðrað fyrsta leiknum á Ásvöllum sem þeir áttu að vinna. Þetta var ekki þeirra dagur í dag og lykilmenn liðsins fundu ekki taktinn eða hreinlega réðu ekki við vörnina sem var spiluð á þá. Haukar-Valur 25-20 (10-9) Mörk Hauka (Skot): Sigurbergur Sveinsson 6/2 (14/3), Pétur Pálsson 4 (4), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (9), Guðmundur Árni Ólafsson 4/3 (4/3), Freyr Brynjarsson 3 (3), Einar Örn Jónsson 3 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Elías Már Halldórsson (4). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21 (39/4, 54%), Aron Rafn Eðvarðsson 0 (2/2). Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Freyr 2, Guðmundur, Sigurbergur, Einar) Fískuð víti: 6 (Pétur 2, Björgvin 2, Freyr, Elías) Brottrekstrar: 6 mínútur Mörk Vals (Skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/6 (10/6), Sigurður Eggertsson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (6), Elvar Friðriksson 2 (5), Fannar Þór Friðgeirsson 2 (7), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Sigfús Páll Sigfússon (0) Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3, 43%), Ingvar Kristinn Guðmundsson 0 (2/2). Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Ingvar, Arnór, Baldvin) Fískuð víti: 6 (Ingvar 2, Orri, Sigfús, Elvar, Fannar) Brottrekstrar: 2 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira