Umfjöllun: Akureyri enn ósigrað Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar 11. nóvember 2010 19:45 Fréttablaðið/Valli Akureyringar tróna enn taplausir á toppi N1-deildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Selfyssingum í kvöld. Lokatölur 34-29. Akureyringar spiluðu 5-1 vörn og tók Oddur að sér að taka Ragnar úr umferð. Selfyssingar spiluðu einnig 5-1 vörn, þar var Heimir tekinn úr umferð, auk þess sem vörnin spilaði ögn fyrir framan línuna. Jafnt var á flestum tölum í upphafi leiks en Geir Guðmundsson skoraði fyrstu fimm mörk Akureyrar úr jafn mörgum skotum. Í stöðunni 6-6 eftir rúmar tíu mínútur skildu leiðir. Vörn Akureyrar small þá í gang og Sveinbjörn varði vel. Selfyssingar fundu engar glufur á vörninni og skoruðu ekki í tíu mínútur. Á meðan breytti Akureyri stöðunni í 11-6. Það var ekki fyrr en Birkir fór að verja að Selfyssingar minnkuðu muninn. Birkir reyndi auk þess tvö skot yfir allan völlinn í fyrri hálfleik, annað fór yfir en Sveinbjörn henti sér að hætti knattspyrnumarkmanna og varði hitt. Selfyssingar vilja spila hraðar sóknir og keyrðu á Akureyringa. Á stundum vantaði betri ákvarðanatökur sem oft vill verða á þessum hraða. Þeir náðu þó að minnka muninn fyrir leikhlé með því að skora þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Hálfleikstölur voru 15-13. Sveinbjörn varði fjórtán skot í fyrri halfleik, ótrúlegar tölur. Reyndar voru þrjú þeirra með þeim hætti að vörnin varði boltann og hann fór beint og hægt til markmannsins sem þurfti þó einu sinni að kasta sér á bolta sem var á leið í horn.Hálfleiksræða Sebastians Alexanderssonar var stutt í Selfossklefanum og leikmenn voru allir komnir út á völl löngu fyrir seinni hálfleikinn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Indíánavörn Selfoss. Virkaði vel í fyrri í eitt skipti, ágætlega í seini.Selfyssingar spila svokallaða Indíánavörn, maður á mann um allan völl, þegar þeir eru fleiri inni á vellinum. Það virkaði ágætlega en brást líka. Í upphafi seinni hálfleiks unnu þeir til að mynda boltann og skoruðu en Oddur skoraði strax á eftir úr hraðri sókn. Akureyringar voru skrefinu á undan allan síðari hálfleikinn. Sveinbjörn datt niður í markvörslunni en kom svo sterkur inn aftur. Vörn þeirra hélt ágætlega og Selfyssingar voru einfaldlwega númeri of litlir. Akureyri hélt fjögurra til fimm marka forystu út leikinn. Bjarni Fritzson var markahæstur í liði Akureyrar og Geir var einnig góður. Sveinbjörn stóð vel fyrir sínu en vörnin var mjög góð, með Guðlaug sem fyrr í broddi fylkingar. Selfyssingar léku ágætlega, Ragnar var fínn í sókninni en skotnýting hans hefði getað verið betri. Guðjón Drengsson var þó besti maður liðsins, þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins sýndi Guðjón að hann á ýmislegt eftir á tankinum. Akureyringar eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar en Selfoss hefur tvö stig við botninn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }@font-face { font-family: "Lucida Grande"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri – Selfoss 34-29 (15-13) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (11), Geir Guðmundsson 8 (11), Oddur Gretarsson 5 (8), Guðlaugur Arnarsson 4 (5) , Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24 (53, 45%), Stefán U. Guðnason 1 (2, 50%). Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Heimir, Guðmundur, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 5 (Guðlaugur 2, Oddur 2, Geir).Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/2 (17), Guðjón F. Drengsson 7 (8), Árni Steinþórsson 4 (6), Einar Héðinsson 3 (5), Atli Kristinsson 3 (10), Ómar Helgason 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (2), Helgi Héðinsson 1 (4), Eyþór Lárusson 0 (3).Varin skot: Birkir Bragason 12 (40 mörk, 30%, 14), Helgi Hlynsson 0 (6, 0%) Hraðaupphlaup: 4 (Guðjón 3, Árni). Fiskuð víti: 3 (Ragnar 2, Einar).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Olís-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Akureyringar tróna enn taplausir á toppi N1-deildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Selfyssingum í kvöld. Lokatölur 34-29. Akureyringar spiluðu 5-1 vörn og tók Oddur að sér að taka Ragnar úr umferð. Selfyssingar spiluðu einnig 5-1 vörn, þar var Heimir tekinn úr umferð, auk þess sem vörnin spilaði ögn fyrir framan línuna. Jafnt var á flestum tölum í upphafi leiks en Geir Guðmundsson skoraði fyrstu fimm mörk Akureyrar úr jafn mörgum skotum. Í stöðunni 6-6 eftir rúmar tíu mínútur skildu leiðir. Vörn Akureyrar small þá í gang og Sveinbjörn varði vel. Selfyssingar fundu engar glufur á vörninni og skoruðu ekki í tíu mínútur. Á meðan breytti Akureyri stöðunni í 11-6. Það var ekki fyrr en Birkir fór að verja að Selfyssingar minnkuðu muninn. Birkir reyndi auk þess tvö skot yfir allan völlinn í fyrri hálfleik, annað fór yfir en Sveinbjörn henti sér að hætti knattspyrnumarkmanna og varði hitt. Selfyssingar vilja spila hraðar sóknir og keyrðu á Akureyringa. Á stundum vantaði betri ákvarðanatökur sem oft vill verða á þessum hraða. Þeir náðu þó að minnka muninn fyrir leikhlé með því að skora þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Hálfleikstölur voru 15-13. Sveinbjörn varði fjórtán skot í fyrri halfleik, ótrúlegar tölur. Reyndar voru þrjú þeirra með þeim hætti að vörnin varði boltann og hann fór beint og hægt til markmannsins sem þurfti þó einu sinni að kasta sér á bolta sem var á leið í horn.Hálfleiksræða Sebastians Alexanderssonar var stutt í Selfossklefanum og leikmenn voru allir komnir út á völl löngu fyrir seinni hálfleikinn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Indíánavörn Selfoss. Virkaði vel í fyrri í eitt skipti, ágætlega í seini.Selfyssingar spila svokallaða Indíánavörn, maður á mann um allan völl, þegar þeir eru fleiri inni á vellinum. Það virkaði ágætlega en brást líka. Í upphafi seinni hálfleiks unnu þeir til að mynda boltann og skoruðu en Oddur skoraði strax á eftir úr hraðri sókn. Akureyringar voru skrefinu á undan allan síðari hálfleikinn. Sveinbjörn datt niður í markvörslunni en kom svo sterkur inn aftur. Vörn þeirra hélt ágætlega og Selfyssingar voru einfaldlwega númeri of litlir. Akureyri hélt fjögurra til fimm marka forystu út leikinn. Bjarni Fritzson var markahæstur í liði Akureyrar og Geir var einnig góður. Sveinbjörn stóð vel fyrir sínu en vörnin var mjög góð, með Guðlaug sem fyrr í broddi fylkingar. Selfyssingar léku ágætlega, Ragnar var fínn í sókninni en skotnýting hans hefði getað verið betri. Guðjón Drengsson var þó besti maður liðsins, þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins sýndi Guðjón að hann á ýmislegt eftir á tankinum. Akureyringar eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar en Selfoss hefur tvö stig við botninn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }@font-face { font-family: "Lucida Grande"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri – Selfoss 34-29 (15-13) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (11), Geir Guðmundsson 8 (11), Oddur Gretarsson 5 (8), Guðlaugur Arnarsson 4 (5) , Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24 (53, 45%), Stefán U. Guðnason 1 (2, 50%). Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Heimir, Guðmundur, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 5 (Guðlaugur 2, Oddur 2, Geir).Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/2 (17), Guðjón F. Drengsson 7 (8), Árni Steinþórsson 4 (6), Einar Héðinsson 3 (5), Atli Kristinsson 3 (10), Ómar Helgason 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (2), Helgi Héðinsson 1 (4), Eyþór Lárusson 0 (3).Varin skot: Birkir Bragason 12 (40 mörk, 30%, 14), Helgi Hlynsson 0 (6, 0%) Hraðaupphlaup: 4 (Guðjón 3, Árni). Fiskuð víti: 3 (Ragnar 2, Einar).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Olís-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira