Sumarsins ljúfa líf Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 29. júlí 2010 06:00 Sumarfrísins er alltaf beðið með eftirvæntingu. Loksins tekur við samfellt frí, þar sem engar vekjaraklukkur né áætlanir ráða ríkjum og frelsi til að slæpast er gefið. Oft á líka að nota sumarfríið til að koma ýmsu í verk sem hefur þurft að bíða. Mála stigaganginn, flísaleggja eldhúsið, fúaverja pallinn eða taka bílinn almennilega í gegn. Ef veðrið er leiðinlegt á að nota tímann til að lesa bækur eða taka saumavélina fram. Svo á auðvitað að skreppa eitthvað, tjalda úti, ganga á fjöll, heimsækja fólk, grilla, hjóla, borða ís. Þessir dagar eiga svo sannarlega ekki að fara til spillis. Fyrstu sumarfríin eftir að námi lauk einkenndust einmitt af þessu. Ilmandi pylsurnar brögðuðust aldrei betur en beint af einnota grillinu og þá fylgdi gjarnan einn kaldur með. Tjaldað í laut, sofið út, flatmagað í sólinni frameftir degi þar til nefið fór að flagna og þá opnaður annar kaldur. Þessi sumarfrí heyra reyndar sögunni til. Ég hef auðvitað ekki stillt vekjaraklukku í fjögur ár hvort sem það var vinnudagur eða frí og því hugarórar einir að ætla sér að sofa út í sumarfríinu. Alla daga er ræs klukkan 6.30 og við tekur soðning á hafragrjónum og önnur morgunverk sem tilheyra lífi barnafjölskyldna. Ólíkt virkum vinnuvikum lýkur verkunum ekki klukkan 9 þegar fjölskyldumeðlimir halda til vinnu ogí daggæslu. Nú er frí og því er samfelld dagskrá sem linnir ekki fyrr en gengið var til hvílu að kveldi. Slæpingurinn sem ég hafði beðið með óþreyju er enginn og rólyndis kaffihúsaferðirnar við lestur blaða og bóka yfir kaffibolla fór fyrir lítið. Saumavélin lúrir óhreyfð inni í skáp sem og málningarföturnar sem ég ætlaði á stigaganginn. Ekkert fjall hefur verið gengið né tjaldað í neinni laut. Sólskinsstundirnar hafa farið framhjá mér þar sem ég sný andliti ávallt til jarðar og sólbrenn á hnakkanum þar sem ég smyr sólarvörn á litla leggi, kembi gras í leit að snuðum, ýti rólum, ýti barnakerrum, byggi sandkastala, reima skó, týni upp leikföng. Þá daga sem ekki viðrar til sandkassaleikja taka við endalausir matmálstímar og tiltekt þar sem allir eru heima allan daginn draslandi til, sísvangir. Ætli ég bíði ekki bara elliáranna, þegar ég get sofið alla daga, grillað og borðað ís og ef ekki gengið fjöll, þá dólað mér á göngugrindinnni eftir einum köldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Sumarfrísins er alltaf beðið með eftirvæntingu. Loksins tekur við samfellt frí, þar sem engar vekjaraklukkur né áætlanir ráða ríkjum og frelsi til að slæpast er gefið. Oft á líka að nota sumarfríið til að koma ýmsu í verk sem hefur þurft að bíða. Mála stigaganginn, flísaleggja eldhúsið, fúaverja pallinn eða taka bílinn almennilega í gegn. Ef veðrið er leiðinlegt á að nota tímann til að lesa bækur eða taka saumavélina fram. Svo á auðvitað að skreppa eitthvað, tjalda úti, ganga á fjöll, heimsækja fólk, grilla, hjóla, borða ís. Þessir dagar eiga svo sannarlega ekki að fara til spillis. Fyrstu sumarfríin eftir að námi lauk einkenndust einmitt af þessu. Ilmandi pylsurnar brögðuðust aldrei betur en beint af einnota grillinu og þá fylgdi gjarnan einn kaldur með. Tjaldað í laut, sofið út, flatmagað í sólinni frameftir degi þar til nefið fór að flagna og þá opnaður annar kaldur. Þessi sumarfrí heyra reyndar sögunni til. Ég hef auðvitað ekki stillt vekjaraklukku í fjögur ár hvort sem það var vinnudagur eða frí og því hugarórar einir að ætla sér að sofa út í sumarfríinu. Alla daga er ræs klukkan 6.30 og við tekur soðning á hafragrjónum og önnur morgunverk sem tilheyra lífi barnafjölskyldna. Ólíkt virkum vinnuvikum lýkur verkunum ekki klukkan 9 þegar fjölskyldumeðlimir halda til vinnu ogí daggæslu. Nú er frí og því er samfelld dagskrá sem linnir ekki fyrr en gengið var til hvílu að kveldi. Slæpingurinn sem ég hafði beðið með óþreyju er enginn og rólyndis kaffihúsaferðirnar við lestur blaða og bóka yfir kaffibolla fór fyrir lítið. Saumavélin lúrir óhreyfð inni í skáp sem og málningarföturnar sem ég ætlaði á stigaganginn. Ekkert fjall hefur verið gengið né tjaldað í neinni laut. Sólskinsstundirnar hafa farið framhjá mér þar sem ég sný andliti ávallt til jarðar og sólbrenn á hnakkanum þar sem ég smyr sólarvörn á litla leggi, kembi gras í leit að snuðum, ýti rólum, ýti barnakerrum, byggi sandkastala, reima skó, týni upp leikföng. Þá daga sem ekki viðrar til sandkassaleikja taka við endalausir matmálstímar og tiltekt þar sem allir eru heima allan daginn draslandi til, sísvangir. Ætli ég bíði ekki bara elliáranna, þegar ég get sofið alla daga, grillað og borðað ís og ef ekki gengið fjöll, þá dólað mér á göngugrindinnni eftir einum köldum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun