Páll Baldvin Baldvinsson.: Árás á Alþingi Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 1. maí 2010 10:58 Ákærur á hendur níu nafnkenndum einstaklingum sem tóku sannarlega þátt í andófi almennra borgara við alþingishúsið þegar ríkisstjórn landsins var sett af hafa kallað á viðbrögð fleiri sem þar voru. Hundruð hafa stigið fram og lagt nafn sitt við yfirlýsingu sem stíluð er á Lýðveldið: "Við vorum þar líka en nöfn okkar gleymdust í ákæruskjali saksóknarans. Við viljum vera með." Vísast vildu enn fleiri vera á þeim lista gæfist þess kostur. Skjalleg játning þúsunda gæti gert saksóknara ríkisins erfitt fyrir. Nýjar játningar um brot á þeirri grein almennra hegningarlaga sem saksóknari hyggst nota til að koma lögum yfir nímenningana ætti að kalla þegar í stað á viðbrögð hans, nýjar ákærur. Saksóknarinn hefur reynst býsna vanmáttugur í hrunsmálum. Árásarmenn á þingið voru mun fleiri en skipuðu fjöldann sem stóð utan þinghússins og freistaði þess að komast inn á palla þingsins til að heyra þar umræður. Í sætum þingmanna var stór hópur þegna lýðveldisins sem eiðsvarinn hafði grafið skipulega undan lögum og rétti í landinu, í mörgu með vísvitandi aðgerðum, sinnuleysi og svo sannað hefur verið stefnt almannahag í bráða hættu og nú orðinn stórskaða með ábyrgðarleysi, óvandaðri lagasetningu, gáleysi af ásetningi. Sumt af því fólki hefur hrökklast úr sölum þingsins en situr eftir með ábyrgð sína ævilangt. Ekki kærir saksóknari það, ekki heldur sérskipaður saksóknari sökum vanhæfis og getuleysis hins fyrrnefnda. Það er lítil von til þess að það verði dæmt af Landsdómi, enda umkringt skjaldborg félaga sinna úr stjórnmálaflokkunum. Einn dóm getur Alþingi sem þá sat ekki umflúið: dóm sögunnar. Sá dómur mun líka varða aðra: umsátursliðið var ekki eitt. Um þingið sat um árabil hópur varða, embættismenn þings og ráðuneyta, stór hópur í almannaþjónustu sem fljótt missti sjónar á hlutverki sínu og tók að þjóna framkvæmdarvaldi sem í nær tvo áratugi var keyrt áfram af einum stjórnmálaflokki fyrst og fremst. Alþingi var umsetið af flugumönnum sem höfðu í vörnum sínum fyrir þingið og lögin annað erindi en verja almannahag. Þegar múgamenn, fræðingar og rannsóknarnefndir kveða einum rómi upp þann dóm að stjórnsýslan hafi brugðist ætti að hrikta í sætaröðum hins opinbera. En það gerist ekki. Engan þeirra ætlar saksóknari að sækja að lögum. Ákærur saksóknara á hendur nímenningunum og þeim hundruðum sem munu vilja setjast á sama sakamannabekk, sýna með eftirtektarverðum hætti að Valdið lærir ekkert af ríflega tvö hundruð ára sögu borgaralegra mótmæla sem þó megnuðu að skapa það samfélag sem við nú búum við. Hinn helgi réttur almennings til friðsamlegra en ákafra mótmæla gegn misvitru og vanheilu valdi verður ekki frá fjöldanum tekinn hvað sem líður lagagreinum sem beitt er gegn fáum til fróunar þeim sem tapaði slagnum: "kátt þeim bræðin brennur / sem girnist bíta en hefur engar tennur". Það vinnur enginn sitt dauðastríð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Ákærur á hendur níu nafnkenndum einstaklingum sem tóku sannarlega þátt í andófi almennra borgara við alþingishúsið þegar ríkisstjórn landsins var sett af hafa kallað á viðbrögð fleiri sem þar voru. Hundruð hafa stigið fram og lagt nafn sitt við yfirlýsingu sem stíluð er á Lýðveldið: "Við vorum þar líka en nöfn okkar gleymdust í ákæruskjali saksóknarans. Við viljum vera með." Vísast vildu enn fleiri vera á þeim lista gæfist þess kostur. Skjalleg játning þúsunda gæti gert saksóknara ríkisins erfitt fyrir. Nýjar játningar um brot á þeirri grein almennra hegningarlaga sem saksóknari hyggst nota til að koma lögum yfir nímenningana ætti að kalla þegar í stað á viðbrögð hans, nýjar ákærur. Saksóknarinn hefur reynst býsna vanmáttugur í hrunsmálum. Árásarmenn á þingið voru mun fleiri en skipuðu fjöldann sem stóð utan þinghússins og freistaði þess að komast inn á palla þingsins til að heyra þar umræður. Í sætum þingmanna var stór hópur þegna lýðveldisins sem eiðsvarinn hafði grafið skipulega undan lögum og rétti í landinu, í mörgu með vísvitandi aðgerðum, sinnuleysi og svo sannað hefur verið stefnt almannahag í bráða hættu og nú orðinn stórskaða með ábyrgðarleysi, óvandaðri lagasetningu, gáleysi af ásetningi. Sumt af því fólki hefur hrökklast úr sölum þingsins en situr eftir með ábyrgð sína ævilangt. Ekki kærir saksóknari það, ekki heldur sérskipaður saksóknari sökum vanhæfis og getuleysis hins fyrrnefnda. Það er lítil von til þess að það verði dæmt af Landsdómi, enda umkringt skjaldborg félaga sinna úr stjórnmálaflokkunum. Einn dóm getur Alþingi sem þá sat ekki umflúið: dóm sögunnar. Sá dómur mun líka varða aðra: umsátursliðið var ekki eitt. Um þingið sat um árabil hópur varða, embættismenn þings og ráðuneyta, stór hópur í almannaþjónustu sem fljótt missti sjónar á hlutverki sínu og tók að þjóna framkvæmdarvaldi sem í nær tvo áratugi var keyrt áfram af einum stjórnmálaflokki fyrst og fremst. Alþingi var umsetið af flugumönnum sem höfðu í vörnum sínum fyrir þingið og lögin annað erindi en verja almannahag. Þegar múgamenn, fræðingar og rannsóknarnefndir kveða einum rómi upp þann dóm að stjórnsýslan hafi brugðist ætti að hrikta í sætaröðum hins opinbera. En það gerist ekki. Engan þeirra ætlar saksóknari að sækja að lögum. Ákærur saksóknara á hendur nímenningunum og þeim hundruðum sem munu vilja setjast á sama sakamannabekk, sýna með eftirtektarverðum hætti að Valdið lærir ekkert af ríflega tvö hundruð ára sögu borgaralegra mótmæla sem þó megnuðu að skapa það samfélag sem við nú búum við. Hinn helgi réttur almennings til friðsamlegra en ákafra mótmæla gegn misvitru og vanheilu valdi verður ekki frá fjöldanum tekinn hvað sem líður lagagreinum sem beitt er gegn fáum til fróunar þeim sem tapaði slagnum: "kátt þeim bræðin brennur / sem girnist bíta en hefur engar tennur". Það vinnur enginn sitt dauðastríð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun