Alexander vinsælasta nafnið Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2010 09:02 Alexander var vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna í fyrra en Anna hjá meybörnum. Anna var einnig í efsta sæti ári áður, en Alexander tók við af Viktori sem var vinsælasta fyrsta nafn árið 2008 hjá sveinum. Árið 2009 féll Viktor hins vegar í 5. sæti. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Flestir sem fengu nafn í fyrra fengu fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn meðal sveinbarna, en þar á eftir Freyr og Ingi. Meðal meybarna voru María og Ósk vinsælustu annað nafn, en þessi nöfn vermdu líka fyrsta og annað sætið 2009. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Líf, sem tók við af Rós sem þriðja vinsælasta annað nafn meybarna. Þegar litið er á allan mannfjöldann í ársbyrjun 2010 eru 10 efstu einnefni og fyrstu eiginnöfn þau sömu og trónuðu í efsta sæti árið 2005. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Röð 10 algengustu nafna var óbreytt frá 2005 nema hvað Magnús vék úr 7. sæti fyrir Kristjáni. Hjá konum er Guðrún vinsælust, þá Anna og svo Sigríður. Röð 10 efstu nafnanna var óbreytt frá 2005. Meirihluti ber fleiri en eitt nafn Meirihluti landsmanna ber fleiri en eitt nafn auk kenninafns. Þrjár vinsælustu samsetningarnar hjá körlum var Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin árið 2005. Hjá konum voru þrjár vinsælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka algengustu tvínefnin árið 2005. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrsta nafn í tvínefnum. Anna var fyrri liður í sex tvínefnum af 10 algengustu. Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið, þar sem algengast er að börn fæðist að sumri til og á hausti. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember og fram í febrúar. Í upphafi árs 2010 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn þann 16. júlí 2010 eða 974 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á jóladag eða 666 manns og næstfæstir á gamlársdag eða 705. Annar í jólum og aðfangadagur eru einnig lítt vinsælir til afmælisveisla. Þá voru 208 einstaklingar án afmælisdags árið 2010, en þeir halda upp á hann fjórða hvert ár þann 29. febrúar. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Alexander var vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna í fyrra en Anna hjá meybörnum. Anna var einnig í efsta sæti ári áður, en Alexander tók við af Viktori sem var vinsælasta fyrsta nafn árið 2008 hjá sveinum. Árið 2009 féll Viktor hins vegar í 5. sæti. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Flestir sem fengu nafn í fyrra fengu fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn meðal sveinbarna, en þar á eftir Freyr og Ingi. Meðal meybarna voru María og Ósk vinsælustu annað nafn, en þessi nöfn vermdu líka fyrsta og annað sætið 2009. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Líf, sem tók við af Rós sem þriðja vinsælasta annað nafn meybarna. Þegar litið er á allan mannfjöldann í ársbyrjun 2010 eru 10 efstu einnefni og fyrstu eiginnöfn þau sömu og trónuðu í efsta sæti árið 2005. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Röð 10 algengustu nafna var óbreytt frá 2005 nema hvað Magnús vék úr 7. sæti fyrir Kristjáni. Hjá konum er Guðrún vinsælust, þá Anna og svo Sigríður. Röð 10 efstu nafnanna var óbreytt frá 2005. Meirihluti ber fleiri en eitt nafn Meirihluti landsmanna ber fleiri en eitt nafn auk kenninafns. Þrjár vinsælustu samsetningarnar hjá körlum var Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin árið 2005. Hjá konum voru þrjár vinsælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka algengustu tvínefnin árið 2005. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrsta nafn í tvínefnum. Anna var fyrri liður í sex tvínefnum af 10 algengustu. Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið, þar sem algengast er að börn fæðist að sumri til og á hausti. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember og fram í febrúar. Í upphafi árs 2010 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn þann 16. júlí 2010 eða 974 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á jóladag eða 666 manns og næstfæstir á gamlársdag eða 705. Annar í jólum og aðfangadagur eru einnig lítt vinsælir til afmælisveisla. Þá voru 208 einstaklingar án afmælisdags árið 2010, en þeir halda upp á hann fjórða hvert ár þann 29. febrúar.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira