Brynhildur Björnsdóttir: Málsháttatal Brynhildur Björnsdóttir skrifar 9. apríl 2010 06:00 Þá er lokið stærstu málsháttaveislu ársins. Milljón málshættir, dulbúnir sem súkkulaðiegg og umvafðir sælgæti í skrjáfpappír, hafa nú runnið inn í hug og hjarta landsmanna og -kvenna öllum til umhugsunar og vonandi sumum til hugljómunar. Það er frábært hversu margir hafa áhuga á málshættinum inni í páskaegginu, sumir réttlæta jafnvel óhóflega súkkulaðineyslu um páska með því að þeir kaupi páskaeggin bara fyrir málshættina. Einhverjir líta á málsháttinn sinn sem skilaboð frá framtíðinni, að eggið sé myndlíking fyrir framtíð sem enginn veit hvað ber í skauti sér annað en fullt af súkkulaði og síðan leyndardómsfull skilaboð um hvað sé í vændum eða hvernig sé best að haga lífi sínu fram að næstu páskum. Margir settu málsháttinn sinn (enginn þorir að viðurkenna að hafa fengið fleiri en einn) sem stöðu á fésbókinni. Ég gerði það ekki. Þið sem söknuðuð míns málsháttar úr flórunni fáið hann hér: Betri er lítill fiskur er tómur fiskur. Sem segir mér að litlu ungarnir sem skrifa málshættina í skemmtilegu súkkulaðiverksmiðjunni (sem minnir ekkert á barnaþrælabúðirnar þar sem alvöru súkkulaði er búið til) láti ekki prófarkalesa skrif sín. Trúleysinginn á heimilinu fékk: Trúin flytur fjöll. Málsháttaunnendur eru þó ekki skildir eftir grátandi á berangri eftir páskana, því finna má málshætti og heilræði víðar en í páskaeggjum. Til dæmis í dagbókum frá dagbókaútgáfunni Varmá sem sér mörgum fyrirtækjum fyrir dagbókum handa starfsmönnum. Þar má rekast á frábæra og sjaldséða málshætti, heilræði og gamanmál sem auðga daga og vikur þeirra sem þurfa að skipuleggja sig á vinnustað. Ég á svona bók og hlakka til í ágúst þegar ég get velt fyrir mér setningunni: „Jafnvel fegursta kona getur ekki gefið meira en hún á". Í október býðst mér að hugleiða að: „kvenkyn allra tegunda er hættulegast þegar það sýnist vera að hopa" og í þriðju viku desember skal brjóta heilann um þetta: „Það var leiðinlegt í saumaklúbbnum í kvöld - þær mættu allar." Í mars fékk ég hins vegar að smjatta á spekinni: „Frjálsar fóstureyðingar eru eingöngu studdar af fólki sem þegar hefur fengið að fæðast." Ef einhver þykist sjá kvenfyrirlitningu í þessum orðum, og jafnvel beinar árásir á ungar konur, ætti sá hinn sami að líta á eigið barn og muna að aldrei er góð ýsa of oft freðin og ei var hátíð fátíð í þátíð. Sem það nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Þá er lokið stærstu málsháttaveislu ársins. Milljón málshættir, dulbúnir sem súkkulaðiegg og umvafðir sælgæti í skrjáfpappír, hafa nú runnið inn í hug og hjarta landsmanna og -kvenna öllum til umhugsunar og vonandi sumum til hugljómunar. Það er frábært hversu margir hafa áhuga á málshættinum inni í páskaegginu, sumir réttlæta jafnvel óhóflega súkkulaðineyslu um páska með því að þeir kaupi páskaeggin bara fyrir málshættina. Einhverjir líta á málsháttinn sinn sem skilaboð frá framtíðinni, að eggið sé myndlíking fyrir framtíð sem enginn veit hvað ber í skauti sér annað en fullt af súkkulaði og síðan leyndardómsfull skilaboð um hvað sé í vændum eða hvernig sé best að haga lífi sínu fram að næstu páskum. Margir settu málsháttinn sinn (enginn þorir að viðurkenna að hafa fengið fleiri en einn) sem stöðu á fésbókinni. Ég gerði það ekki. Þið sem söknuðuð míns málsháttar úr flórunni fáið hann hér: Betri er lítill fiskur er tómur fiskur. Sem segir mér að litlu ungarnir sem skrifa málshættina í skemmtilegu súkkulaðiverksmiðjunni (sem minnir ekkert á barnaþrælabúðirnar þar sem alvöru súkkulaði er búið til) láti ekki prófarkalesa skrif sín. Trúleysinginn á heimilinu fékk: Trúin flytur fjöll. Málsháttaunnendur eru þó ekki skildir eftir grátandi á berangri eftir páskana, því finna má málshætti og heilræði víðar en í páskaeggjum. Til dæmis í dagbókum frá dagbókaútgáfunni Varmá sem sér mörgum fyrirtækjum fyrir dagbókum handa starfsmönnum. Þar má rekast á frábæra og sjaldséða málshætti, heilræði og gamanmál sem auðga daga og vikur þeirra sem þurfa að skipuleggja sig á vinnustað. Ég á svona bók og hlakka til í ágúst þegar ég get velt fyrir mér setningunni: „Jafnvel fegursta kona getur ekki gefið meira en hún á". Í október býðst mér að hugleiða að: „kvenkyn allra tegunda er hættulegast þegar það sýnist vera að hopa" og í þriðju viku desember skal brjóta heilann um þetta: „Það var leiðinlegt í saumaklúbbnum í kvöld - þær mættu allar." Í mars fékk ég hins vegar að smjatta á spekinni: „Frjálsar fóstureyðingar eru eingöngu studdar af fólki sem þegar hefur fengið að fæðast." Ef einhver þykist sjá kvenfyrirlitningu í þessum orðum, og jafnvel beinar árásir á ungar konur, ætti sá hinn sami að líta á eigið barn og muna að aldrei er góð ýsa of oft freðin og ei var hátíð fátíð í þátíð. Sem það nú er.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun