Umfjöllun: Nýliðarnir lítil fyrirstaða fyrir meistaraefnin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2010 20:55 Ólafur Guðmundsson og FH-ingar byrja á sigri. FH vann í kvöld góðan sigur á Aftureldingu, 34-25, í N1-deild karla. Staðan í hálfleik var 17-12 en eins og tölurnar gefa til kynna var sigur FH lengst af aldrei í hættu. Það var gríðarlega mikil stemning í Kaplakrika í gær. Stuðningsmannasveit Mosfellinga, „Rothöggið“, var með mikil læti á áhorfendapöllunum og yfirgnæfði þá fjölmörgu stuðningsmenn FH sem voru mættir í höllina. Þessi góði stuðningur gaf nýliðinum vind í seglinn í byrjun leiksins og höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ undirtökin fyrstu 20 mínúturnar. Smári Guðfinnsson varði mjög vel í markinu og Bjarni Aron Þórðarson skoraði nokkur lagleg mörk af vinstri vængnum. Logi Geirsson, sem kom heim úr atvinnumennskunni í sumar, klikkaði að vísu á fyrsta skotinu sínu í leiknum en lét það ekki slá sig út af laginu. Hann stýrði sóknarleiknum ágætlega og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Hann var einnig duglegur að leggja upp fyrir Ólaf Guðmundsson sem lét mikið af sér kveða er heimamenn breyttu stöðunni úr 10-10 í 17-12 á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins. Pálmar Pétursson fór þá einnig mikinn í markinu og varði úr þó nokkrum dauðafærum Mosfellinga. Síðari hálfleikur var nokkuð líkur þeim fyrri. Afturelding byrjaði af miklum krafti og náði að minnka muninn í tvö mörk en þá gáfu heimamenn aftur í. Þeir sigu hægt og rólega fram úr og unnu að lokum níu marka sigur. Afturelding fékk þó ágætt tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn og var liðið oft í yfirtölu þegar þarna var komið við sögu en allt kom fyrir ekki. Varnarleikur gestanna var ágætur til að byrja með en miklu munaði að markvarslan var nánast engin í síðari hálfleik. Afturelding tók Ólaf Guðmundsson úr umferð nánast allan síðari hálfleikinn en það virtist litlu breyta, sérstklega eftir því sem leið á leikinn. Sóknarleikur FH varð betri og betri eftir því sem leið á leikinn og réðu gestirnir lítið sem ekkert við þá undir lok hans. Niðurstaðan sanngjarn sigur en FH á eftir að fá erfiðara próf en þeir fengu í kvöld strax um helgina er þeir mæta Íslandsmeistum Hauka í Hafnarfjarðarslag um helgina. Mosfellingar sýndu þó í kvöld að þetta er mikið baráttulið sem mun sjálfsagt hrifsa til sín stig hér og þar í vetur. Þeir gáfust aldrei upp þó svo að á móti hefði blásið og þeim ber að hrósa fyrir það. FH - Afturelding 34 – 25 (17-12) Mörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 10 (15), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (5), Logi Geirsson 4/2 (5/2), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (9/2), Hermann R. Björnsson 3 (4), Brynjar E. Geirsson 2 (2), Benedikt R. Kristinsson 2 (6), Bogi Eggertsson 1 (1), Þorkell Magnússon 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 14 (39/3, 36%).Hraðaupphlaup: 2 (Logi 1, Sigurgeir Árni 1).Fiskuð víti: 4 (Bogi 1, Ásbjörn 1, Ari Magnús 1, Atli Rúnar 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 10 (20), Arnar Theódórsson 6 (9), Jóhann Jóhannsson 6/3 (8/3), Aron Gylfason 2 (4), Eyþór Vestmann 1 (2), Jón Andri Helgason (4), Ásgeir Jónsson (2). Varin skot: Smári Guðfinsson 10 (32/2, 31%), Hafþór Einarsson 4 (16/2, 25%).Hraðaupphlaup: 7 (Bjarni Aron 3, Arnar 2, Aron 1, Jóhann 1).Fiskuð víti: 3 (Bjarni Aron 2, Pétur 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
FH vann í kvöld góðan sigur á Aftureldingu, 34-25, í N1-deild karla. Staðan í hálfleik var 17-12 en eins og tölurnar gefa til kynna var sigur FH lengst af aldrei í hættu. Það var gríðarlega mikil stemning í Kaplakrika í gær. Stuðningsmannasveit Mosfellinga, „Rothöggið“, var með mikil læti á áhorfendapöllunum og yfirgnæfði þá fjölmörgu stuðningsmenn FH sem voru mættir í höllina. Þessi góði stuðningur gaf nýliðinum vind í seglinn í byrjun leiksins og höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ undirtökin fyrstu 20 mínúturnar. Smári Guðfinnsson varði mjög vel í markinu og Bjarni Aron Þórðarson skoraði nokkur lagleg mörk af vinstri vængnum. Logi Geirsson, sem kom heim úr atvinnumennskunni í sumar, klikkaði að vísu á fyrsta skotinu sínu í leiknum en lét það ekki slá sig út af laginu. Hann stýrði sóknarleiknum ágætlega og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Hann var einnig duglegur að leggja upp fyrir Ólaf Guðmundsson sem lét mikið af sér kveða er heimamenn breyttu stöðunni úr 10-10 í 17-12 á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins. Pálmar Pétursson fór þá einnig mikinn í markinu og varði úr þó nokkrum dauðafærum Mosfellinga. Síðari hálfleikur var nokkuð líkur þeim fyrri. Afturelding byrjaði af miklum krafti og náði að minnka muninn í tvö mörk en þá gáfu heimamenn aftur í. Þeir sigu hægt og rólega fram úr og unnu að lokum níu marka sigur. Afturelding fékk þó ágætt tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn og var liðið oft í yfirtölu þegar þarna var komið við sögu en allt kom fyrir ekki. Varnarleikur gestanna var ágætur til að byrja með en miklu munaði að markvarslan var nánast engin í síðari hálfleik. Afturelding tók Ólaf Guðmundsson úr umferð nánast allan síðari hálfleikinn en það virtist litlu breyta, sérstklega eftir því sem leið á leikinn. Sóknarleikur FH varð betri og betri eftir því sem leið á leikinn og réðu gestirnir lítið sem ekkert við þá undir lok hans. Niðurstaðan sanngjarn sigur en FH á eftir að fá erfiðara próf en þeir fengu í kvöld strax um helgina er þeir mæta Íslandsmeistum Hauka í Hafnarfjarðarslag um helgina. Mosfellingar sýndu þó í kvöld að þetta er mikið baráttulið sem mun sjálfsagt hrifsa til sín stig hér og þar í vetur. Þeir gáfust aldrei upp þó svo að á móti hefði blásið og þeim ber að hrósa fyrir það. FH - Afturelding 34 – 25 (17-12) Mörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 10 (15), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (5), Logi Geirsson 4/2 (5/2), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (9/2), Hermann R. Björnsson 3 (4), Brynjar E. Geirsson 2 (2), Benedikt R. Kristinsson 2 (6), Bogi Eggertsson 1 (1), Þorkell Magnússon 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 14 (39/3, 36%).Hraðaupphlaup: 2 (Logi 1, Sigurgeir Árni 1).Fiskuð víti: 4 (Bogi 1, Ásbjörn 1, Ari Magnús 1, Atli Rúnar 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 10 (20), Arnar Theódórsson 6 (9), Jóhann Jóhannsson 6/3 (8/3), Aron Gylfason 2 (4), Eyþór Vestmann 1 (2), Jón Andri Helgason (4), Ásgeir Jónsson (2). Varin skot: Smári Guðfinsson 10 (32/2, 31%), Hafþór Einarsson 4 (16/2, 25%).Hraðaupphlaup: 7 (Bjarni Aron 3, Arnar 2, Aron 1, Jóhann 1).Fiskuð víti: 3 (Bjarni Aron 2, Pétur 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira