Leikreglum breytt eftir á Þorsteinn Pálsson skrifar 27. nóvember 2010 03:00 Hópur þingmanna hefur lagt fram tillögu um málshöfðun gegn fyrrum forsætisráðherra Breta vegna aðgerða hans gegn Landsbankanum haustið 2008. Meirihluti flutningsmanna greiddi fyrir tveimur mánuðum atkvæði með ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra Íslands fyrir að hafa ekki gripið til ráðstafana gegn Landsbankanum á því sama ári. Ætla mætti að þetta væri dæmi um tvöfalt siðgæði. Trúlega lýsir þetta fremur dómgreindarleysi. Dómsmálaráðherra mælti í vikunni fyrir stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um landsdóm. Með því er ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar að ganga gegn þeirri grundvallarhugmynd að leikreglum er ekki breytt eftir á þegar málarekstur er hafinn. Einu gildir þótt þar sé um réttarfarsatriði að ræða, sem ekki eru öll stórvægileg. Landsdómsmálið sætti gagnrýni af tveimur ástæðum. Önnur var efnisleg og snerist um að lýðræðinu væri ógnað ef ráðherrar sættu refsiábyrgð auk pólitískrar ábyrgðar vegna skoðana sinna og mats á aðstæðum. Hin var formleg og laut að því að réttarfarsreglur landsdóms samrýmast ekki þeim réttindum sem almennir borgarar njóta nú bæði varðandi rannsókn og ákæru. Þegar á það var bent að ófært væri að beita lögunum af þessum ástæðum svaraði meirihlutinn sem að ákærunum stóð með þeim rökum að lögin stæðu svona í lagasafninu. Fullyrt var að unnt væri að nota lagabókstafinn óbreyttan og það ætti að gera. Í aðdraganda málsins var nægur tími til breytinga en meirihlutinn vildi ekki nýta hann í því skyni.Saksóknari tekinn fram yfir verjanda Með öðrum orðum var loku fyrir það skotið að þeir sem hugsanlega yrðu ákærðir fengju að njóta sömu réttinda varðandi málsmeðferð og almennir borgarar. Á löngum lista er þar veigamestur rétturinn til þess að mál manna séu skoðuð og ákvörðuð af sjálfstæðum óháðum saksóknara. Nú gerist það að forseti landsdóms í samstarfi við saksóknara meirihluta Alþingis gerir tillögur til ríkisstjórnarmeirihlutans um að koma fram breytingum á nokkrum réttarfarsatriðum sem auðvelda eiga rekstur málsins að þeirra mati. Breytingatillögurnar eru þannig samstarfsverkefni, ríkisstjórnar, saksóknara og dómsforseta. Hafa þarf í huga í þessu sambandi að formaður þingnefndarinnar sem undirbjó ákærutillögurnar staðhæfði fyrir atkvæðagreiðslu að þær byggðust á ákvæði í stjórnarsáttmálanum og stjórnarþingmönnum væri skylt að kjósa eftir því. Samstarf dómsins og ríkisstjórnarinnar þarf að meta í þessu ljósi. Hér hefur reitum verið blandað saman umfram það sem samræmist aðgreiningu valdsins og hollt er fyrir réttaröryggið. Ríkisstjórnin var ófús að hlusta á gagnrýni á réttarfarságalla laganna þegar þeim var lýst fyrirfram af þeim sem tóku til varnar fyrir þá sem til stóð ákæra. Hún er hins vegar óðfús til breytinga um leið og saksóknari meirihluta Alþingis á aðild að einhliða tillögugerð þar um tveimur mánuðum eftir samþykkt ákæru. Engar af tillögunum miða sérstaklega að því að bæta réttarstöðu ákærða þó að úreltar málsmeðferðarreglurnar halli fyrst og fremst á hann. Það er einfaldlega fallist á tillögur sem saksóknari stendur að án tillits til hagsmuna varnaraðila.Frávísun er eina leiðin Ekki er unnt að útiloka að réttarfarságallar laganna kunni að koma varnaraðilanum að einhverju leyti til góða. Sé svo á hann að njóta þeirra ágalla á sama hátt og hann þarf að þola alla hina sem eru andstæðir nútíma mannréttindakröfum. Fyrst ákveðið var að gera tilraun til að hreyfa við reglunum eftir að Alþingi samþykkti ákæru var eini kosturinn sá að leita álits bæði hjá saksóknara og verjanda. Að því búnu hefði að réttu lagi átt að beina erindinu til forseta Alþingis en fráleitt til ráðherra. Forseti Alþingis hefði síðan getað kannað hvort samstaða væri að svo vöxnu máli um að breyta reglunum eftir á. Slík nálgun hefði verið forsenda þess að til álita kæmi að Alþingi breytti lögunum á þessu stigi. Dráttur á skipan verjanda í málinu hefur einnig vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að um er að ræða ótvíræðan lögbundinn rétt. Enn meira undrunarefni er að leitað var umsagnar saksóknara hvort skipa ætti ákærða verjanda án tafar og hver það skyldi vera. Engum sem til þekkir kemur til hugar að forseti landsdóms hafi af ásetningi haldið með vilhöllum hætti á málinu. Meðan annað kemur ekki í ljós verður að líta svo á að sá meirihluti sem stóð að ákærunni á Alþingi hafi komið landsdómi og forseta hans í þessa aðstöðu sem erfitt er að skýra og vonlaust að verja. Eina leiðin til að losa dóminn úr þeirri klípu er að vísa frumvarpinu frá þegar í stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Landsdómur Þorsteinn Pálsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun
Hópur þingmanna hefur lagt fram tillögu um málshöfðun gegn fyrrum forsætisráðherra Breta vegna aðgerða hans gegn Landsbankanum haustið 2008. Meirihluti flutningsmanna greiddi fyrir tveimur mánuðum atkvæði með ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra Íslands fyrir að hafa ekki gripið til ráðstafana gegn Landsbankanum á því sama ári. Ætla mætti að þetta væri dæmi um tvöfalt siðgæði. Trúlega lýsir þetta fremur dómgreindarleysi. Dómsmálaráðherra mælti í vikunni fyrir stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um landsdóm. Með því er ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar að ganga gegn þeirri grundvallarhugmynd að leikreglum er ekki breytt eftir á þegar málarekstur er hafinn. Einu gildir þótt þar sé um réttarfarsatriði að ræða, sem ekki eru öll stórvægileg. Landsdómsmálið sætti gagnrýni af tveimur ástæðum. Önnur var efnisleg og snerist um að lýðræðinu væri ógnað ef ráðherrar sættu refsiábyrgð auk pólitískrar ábyrgðar vegna skoðana sinna og mats á aðstæðum. Hin var formleg og laut að því að réttarfarsreglur landsdóms samrýmast ekki þeim réttindum sem almennir borgarar njóta nú bæði varðandi rannsókn og ákæru. Þegar á það var bent að ófært væri að beita lögunum af þessum ástæðum svaraði meirihlutinn sem að ákærunum stóð með þeim rökum að lögin stæðu svona í lagasafninu. Fullyrt var að unnt væri að nota lagabókstafinn óbreyttan og það ætti að gera. Í aðdraganda málsins var nægur tími til breytinga en meirihlutinn vildi ekki nýta hann í því skyni.Saksóknari tekinn fram yfir verjanda Með öðrum orðum var loku fyrir það skotið að þeir sem hugsanlega yrðu ákærðir fengju að njóta sömu réttinda varðandi málsmeðferð og almennir borgarar. Á löngum lista er þar veigamestur rétturinn til þess að mál manna séu skoðuð og ákvörðuð af sjálfstæðum óháðum saksóknara. Nú gerist það að forseti landsdóms í samstarfi við saksóknara meirihluta Alþingis gerir tillögur til ríkisstjórnarmeirihlutans um að koma fram breytingum á nokkrum réttarfarsatriðum sem auðvelda eiga rekstur málsins að þeirra mati. Breytingatillögurnar eru þannig samstarfsverkefni, ríkisstjórnar, saksóknara og dómsforseta. Hafa þarf í huga í þessu sambandi að formaður þingnefndarinnar sem undirbjó ákærutillögurnar staðhæfði fyrir atkvæðagreiðslu að þær byggðust á ákvæði í stjórnarsáttmálanum og stjórnarþingmönnum væri skylt að kjósa eftir því. Samstarf dómsins og ríkisstjórnarinnar þarf að meta í þessu ljósi. Hér hefur reitum verið blandað saman umfram það sem samræmist aðgreiningu valdsins og hollt er fyrir réttaröryggið. Ríkisstjórnin var ófús að hlusta á gagnrýni á réttarfarságalla laganna þegar þeim var lýst fyrirfram af þeim sem tóku til varnar fyrir þá sem til stóð ákæra. Hún er hins vegar óðfús til breytinga um leið og saksóknari meirihluta Alþingis á aðild að einhliða tillögugerð þar um tveimur mánuðum eftir samþykkt ákæru. Engar af tillögunum miða sérstaklega að því að bæta réttarstöðu ákærða þó að úreltar málsmeðferðarreglurnar halli fyrst og fremst á hann. Það er einfaldlega fallist á tillögur sem saksóknari stendur að án tillits til hagsmuna varnaraðila.Frávísun er eina leiðin Ekki er unnt að útiloka að réttarfarságallar laganna kunni að koma varnaraðilanum að einhverju leyti til góða. Sé svo á hann að njóta þeirra ágalla á sama hátt og hann þarf að þola alla hina sem eru andstæðir nútíma mannréttindakröfum. Fyrst ákveðið var að gera tilraun til að hreyfa við reglunum eftir að Alþingi samþykkti ákæru var eini kosturinn sá að leita álits bæði hjá saksóknara og verjanda. Að því búnu hefði að réttu lagi átt að beina erindinu til forseta Alþingis en fráleitt til ráðherra. Forseti Alþingis hefði síðan getað kannað hvort samstaða væri að svo vöxnu máli um að breyta reglunum eftir á. Slík nálgun hefði verið forsenda þess að til álita kæmi að Alþingi breytti lögunum á þessu stigi. Dráttur á skipan verjanda í málinu hefur einnig vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að um er að ræða ótvíræðan lögbundinn rétt. Enn meira undrunarefni er að leitað var umsagnar saksóknara hvort skipa ætti ákærða verjanda án tafar og hver það skyldi vera. Engum sem til þekkir kemur til hugar að forseti landsdóms hafi af ásetningi haldið með vilhöllum hætti á málinu. Meðan annað kemur ekki í ljós verður að líta svo á að sá meirihluti sem stóð að ákærunni á Alþingi hafi komið landsdómi og forseta hans í þessa aðstöðu sem erfitt er að skýra og vonlaust að verja. Eina leiðin til að losa dóminn úr þeirri klípu er að vísa frumvarpinu frá þegar í stað.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun