Umfjöllun: Framarar of sterkir fyrir andlausa FH-inga Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2010 22:16 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton Framarar unnu frábæran sigur á FH-ingum, 33-38, í fimmtu umferð N1-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Gestirnir höfðu undirtökin nánast allan leikinn en FH-ingar voru samt alltaf við hæla þeirra. Bæði þessi lið hafa sýnt fína takta það sem af er vetri og eru til alls líkleg á þessu Íslandsmóti. FH-ingum er spáð meistaratitlinum í ár og hafa þeir náð vel saman á tímabilinu, en fyrir leikinn í kvöld voru þeir í þriðja sæti deildarinnar með sex stig . Framarar voru aftur á móti ákveðið spurningarmerki fyrir mótið en Safamýrapiltar hafa byrjað tímabilið ágætlega og sátu í 4.sæti N1-deildarinnar með fjögur stig fyrir leikinn . Mjög svo mikilvægur leikur fyrir bæði lið og menn gátu búist við handboltaveislu í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og eftir tíu mínútur var staðan 6-6 en þá fóru gestirnir í Fram í gang og skoruðu þrjú mörk í röð. Framarar voru að leika virkilega vel í fyrri hálfleik en FH-ingar einbeitu sér meira af því að tuða í dómurum leiksins heldur en að spila handbolta. Heimamenn fengu fimm sinum tveggja mínútna brottvísun í fyrri hálfleik og það reyndist þeim dýrkeypt. Staðan í hálfleik var 17-15 fyrir gestina og mega heimamenn þakka Pálmari Péturssyni fyrir það að munurinn var ekki stærri en hann varði virkilega vel í hálfleiknum. Framarar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik en þeir skutu til að mynda níu sinum að marki FH á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiksins og ekkert þeirra fór forgörðum. Fljótlega náðu þeir fimm marka forystu í seinni hálfleik og FH-ingar áttu erfitt með að brúa það bil. Sóknarleikur FH-inga var tilviljunarkenndur og varnarleikur þeirra algjörlega í molum. Logi Geirsson ,leikmaður FH, var ekki leikfær í kvöld vegna meiðsla, en það hafði greinilega mikil áhrif á spilamennsku liðsins. Leiknum lauk með sanngjörnum sigri Fram, 33-38. FH - Fram 33-38 (15-17) Mörk FH (skot): Sverrir Garðarsson 8 (11), Ólafur Guðmundsson 7 (17), Ásbjörn Friðriksson 5/1(10/1), Ólafur Gústafsson 3 (4), Brynjar Geirsson 3 (7), Sigurgeir Árni Ægisson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Hermann Ragnar Björnsson 2 (4), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1). Varin skot: Pálmar Pétursson 10 (24/2, 41%), Daníel Freyr Andrésson 9/1 (14/2, 64%). Hraðaupphlaup: 2 (Ólafur Guðmundsson ,Sverrir). Fiskuð víti: 1 (Ólafur Guðmundsson). Utan vallar: 14 mínútur. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 12/4 (16/5), Jóhann Gunnar Einarsson 5 (12), Magnús Stefánsson 4 (5), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (8), Andri Berg Haraldsson 4 (9), Haraldur Þorvarðarson 3 (5), Róbert Aron Hostert 2 (6),Sigfús Páll Sigfússon 2 (2) ,Kristján Svan Kristjánsson 2 (2). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (27/1, 44%), Björn Viðar Björnsson 3(6, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 8 ( Einar Rafn Eiðsson 4, Matthías Daðason, Jóhann Gunnar, Jóhann Karl, Haraldur Þorvarðarson) Fiskuð víti: 5 (Róbert Aron, Andri Berg 2, Halldór Jóhann,Magnús) Brottvísanir: 10 mínútur Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Jóhannsson voru ágætir en misstu stundum tök á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Framarar unnu frábæran sigur á FH-ingum, 33-38, í fimmtu umferð N1-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Gestirnir höfðu undirtökin nánast allan leikinn en FH-ingar voru samt alltaf við hæla þeirra. Bæði þessi lið hafa sýnt fína takta það sem af er vetri og eru til alls líkleg á þessu Íslandsmóti. FH-ingum er spáð meistaratitlinum í ár og hafa þeir náð vel saman á tímabilinu, en fyrir leikinn í kvöld voru þeir í þriðja sæti deildarinnar með sex stig . Framarar voru aftur á móti ákveðið spurningarmerki fyrir mótið en Safamýrapiltar hafa byrjað tímabilið ágætlega og sátu í 4.sæti N1-deildarinnar með fjögur stig fyrir leikinn . Mjög svo mikilvægur leikur fyrir bæði lið og menn gátu búist við handboltaveislu í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og eftir tíu mínútur var staðan 6-6 en þá fóru gestirnir í Fram í gang og skoruðu þrjú mörk í röð. Framarar voru að leika virkilega vel í fyrri hálfleik en FH-ingar einbeitu sér meira af því að tuða í dómurum leiksins heldur en að spila handbolta. Heimamenn fengu fimm sinum tveggja mínútna brottvísun í fyrri hálfleik og það reyndist þeim dýrkeypt. Staðan í hálfleik var 17-15 fyrir gestina og mega heimamenn þakka Pálmari Péturssyni fyrir það að munurinn var ekki stærri en hann varði virkilega vel í hálfleiknum. Framarar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik en þeir skutu til að mynda níu sinum að marki FH á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiksins og ekkert þeirra fór forgörðum. Fljótlega náðu þeir fimm marka forystu í seinni hálfleik og FH-ingar áttu erfitt með að brúa það bil. Sóknarleikur FH-inga var tilviljunarkenndur og varnarleikur þeirra algjörlega í molum. Logi Geirsson ,leikmaður FH, var ekki leikfær í kvöld vegna meiðsla, en það hafði greinilega mikil áhrif á spilamennsku liðsins. Leiknum lauk með sanngjörnum sigri Fram, 33-38. FH - Fram 33-38 (15-17) Mörk FH (skot): Sverrir Garðarsson 8 (11), Ólafur Guðmundsson 7 (17), Ásbjörn Friðriksson 5/1(10/1), Ólafur Gústafsson 3 (4), Brynjar Geirsson 3 (7), Sigurgeir Árni Ægisson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Hermann Ragnar Björnsson 2 (4), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1). Varin skot: Pálmar Pétursson 10 (24/2, 41%), Daníel Freyr Andrésson 9/1 (14/2, 64%). Hraðaupphlaup: 2 (Ólafur Guðmundsson ,Sverrir). Fiskuð víti: 1 (Ólafur Guðmundsson). Utan vallar: 14 mínútur. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 12/4 (16/5), Jóhann Gunnar Einarsson 5 (12), Magnús Stefánsson 4 (5), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (8), Andri Berg Haraldsson 4 (9), Haraldur Þorvarðarson 3 (5), Róbert Aron Hostert 2 (6),Sigfús Páll Sigfússon 2 (2) ,Kristján Svan Kristjánsson 2 (2). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (27/1, 44%), Björn Viðar Björnsson 3(6, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 8 ( Einar Rafn Eiðsson 4, Matthías Daðason, Jóhann Gunnar, Jóhann Karl, Haraldur Þorvarðarson) Fiskuð víti: 5 (Róbert Aron, Andri Berg 2, Halldór Jóhann,Magnús) Brottvísanir: 10 mínútur Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Jóhannsson voru ágætir en misstu stundum tök á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira