Víðtækar refsiheimildir vegna ráðherra 30. apríl 2010 06:00 „Valdi fylgir ábyrgð og því er í 14. gr. stjórnarskrárinnar mælt svo fyrir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttablaðið/Pjetur Fréttaskýring: Hversu víðtæk er ráðherraábyrgð? Refsiheimildir vegna vanrækslu ráðherra á starfsskyldum ná bæði yfir ráðleggingar og fortölur sem ráðherra beitir vegna máls sem annar ráðherra ber ábyrgð á og til þess sem fram fer á ríkisstjórnarfundum þar sem ráðherrar skiptast á skoðunum og ráða ráðum. Þetta má lesa í sextánda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin segir refsiheimildir vegna vanrækslu á starfsskyldum ráðherra víðtækar. Í fundargerðum þurfi að vera skýrt hvaða ráðherrar hafi „með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt stuðlað að hverri þeirri athöfn sem tekin er fyrir á ráðherrafundi“. Þá kemur fram að stjórnarskráin veiti oddvitum ríkisstjórnarflokka ákveðið svigrúm til að taka á sínar herðar pólitíska stefnumótun ríkisstjórnar. Mál hafi þróast mjög í þá átt undanfarin ár. Sá ráðherra sem ber einn ábyrgð á hverri stjórnarathöfn þurfi þó sjálfur að taka þá ákvörðun og fá að koma sínum eigin viðhorfum að við málsmeðferðina. Einn undirkafli umfjöllunar rannsóknarnefndar um eftirlit með fjármálamarkaði er þar helgaður frumkvæðisskyldu ráðherra og ráðherraábyrgð. Þar segir að ráðherra eigi sjálfur að tryggja sér aðgang að upplýsingum um mikilvægustu málefni síns ráðuneytis. Hann beri sjálfur ábyrgð á að samskipti við undirstofnanir séu þannig „að hægt sé hafa eftirlit með starfrækslu þeirra“. Ráðherra geti borið skylda til að koma starfsemi stofnunar í lögmætt horf ef skapast hefur „viðvarandi, ólögmætt ástand“. Eins og fram er komið telur nefndin að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi vanrækt starfsskyldur í aðdraganda bankahrunsins. Björgvin segist ekki hafa fengið upplýsingar um aðgerðir sem kölluðu á athygli stjórnvalda í aðdraganda hrunsins, hvorki frá öðrum ráðherrum, Seðlabanka, né eigin aðstoðarmanni. Um leið og rannsóknarnefndin leggur mikla áherslu á frumkvæðisskyldu, eftirlitsskyldu og stjórnunarskyldu ráðherra segir hún að í sumum tilvikum sé því aðeins hægt að krefjast frumkvæðis að ráðherrann hafi fengið tilteknar upplýsingar. Hlutverk nefndarinnar var að rannsaka en ekki dæma. Nú hefur þingmannanefnd næstu skref til meðferðar, þar á meðal spurninguna um hvort Landsdómur á að fjalla um hugsanlega vanrækslu ráðherra á starfsskyldum og ákveða hvort skilyrði séu fyrir þeim hinum víðtæku refsiheimildum ráðherraábyrgðarlaganna. [email protected] Landsdómur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Sjá meira
Fréttaskýring: Hversu víðtæk er ráðherraábyrgð? Refsiheimildir vegna vanrækslu ráðherra á starfsskyldum ná bæði yfir ráðleggingar og fortölur sem ráðherra beitir vegna máls sem annar ráðherra ber ábyrgð á og til þess sem fram fer á ríkisstjórnarfundum þar sem ráðherrar skiptast á skoðunum og ráða ráðum. Þetta má lesa í sextánda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin segir refsiheimildir vegna vanrækslu á starfsskyldum ráðherra víðtækar. Í fundargerðum þurfi að vera skýrt hvaða ráðherrar hafi „með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt stuðlað að hverri þeirri athöfn sem tekin er fyrir á ráðherrafundi“. Þá kemur fram að stjórnarskráin veiti oddvitum ríkisstjórnarflokka ákveðið svigrúm til að taka á sínar herðar pólitíska stefnumótun ríkisstjórnar. Mál hafi þróast mjög í þá átt undanfarin ár. Sá ráðherra sem ber einn ábyrgð á hverri stjórnarathöfn þurfi þó sjálfur að taka þá ákvörðun og fá að koma sínum eigin viðhorfum að við málsmeðferðina. Einn undirkafli umfjöllunar rannsóknarnefndar um eftirlit með fjármálamarkaði er þar helgaður frumkvæðisskyldu ráðherra og ráðherraábyrgð. Þar segir að ráðherra eigi sjálfur að tryggja sér aðgang að upplýsingum um mikilvægustu málefni síns ráðuneytis. Hann beri sjálfur ábyrgð á að samskipti við undirstofnanir séu þannig „að hægt sé hafa eftirlit með starfrækslu þeirra“. Ráðherra geti borið skylda til að koma starfsemi stofnunar í lögmætt horf ef skapast hefur „viðvarandi, ólögmætt ástand“. Eins og fram er komið telur nefndin að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi vanrækt starfsskyldur í aðdraganda bankahrunsins. Björgvin segist ekki hafa fengið upplýsingar um aðgerðir sem kölluðu á athygli stjórnvalda í aðdraganda hrunsins, hvorki frá öðrum ráðherrum, Seðlabanka, né eigin aðstoðarmanni. Um leið og rannsóknarnefndin leggur mikla áherslu á frumkvæðisskyldu, eftirlitsskyldu og stjórnunarskyldu ráðherra segir hún að í sumum tilvikum sé því aðeins hægt að krefjast frumkvæðis að ráðherrann hafi fengið tilteknar upplýsingar. Hlutverk nefndarinnar var að rannsaka en ekki dæma. Nú hefur þingmannanefnd næstu skref til meðferðar, þar á meðal spurninguna um hvort Landsdómur á að fjalla um hugsanlega vanrækslu ráðherra á starfsskyldum og ákveða hvort skilyrði séu fyrir þeim hinum víðtæku refsiheimildum ráðherraábyrgðarlaganna. [email protected]
Landsdómur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Sjá meira