Stór dagur hjá íslensku keppendunum í Hollandi 17. ágúst 2010 14:30 Jón Margeir í lauginni. Í morgun syntu í undanrásum á HM fatlaðra í sundi þau Eyþór Þrastarson í 100 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra), Sonja Sigurðardóttir i 50 m baksundi flokki S5 (flokki hreyfihamlaðra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m baksundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra). Sá fyrsti til að stinga sér til sunds í morgun var Eyþór Þrastarson sem hafnaði í 9. sæti á tímanum 1:06.85 mín, örfáum sekúndubrotum frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en 8. besti tíminn var 1:06.39 mín – tæpara gat það vart verið. Í 50 m baksundi hafnaði Sonja 12. sæti á tímanum 59.86 sek, nokkuð frá sínum besta tíma en Íslandsmet hennar er 54.12 sek. Keppni í flokki þroskahamlaðra S14 hófst í morgun og þar hafnaði Jón Margeir í 14. sæti á tímanum 1:13.44 mín. og Ragnar Ingi í 18. sæti á tímanum 1:15.43 mín. Til þess að tryggja sér sæti í úrslitum hefðu þeir kappar þurft að synda kringum Íslandsmetið í þessari grein sem er 1:08.14 mín þar sem 8. besti tíminn í sundinu í morgun var 1:08.85 mín. Þá hafnaði Kolbrún Alda í 14. sæti á tímanum 1:29.16 mín og Aníta Ósk í 17. sæti á tímanum 1:32.79 mín og bættu báðar sínn besta tíma. Á morgun keppa þau Eyþór Þrastarson í 50 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m bringusundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra). Jón Margeir keppir í úrslitum síðdegis í dag og nær vonandi að gera enn betur en í morgun og gera atlögu að fyrsta verðlaunapeningi Íslands á mótinu. Samhliða heimsmeistaramótinu fara fram ýmsar kynningar, fundir og ráðstefnur tengdar framgangi íþrótta fatlaðra. Þannig hafa verið haldnar ráðstefnur s.s. um þjálfun ungra og efnilegra sundmanna, ráðstefna um sund og fötlun, ráðstefna um blöndun fatlaðra íþróttamanna í önnur sérsambönd og svo mætti áfram telja. Þá hafa þjálfurum og forráðamönnum keppnisþjóðanna verið kynntar þær nýjungar og þeir möguleikar sem til staðar eru í þessari glæsilegu laug t.a.m. möguleika á greiningu á sundi hvers einstaklings. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála og afrekssviðs ÍF, hefur auk þess að fylgjast með gengi íslensku keppendanna setið hluta þeirra ráðstefna sem boðið hefur verið upp á. Innlendar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Sjá meira
Í morgun syntu í undanrásum á HM fatlaðra í sundi þau Eyþór Þrastarson í 100 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra), Sonja Sigurðardóttir i 50 m baksundi flokki S5 (flokki hreyfihamlaðra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m baksundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra). Sá fyrsti til að stinga sér til sunds í morgun var Eyþór Þrastarson sem hafnaði í 9. sæti á tímanum 1:06.85 mín, örfáum sekúndubrotum frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en 8. besti tíminn var 1:06.39 mín – tæpara gat það vart verið. Í 50 m baksundi hafnaði Sonja 12. sæti á tímanum 59.86 sek, nokkuð frá sínum besta tíma en Íslandsmet hennar er 54.12 sek. Keppni í flokki þroskahamlaðra S14 hófst í morgun og þar hafnaði Jón Margeir í 14. sæti á tímanum 1:13.44 mín. og Ragnar Ingi í 18. sæti á tímanum 1:15.43 mín. Til þess að tryggja sér sæti í úrslitum hefðu þeir kappar þurft að synda kringum Íslandsmetið í þessari grein sem er 1:08.14 mín þar sem 8. besti tíminn í sundinu í morgun var 1:08.85 mín. Þá hafnaði Kolbrún Alda í 14. sæti á tímanum 1:29.16 mín og Aníta Ósk í 17. sæti á tímanum 1:32.79 mín og bættu báðar sínn besta tíma. Á morgun keppa þau Eyþór Þrastarson í 50 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m bringusundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra). Jón Margeir keppir í úrslitum síðdegis í dag og nær vonandi að gera enn betur en í morgun og gera atlögu að fyrsta verðlaunapeningi Íslands á mótinu. Samhliða heimsmeistaramótinu fara fram ýmsar kynningar, fundir og ráðstefnur tengdar framgangi íþrótta fatlaðra. Þannig hafa verið haldnar ráðstefnur s.s. um þjálfun ungra og efnilegra sundmanna, ráðstefna um sund og fötlun, ráðstefna um blöndun fatlaðra íþróttamanna í önnur sérsambönd og svo mætti áfram telja. Þá hafa þjálfurum og forráðamönnum keppnisþjóðanna verið kynntar þær nýjungar og þeir möguleikar sem til staðar eru í þessari glæsilegu laug t.a.m. möguleika á greiningu á sundi hvers einstaklings. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála og afrekssviðs ÍF, hefur auk þess að fylgjast með gengi íslensku keppendanna setið hluta þeirra ráðstefna sem boðið hefur verið upp á.
Innlendar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum