Magnús spáir Val og HK í úrslitin Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2010 12:00 Magnús Erlendsson spáir því að Valsmenn og HK-ingar muni leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli. „Tímabilið hjá okkur olli auðvitað vonbrigðum á heildina litið. Við ætluðum okkur miklu stærri hluti. Miðað við stöðuna um áramótin getum við ekki annað en verið ánægðir með hvernig þetta endaði. Um leið og þetta small hjá okkur og við fórum að hlaða inn stigunum þá sýndum við getuna í liðinu," sagði Magnús eftir að hafa tekið við viðurkenningunni í gær. Eins og fegurðardrottingarnar fékk hann spurninguna hvort hann hefði átt von á þessu. „Auðvitað gerir maður sér einhverjar vonir en þessi viðurkenning kemur mér samt skemmtilega á óvart. Liðið spilaði mjög vel og mér fannst Fram vera eitt besta liðið í þriðja hlutanum," svaraði Magnús. „Við töpuðum tveimur leikjum og báðum með einu marki. Það er gaman að geta tekið við þessari viðurkenningu og ég væri ekki að taka við þessari viðurkenningu nema strákarnir hefðu spilað vel og hefðu spilað dúndurvörn." Úrslitakeppnin fer af stað í dag. Í undanúrslitunum mætast annarsvegar Valur og Akureyri og hinsvegar Haukar og HK. Tvo sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Valsmenn taka á móti Akureyri klukkan 16 í dag en Magnús spáir heimsigrum í einvíginu. „Valsararnir eru mjög erfiðir heim að sækja og að sama skapi er erfitt að fara norður. Ég tel að heimavellirnir muni skipta sköpum í þessu einvígi og þetta endi 2-1 fyrir Val," sagði Magnús. Hann átti í meiri erfiðleikum með að spá fyrir um einvígi Hauka og HK en fyrsti/fyrri leikurinn verður í Hafnarfirði klukkan 1930 í kvöld. „Ég tel að það velti allt á því hvernig fyrsti leikurinn fer. HK hefur gengið ágætlega á móti Haukum í vetur. Annaðhvort tekur HK þetta 2-0 eða Haukar vinna 2-1. Ég ætla að segja að Gunni (Gunnar Magnússon, þjálfari HK) eigi skilið að klára þennan síðasta vetur á Íslandi með að fara í úrslit og spái því 2-0 fyrir HK," sagði Magnús. Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli. „Tímabilið hjá okkur olli auðvitað vonbrigðum á heildina litið. Við ætluðum okkur miklu stærri hluti. Miðað við stöðuna um áramótin getum við ekki annað en verið ánægðir með hvernig þetta endaði. Um leið og þetta small hjá okkur og við fórum að hlaða inn stigunum þá sýndum við getuna í liðinu," sagði Magnús eftir að hafa tekið við viðurkenningunni í gær. Eins og fegurðardrottingarnar fékk hann spurninguna hvort hann hefði átt von á þessu. „Auðvitað gerir maður sér einhverjar vonir en þessi viðurkenning kemur mér samt skemmtilega á óvart. Liðið spilaði mjög vel og mér fannst Fram vera eitt besta liðið í þriðja hlutanum," svaraði Magnús. „Við töpuðum tveimur leikjum og báðum með einu marki. Það er gaman að geta tekið við þessari viðurkenningu og ég væri ekki að taka við þessari viðurkenningu nema strákarnir hefðu spilað vel og hefðu spilað dúndurvörn." Úrslitakeppnin fer af stað í dag. Í undanúrslitunum mætast annarsvegar Valur og Akureyri og hinsvegar Haukar og HK. Tvo sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Valsmenn taka á móti Akureyri klukkan 16 í dag en Magnús spáir heimsigrum í einvíginu. „Valsararnir eru mjög erfiðir heim að sækja og að sama skapi er erfitt að fara norður. Ég tel að heimavellirnir muni skipta sköpum í þessu einvígi og þetta endi 2-1 fyrir Val," sagði Magnús. Hann átti í meiri erfiðleikum með að spá fyrir um einvígi Hauka og HK en fyrsti/fyrri leikurinn verður í Hafnarfirði klukkan 1930 í kvöld. „Ég tel að það velti allt á því hvernig fyrsti leikurinn fer. HK hefur gengið ágætlega á móti Haukum í vetur. Annaðhvort tekur HK þetta 2-0 eða Haukar vinna 2-1. Ég ætla að segja að Gunni (Gunnar Magnússon, þjálfari HK) eigi skilið að klára þennan síðasta vetur á Íslandi með að fara í úrslit og spái því 2-0 fyrir HK," sagði Magnús.
Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira