Óð út í beljandi Krossá og bjargaði ferðamönnum 9. ágúst 2010 00:01 Ásmundur fór tvisvar út í strauminn til að bjarga ferðamönnunum. Myndir/Særós Sigþórsdóttir Tvítugur björgunarsveitarmaður, Ásmundur Þór Kristmundsson, drýgði hetjudáð í gær þegar hann óð út í Krossá í Þórsmörk til þess að bjarga tveimur frönskum ferðamönnum sem höfðu fest í lítilli bifreið í ánni. Ásmundur festi sig í reipi sem hann batt við bíl á árbakkanum og óð út í ána. Síðan tók hann á karlinum í bílstjórasæti bifreiðarinnar og bar út í ána. Ferðamenn sem voru á árbakkanum drógu mennina svo í land en Ásmundur fór á kaf og var nærri því að drukkna. Í losti og hríðskjálfandi stakk hann sér svo aftur út í ána og náði í konuna sem enn var í bifreiðinni. Þegar þau höfðu verið dregin að árbakkanum tókst honum að kasta konunni upp á bakkann en féll sjálfur út í ána þar sem hann lá í nokkrar sekúndur áður en hann var dreginn upp og hneig svo hálf meðvitundarlaus niður á árbakkann. „Þetta var fáránleg upplifun," sagði Ásmundur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég er enn þá bara að átta mig á hlutunum." Spurður um hvernig þetta bar að sagði Ásmundur: „Ég og kærastan mín vorum að labba í átt að Húsadal þegar við hittum ferðamenn sem voru öskrandi og á hlaupum í átt að Krossá. Við vorum ekki alveg með á nótunum þannig að við eltum bara fólkið að ánni. Þá sáum við lítinn Suzuki-bíl fljótandi í ánni og hann flaut þarna einhver hundruð metra áður en hann festist. Ég stóð síðan þarna á árbakkanum merktur Landsbjörg og fannst ég ekki geta annað en hjálpað. Ég batt þá reipi utan um mig og festi við bíl sem var þarna og óð út í ána," segir Ásmundur. Ásmundur hafði nokkurn veginn jafnað sig um tíuleytið í gærkvöldi og kvað Frakkana vera í losti en himinlifandi með björgunina.- mþl Ásmundur Þór Kristmundsson fór tvisvar út í hina straumhörðu Krossá til að bjarga frönskum ferðamönnum úr háska.Barist við strauminn.Áin var sérlega vatnsmikil eftir mikla rigningu síðustu daga.Um tíma hélt Ásmundur að hann væri að drukkna.Myndir/Særós Sigþórsdóttir.Suzuki-bíll ferðamannanna flaut nokkur hundruð metra áður en hann festist.Þegar ferðamönnunum hafði verið bjargað var beðið eftir kranabíl sem dró bílinn úr ánni. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Tvítugur björgunarsveitarmaður, Ásmundur Þór Kristmundsson, drýgði hetjudáð í gær þegar hann óð út í Krossá í Þórsmörk til þess að bjarga tveimur frönskum ferðamönnum sem höfðu fest í lítilli bifreið í ánni. Ásmundur festi sig í reipi sem hann batt við bíl á árbakkanum og óð út í ána. Síðan tók hann á karlinum í bílstjórasæti bifreiðarinnar og bar út í ána. Ferðamenn sem voru á árbakkanum drógu mennina svo í land en Ásmundur fór á kaf og var nærri því að drukkna. Í losti og hríðskjálfandi stakk hann sér svo aftur út í ána og náði í konuna sem enn var í bifreiðinni. Þegar þau höfðu verið dregin að árbakkanum tókst honum að kasta konunni upp á bakkann en féll sjálfur út í ána þar sem hann lá í nokkrar sekúndur áður en hann var dreginn upp og hneig svo hálf meðvitundarlaus niður á árbakkann. „Þetta var fáránleg upplifun," sagði Ásmundur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég er enn þá bara að átta mig á hlutunum." Spurður um hvernig þetta bar að sagði Ásmundur: „Ég og kærastan mín vorum að labba í átt að Húsadal þegar við hittum ferðamenn sem voru öskrandi og á hlaupum í átt að Krossá. Við vorum ekki alveg með á nótunum þannig að við eltum bara fólkið að ánni. Þá sáum við lítinn Suzuki-bíl fljótandi í ánni og hann flaut þarna einhver hundruð metra áður en hann festist. Ég stóð síðan þarna á árbakkanum merktur Landsbjörg og fannst ég ekki geta annað en hjálpað. Ég batt þá reipi utan um mig og festi við bíl sem var þarna og óð út í ána," segir Ásmundur. Ásmundur hafði nokkurn veginn jafnað sig um tíuleytið í gærkvöldi og kvað Frakkana vera í losti en himinlifandi með björgunina.- mþl Ásmundur Þór Kristmundsson fór tvisvar út í hina straumhörðu Krossá til að bjarga frönskum ferðamönnum úr háska.Barist við strauminn.Áin var sérlega vatnsmikil eftir mikla rigningu síðustu daga.Um tíma hélt Ásmundur að hann væri að drukkna.Myndir/Særós Sigþórsdóttir.Suzuki-bíll ferðamannanna flaut nokkur hundruð metra áður en hann festist.Þegar ferðamönnunum hafði verið bjargað var beðið eftir kranabíl sem dró bílinn úr ánni.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira