Sífellt fleiri vilja leiðréttingu 16. júní 2010 05:15 alþingi Sífellt fleiri þingmenn allra flokka nefna nú möguleikann á að almenna leiðréttingu skulda. Stefna ríkisstjórnarinnar er þó enn að grípa til sértækra aðgerða.FRÉTTABLAÐIÐ/ Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherra út í grein Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær, en þar talaði hann fyrir því að leið almennrar niðurfellingar yrði skoðuð. Sigmundur sagði Helga hitta naglann á höfuðið og með grein sinni tæki hann undir sjónarmið Framsóknarflokksins í málinu. Viðurkenna þyrfti að um tapað fé væri að ræða sem ætti að afskrifa og leiðrétta þannig lánin. Jóhanna ítrekaði að leið ríkisstjórnarinnar varðandi heimilin væri eðlilegri. Þar væri komið best til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda. Nýta þyrfti það fé sem fyrir hendi væri til að aðstoða þá verst stöddu. Hvatti hún þingheim til að styðja tillögurnar og afgreiða áður en Alþingi færi í sumarfrí, þó að mögulega þyrfti að taka nokkra daga aukalega í umræður þar um. Helgi sagði í grein sinni að án almennra aðgerða væri einkum komið til móts við þá sem lengst gengu í skuldsetningu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi talað fyrir þverpólitísku samráði um að meta svigrúmið til almennrar skuldaleiðréttingar, „enda hefur það smám saman verið að koma í ljós að þessar sértæku leiðir eru allt of tafsamar og hafa nýst of fáum“. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir það. Hún segir að á einu ári hafi 400 manns getað nýtt sér úrræði eins og greiðsluaðlögun. Sú tala gæti hækkað í 2.000 eftir ný frumvörp sem liggi fyrir þinginu. Það sé allt of lítið, um 22 þúsund manns séu á vanskilaskrá. Hún vill fara í almenna niðurfellingu skulda. - kóp Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherra út í grein Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær, en þar talaði hann fyrir því að leið almennrar niðurfellingar yrði skoðuð. Sigmundur sagði Helga hitta naglann á höfuðið og með grein sinni tæki hann undir sjónarmið Framsóknarflokksins í málinu. Viðurkenna þyrfti að um tapað fé væri að ræða sem ætti að afskrifa og leiðrétta þannig lánin. Jóhanna ítrekaði að leið ríkisstjórnarinnar varðandi heimilin væri eðlilegri. Þar væri komið best til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda. Nýta þyrfti það fé sem fyrir hendi væri til að aðstoða þá verst stöddu. Hvatti hún þingheim til að styðja tillögurnar og afgreiða áður en Alþingi færi í sumarfrí, þó að mögulega þyrfti að taka nokkra daga aukalega í umræður þar um. Helgi sagði í grein sinni að án almennra aðgerða væri einkum komið til móts við þá sem lengst gengu í skuldsetningu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi talað fyrir þverpólitísku samráði um að meta svigrúmið til almennrar skuldaleiðréttingar, „enda hefur það smám saman verið að koma í ljós að þessar sértæku leiðir eru allt of tafsamar og hafa nýst of fáum“. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir það. Hún segir að á einu ári hafi 400 manns getað nýtt sér úrræði eins og greiðsluaðlögun. Sú tala gæti hækkað í 2.000 eftir ný frumvörp sem liggi fyrir þinginu. Það sé allt of lítið, um 22 þúsund manns séu á vanskilaskrá. Hún vill fara í almenna niðurfellingu skulda. - kóp
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira