Tillögur um lúpínu ekki skynsamlegar 15. júní 2010 03:00 hólmsheiði Þar eins og víðar má sjá birki og víðiplöntur vaxa upp úr lúpínubreiðunni. „Mér finnst þessar tillögur, sem fram eru komnar um útrýmingu lúpínu ekki skynsamlegar.“ Þetta segir Tómas Ísleifsson, bóndi og líffræðingur á Ytri-Sólheimum í Mýrdal. „Mér virðist sem skoðanir á þessu máli byggist ekki bara á þekkingu, heldur allt of mikið á tilfinningum,“ bætir hann við. Mismunandi skoðanir eru á þeim tillögum um heftingu á útbreiðslu lúpínu sem umhverfisráðuneytið kynnti nýlega. Tómas kveðst þekkja mörg dæmi um gagnsemi jurtarinnar: „Það var fyrir um fjörutíu árum sem girtur var af lítill skiki í landi Eystri-Sólheima. Þetta gerði Þorsteinn Jónsson sem þar var þá bóndi. Skikinn var á uppblásnum jökulmel og algjörlega gróðurlaus. Þarna setti Þorsteinn niður lúpínu, sem fljótlega þakti blettinn alveg. Þegar girðingin féll niður, að um tuttugu árum liðnum, þá kom beit á þetta. Nú er þetta bara graslendi og ekki eina einustu lúpínu að sjá. Landið í kring er enn þá örfoka, réttnefnt Ísland í tötrum.“ Tómas segist geta nefnt fleiri dæmi um gagnsemi lúpínunnar. Í skógræktargirðingu í landi Ytri-Sólheima, þar sem ein fyrsta lúpínusáningin hafi átt sér stað fyrir fimmtíu og fimm árum eða svo, séu nú vaxin væn tré. Innan girðingar sé orðið grösugt en lúpínan hafi hopað eftir að farið var að beita fé hóflega í hana. Tómas kveður það augljóst að Íslendingar hafi ekki efni á að græða upp öræfi landsins nema að nota aðferðir eins og að ofan greinir. Nú sé á Sólheimum verið að sá grasfræi ofan vegar í 240 hektara lands. Ekki sé ólíklegt að áburðarkostnaður hlaupi á einhverjum milljónum króna á hverju landi, svo lengi sem eigi að hafa beitarnot af því. „Þakka ber að landgræðslan er að hjálpa til þarna,“ segir Tómas. „Hins vegar sá ég það nýverið þegar ég ók frá Sólheimum til Reykjavíkur að öskuvandamálið er fyrst og fremst í landi Sólheima. Öskufallið er bölvun ef það kemur niður á örfoka land, því þá fýkur askan til. Fíngerðasti hlutinn fýkur í burtu. Eftir stendur grófasti hlutinn, sem sverfur jurtir til dauða, fýkur í skafla sem feykjast fram og til baka. Sömu sandkornin eru að eyðileggja ár eftir ár. Þar sem askan fellur á gróið land, til dæmis lúpínugróður sem gengur næst skóginum í að hindra fok, er askan þegar fram í sækir blessun. Mér er sagt að fosfórmagnið sé það mikið í henni að þarna eru komnar birgðir 60 ára.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra í gæ[email protected] Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
„Mér finnst þessar tillögur, sem fram eru komnar um útrýmingu lúpínu ekki skynsamlegar.“ Þetta segir Tómas Ísleifsson, bóndi og líffræðingur á Ytri-Sólheimum í Mýrdal. „Mér virðist sem skoðanir á þessu máli byggist ekki bara á þekkingu, heldur allt of mikið á tilfinningum,“ bætir hann við. Mismunandi skoðanir eru á þeim tillögum um heftingu á útbreiðslu lúpínu sem umhverfisráðuneytið kynnti nýlega. Tómas kveðst þekkja mörg dæmi um gagnsemi jurtarinnar: „Það var fyrir um fjörutíu árum sem girtur var af lítill skiki í landi Eystri-Sólheima. Þetta gerði Þorsteinn Jónsson sem þar var þá bóndi. Skikinn var á uppblásnum jökulmel og algjörlega gróðurlaus. Þarna setti Þorsteinn niður lúpínu, sem fljótlega þakti blettinn alveg. Þegar girðingin féll niður, að um tuttugu árum liðnum, þá kom beit á þetta. Nú er þetta bara graslendi og ekki eina einustu lúpínu að sjá. Landið í kring er enn þá örfoka, réttnefnt Ísland í tötrum.“ Tómas segist geta nefnt fleiri dæmi um gagnsemi lúpínunnar. Í skógræktargirðingu í landi Ytri-Sólheima, þar sem ein fyrsta lúpínusáningin hafi átt sér stað fyrir fimmtíu og fimm árum eða svo, séu nú vaxin væn tré. Innan girðingar sé orðið grösugt en lúpínan hafi hopað eftir að farið var að beita fé hóflega í hana. Tómas kveður það augljóst að Íslendingar hafi ekki efni á að græða upp öræfi landsins nema að nota aðferðir eins og að ofan greinir. Nú sé á Sólheimum verið að sá grasfræi ofan vegar í 240 hektara lands. Ekki sé ólíklegt að áburðarkostnaður hlaupi á einhverjum milljónum króna á hverju landi, svo lengi sem eigi að hafa beitarnot af því. „Þakka ber að landgræðslan er að hjálpa til þarna,“ segir Tómas. „Hins vegar sá ég það nýverið þegar ég ók frá Sólheimum til Reykjavíkur að öskuvandamálið er fyrst og fremst í landi Sólheima. Öskufallið er bölvun ef það kemur niður á örfoka land, því þá fýkur askan til. Fíngerðasti hlutinn fýkur í burtu. Eftir stendur grófasti hlutinn, sem sverfur jurtir til dauða, fýkur í skafla sem feykjast fram og til baka. Sömu sandkornin eru að eyðileggja ár eftir ár. Þar sem askan fellur á gróið land, til dæmis lúpínugróður sem gengur næst skóginum í að hindra fok, er askan þegar fram í sækir blessun. Mér er sagt að fosfórmagnið sé það mikið í henni að þarna eru komnar birgðir 60 ára.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra í gæ[email protected]
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira