Úrelt lög Davíð Þór Jónsson skrifar 18. september 2010 06:00 Nú á að draga nokkra fyrrum ráðamenn þjóðarinnar fyrir landsdóm vegna óstjórnar þeirra sem varð til þess að íslenskt efnahagkerfi hrundi til grunna. Spurningin snýst um það hvort himinhrópandi getuleysi þeirra til að inna störf sín af hendi á bærilega sómasamlegan hátt hafi verið glæpsamlegt eða bara aumkvunarvert. Um þetta sýnist þó sitt hverjum. Lögin um landsdóm munu þannig vera úrelt, enda meira en hundrað ára gömul. Þetta þykja mér slæmar fréttir. Ekki endilega af því að það þýðir að þjóðin hefur þá engin úrræði til að draga jólasveinana, sem hún asnast til að treysta fyrir velferð sinni, til ábyrgðar þegar allt fer til andskotans á meðan þeir eru að bora í nefið. Nei, áhyggjur mínar stafa miklu fremur af því að við höfum þá ekki heldur nein úrræði til að koma lögum yfir þjófa, morðingja, ofbeldismenn og nauðgara. Lögin sem taka á öllu þessu eru mun eldri en lög um landsdóm. Þannig gerðist það strax á þrettándu öld fyrir Krist, þ.e. seint á bronsöld, að maður nokkur kom niður af fjalli með lög þar sem m.a. sagði: „Þú skalt ekki mann deyða." Þessi lög voru víst orðin úrelt á tólftu öld fyrir Krist. Síðastliðin 3.000 ár hefur morðingjum því verið refsað á forsendum úreltra lagaákvæða. Þetta er auðvitað útúrsnúningur. Sum lög falla einfaldlega ekki úr gildi. Aftur á móti hefur mælikvarðinn á það hvaða lög eru eilíf og hvaða lög hafa endingartíma á við niðursuðudós aldrei verið gerður opinber, mér vitanlega. Einna helst er eins og hann sé einvörðungu fólginn í tíðarandanum og stemningunni í þjóðfélaginu hverju sinni. Ef okkur finnst lög asnaleg hljóta þau að vera úrelt, en ekki ef okkur finnst þau „meika sens". En af hverju erum við þá með lög, af hverju förum við ekki bara eftir því sem okkur „finnst" í hverju og einu máli? Svarið við því er að strax á 13. öld f. Kr. var reynslan af því orðin svo slæm að lög voru sett og öll siðuð þjóðfélög hafa í grundvallaratriðum haldið sig við það fyrirkomulag æ síðan. Við getum haft mismunandi skoðanir á lögum. Sum lög ber að endurskoða í ljósi reynslunnar og þróunar í viðhorfum, m.a. til mannréttinda og samfélagslegrar ábyrgðar einstaklinga. Önnur lög þarf einfaldlega að nema úr gildi. En þangað til það er gert eru þau lög. Lög, sem ekki hafa verið numin úr gildi, eru í gildi - sama hve asnaleg okkur kann að þykja þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun
Nú á að draga nokkra fyrrum ráðamenn þjóðarinnar fyrir landsdóm vegna óstjórnar þeirra sem varð til þess að íslenskt efnahagkerfi hrundi til grunna. Spurningin snýst um það hvort himinhrópandi getuleysi þeirra til að inna störf sín af hendi á bærilega sómasamlegan hátt hafi verið glæpsamlegt eða bara aumkvunarvert. Um þetta sýnist þó sitt hverjum. Lögin um landsdóm munu þannig vera úrelt, enda meira en hundrað ára gömul. Þetta þykja mér slæmar fréttir. Ekki endilega af því að það þýðir að þjóðin hefur þá engin úrræði til að draga jólasveinana, sem hún asnast til að treysta fyrir velferð sinni, til ábyrgðar þegar allt fer til andskotans á meðan þeir eru að bora í nefið. Nei, áhyggjur mínar stafa miklu fremur af því að við höfum þá ekki heldur nein úrræði til að koma lögum yfir þjófa, morðingja, ofbeldismenn og nauðgara. Lögin sem taka á öllu þessu eru mun eldri en lög um landsdóm. Þannig gerðist það strax á þrettándu öld fyrir Krist, þ.e. seint á bronsöld, að maður nokkur kom niður af fjalli með lög þar sem m.a. sagði: „Þú skalt ekki mann deyða." Þessi lög voru víst orðin úrelt á tólftu öld fyrir Krist. Síðastliðin 3.000 ár hefur morðingjum því verið refsað á forsendum úreltra lagaákvæða. Þetta er auðvitað útúrsnúningur. Sum lög falla einfaldlega ekki úr gildi. Aftur á móti hefur mælikvarðinn á það hvaða lög eru eilíf og hvaða lög hafa endingartíma á við niðursuðudós aldrei verið gerður opinber, mér vitanlega. Einna helst er eins og hann sé einvörðungu fólginn í tíðarandanum og stemningunni í þjóðfélaginu hverju sinni. Ef okkur finnst lög asnaleg hljóta þau að vera úrelt, en ekki ef okkur finnst þau „meika sens". En af hverju erum við þá með lög, af hverju förum við ekki bara eftir því sem okkur „finnst" í hverju og einu máli? Svarið við því er að strax á 13. öld f. Kr. var reynslan af því orðin svo slæm að lög voru sett og öll siðuð þjóðfélög hafa í grundvallaratriðum haldið sig við það fyrirkomulag æ síðan. Við getum haft mismunandi skoðanir á lögum. Sum lög ber að endurskoða í ljósi reynslunnar og þróunar í viðhorfum, m.a. til mannréttinda og samfélagslegrar ábyrgðar einstaklinga. Önnur lög þarf einfaldlega að nema úr gildi. En þangað til það er gert eru þau lög. Lög, sem ekki hafa verið numin úr gildi, eru í gildi - sama hve asnaleg okkur kann að þykja þau.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun