Sá sem talar fyrir fólkið mun sigra 24. ágúst 2010 06:15 Neumann í Háskólanum Prófessorinn rifjaði upp kafla úr sögu átaka um ESB-aðild í Noregi. fréttablaðið/stefán Reynsla Norðmanna af tveimur atkvæðagreiðslum um aðild að því sem í dag heitir Evrópusambandið sýnir að það eru ekki endilega efnahagsleg rök eða varðstaða um auðlindir sem ráða mestu um útkomuna, heldur eðli þeirrar orðræðu sem andstæðar fylkingar hafa uppi. Þetta segir Iver. B. Neumann, prófessor við Óslóarháskóla, en hann hélt fyrirlestur um Noreg og Evrópusambandið í gær á vegum Alþjóðmálastofnunar Háskóla Íslands. Sá sem nái að stilla upp málstað sínum þannig að hann tali fyrir hönd þess sem mætti kalla „fólkið í landinu" fari með sigur af hólmi. Andstæðingum aðildar hafi í Noregi tekist að virðast rödd skynsemi og gamalla þjóðhollra hefða. Í tilfelli Noregs hafi aðildarsinnar verið í vörn gagnvart þessari rödd og þeir hafi því hlotið að tapa fyrir liðinu sem sífellt sótti fram. „Hluti af þessu er sjálft tungumálið, orðræða stjórnmálanna. Nei-liðið segir að við missum stjórn til skriffinna í Brussel og já-liðið svarar með því að fallast á þetta en fer svo að útlista einhverja kosti aðildar," segir Neumann. Við Evrópusinna hafi loðað stimpill hinnar óþjóðhollu elítu, andspænis alvöru Norðmönnum. Norðmenn vilji trúa sögunni um hið illa erlenda yfirvald, að Norðmenn hafi staðið upp í hárinu á útlendingum og barið í gegn sjálfstæði þjóðarinnar. Slík rök passi vel við opinbera sjálfsmynd þjóðarinnar. Neumann, sem telur sjálfur að Noregur eigi að ganga í ESB, var í gær spurður hvernig aðildarsinnar ættu að bregðast við þessu og sagðist því miður ekki hafa svar við því. „Til þess eru stjórnmálamenn," sagði hann. - kóþ Fréttir Innlent Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Reynsla Norðmanna af tveimur atkvæðagreiðslum um aðild að því sem í dag heitir Evrópusambandið sýnir að það eru ekki endilega efnahagsleg rök eða varðstaða um auðlindir sem ráða mestu um útkomuna, heldur eðli þeirrar orðræðu sem andstæðar fylkingar hafa uppi. Þetta segir Iver. B. Neumann, prófessor við Óslóarháskóla, en hann hélt fyrirlestur um Noreg og Evrópusambandið í gær á vegum Alþjóðmálastofnunar Háskóla Íslands. Sá sem nái að stilla upp málstað sínum þannig að hann tali fyrir hönd þess sem mætti kalla „fólkið í landinu" fari með sigur af hólmi. Andstæðingum aðildar hafi í Noregi tekist að virðast rödd skynsemi og gamalla þjóðhollra hefða. Í tilfelli Noregs hafi aðildarsinnar verið í vörn gagnvart þessari rödd og þeir hafi því hlotið að tapa fyrir liðinu sem sífellt sótti fram. „Hluti af þessu er sjálft tungumálið, orðræða stjórnmálanna. Nei-liðið segir að við missum stjórn til skriffinna í Brussel og já-liðið svarar með því að fallast á þetta en fer svo að útlista einhverja kosti aðildar," segir Neumann. Við Evrópusinna hafi loðað stimpill hinnar óþjóðhollu elítu, andspænis alvöru Norðmönnum. Norðmenn vilji trúa sögunni um hið illa erlenda yfirvald, að Norðmenn hafi staðið upp í hárinu á útlendingum og barið í gegn sjálfstæði þjóðarinnar. Slík rök passi vel við opinbera sjálfsmynd þjóðarinnar. Neumann, sem telur sjálfur að Noregur eigi að ganga í ESB, var í gær spurður hvernig aðildarsinnar ættu að bregðast við þessu og sagðist því miður ekki hafa svar við því. „Til þess eru stjórnmálamenn," sagði hann. - kóþ
Fréttir Innlent Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira