Umfjöllun: Framarar kjöldrógu Valsmenn Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2010 21:08 Jóhann Gunnar Einarsson. Mynd/Stefán Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Safamýrinni í kvöldi í N1-deild karla og það er skemmst frá því að segja að Fram gjörsamlega valtaði yfir lánlausa Valsmenn, en leikurinn fór 40-23. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Valsmenn ekki fengið stig í N1-deildinni og Framarar voru aðeins með einn sigurleik á bakinu. Hvorugt liðið mátti því við að misstíga sig í kvöld. Valsmenn tefla fram nánast nýju liði í ár en miklar breytingar urðu á mannskapnum frá síðustu leiktíð þegar Valur komst alla leið í úrslit Íslandsmótsins. Framarar hafa aftur á móti styrkt lið sitt mikið og fengu til baka gamlan Framara, Jóhann Gunnar Einarsson en hann hefur leikið í Þýskalandi að undanförnu. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en fljótlega náðu heimamenn tökunum á leiknum .Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, var heldur betur heitur og virtist geta skorað þegar honum sýndist. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 10-6 fyrir Fram og útlit fyrir að þeir myndu gefa enn meira í. Valsmenn léku skelfilegan varnarleik og Framarar voru í engum vandræðum með að brjótast í gegn. Þegar líða tók á hálfleikinn héldu heimamenn áfram að auka forskotið og þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks var staðan orðin 20-11 fyrir Fram. Framarar héldu áfram að auka forskotið í síðari hálfleiknum en það var ekki sjón að sjá Valsmenn, ekkert gekk upp hjá þeim og mikið vonleysi einkenndi leik þeirra. Munurinn á liðinum var mestur tuttugu mörk í stöðunni 38-18 en gestirnir spýtu örlítið í lófana í lokinn og niðurstaðan 40-23. Jóhann Gunnar Einarsson var atkvæðamestur í liði Fram með 11 mörk. Magnús Erlendsson, markvörður Fram, átti einnig stórleik en hann varði 20 skot en hann lék ekki allan leikinn.Fram - Valur 40-23 (20-11)Mörk Framara (Skot): Jóhann Gunnar Einarsson 11(16), Einar Rafn Eiðsson 8(9), Haraldur Þorvarðarson 6(6), Jóhann Karl Reynisson 3(4), Matthías Daðason 3(5), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (4), Magnús Stefánsson 2(3) Róbert Aron Hostert 1(3), Halldór Jóhann Sigfússon 1, Andri Berg Haraldsson 1(2), Kristján Svan Kristjánsson 1.Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 20 (14), Björn Viðar Björnsson 6(9) Hraðaupphlaupsmörk: 8( Einar Rafn Eiðsson 4, Matthías Daðason, Jóhann Gunnar, Jóhann Karl, Haraldur Þorvarðarson) Fiskuð víti: 3( Jóhann Gunnar Einarsson, Jóhann Karl Reynisson, Haraldur Þorvarðarson) Brottvísanir: 6mínúturMörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 4(11), Valdimar Fannar Þórsson 4(12), Jón Björgvin Pétursson 4 (5), Orri Freyr Gíslason 4(5), Ernir Hrafn Arnarsson 2(9), Einar Örn Guðmundsson 3(5), Finnur Ingi Stefánsson 1(7), Gunnar Harðarson 1.Varin skot: Ingvar Guðmundsson 5 (33), Friðrik Sigmarsson 3 (7). Hraðaupphlaupsmörk: Orri Freyr Gíslason Fiskuð víti: 2 (Gunnar Harðarson, Orri Freyr Gíslason) Brottvísanir: 12 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Safamýrinni í kvöldi í N1-deild karla og það er skemmst frá því að segja að Fram gjörsamlega valtaði yfir lánlausa Valsmenn, en leikurinn fór 40-23. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Valsmenn ekki fengið stig í N1-deildinni og Framarar voru aðeins með einn sigurleik á bakinu. Hvorugt liðið mátti því við að misstíga sig í kvöld. Valsmenn tefla fram nánast nýju liði í ár en miklar breytingar urðu á mannskapnum frá síðustu leiktíð þegar Valur komst alla leið í úrslit Íslandsmótsins. Framarar hafa aftur á móti styrkt lið sitt mikið og fengu til baka gamlan Framara, Jóhann Gunnar Einarsson en hann hefur leikið í Þýskalandi að undanförnu. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en fljótlega náðu heimamenn tökunum á leiknum .Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, var heldur betur heitur og virtist geta skorað þegar honum sýndist. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 10-6 fyrir Fram og útlit fyrir að þeir myndu gefa enn meira í. Valsmenn léku skelfilegan varnarleik og Framarar voru í engum vandræðum með að brjótast í gegn. Þegar líða tók á hálfleikinn héldu heimamenn áfram að auka forskotið og þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks var staðan orðin 20-11 fyrir Fram. Framarar héldu áfram að auka forskotið í síðari hálfleiknum en það var ekki sjón að sjá Valsmenn, ekkert gekk upp hjá þeim og mikið vonleysi einkenndi leik þeirra. Munurinn á liðinum var mestur tuttugu mörk í stöðunni 38-18 en gestirnir spýtu örlítið í lófana í lokinn og niðurstaðan 40-23. Jóhann Gunnar Einarsson var atkvæðamestur í liði Fram með 11 mörk. Magnús Erlendsson, markvörður Fram, átti einnig stórleik en hann varði 20 skot en hann lék ekki allan leikinn.Fram - Valur 40-23 (20-11)Mörk Framara (Skot): Jóhann Gunnar Einarsson 11(16), Einar Rafn Eiðsson 8(9), Haraldur Þorvarðarson 6(6), Jóhann Karl Reynisson 3(4), Matthías Daðason 3(5), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (4), Magnús Stefánsson 2(3) Róbert Aron Hostert 1(3), Halldór Jóhann Sigfússon 1, Andri Berg Haraldsson 1(2), Kristján Svan Kristjánsson 1.Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 20 (14), Björn Viðar Björnsson 6(9) Hraðaupphlaupsmörk: 8( Einar Rafn Eiðsson 4, Matthías Daðason, Jóhann Gunnar, Jóhann Karl, Haraldur Þorvarðarson) Fiskuð víti: 3( Jóhann Gunnar Einarsson, Jóhann Karl Reynisson, Haraldur Þorvarðarson) Brottvísanir: 6mínúturMörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 4(11), Valdimar Fannar Þórsson 4(12), Jón Björgvin Pétursson 4 (5), Orri Freyr Gíslason 4(5), Ernir Hrafn Arnarsson 2(9), Einar Örn Guðmundsson 3(5), Finnur Ingi Stefánsson 1(7), Gunnar Harðarson 1.Varin skot: Ingvar Guðmundsson 5 (33), Friðrik Sigmarsson 3 (7). Hraðaupphlaupsmörk: Orri Freyr Gíslason Fiskuð víti: 2 (Gunnar Harðarson, Orri Freyr Gíslason) Brottvísanir: 12 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira