Umfjöllun: Reynsla meistarana gerði gæfumuninn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2010 22:31 Mynd/Valli Íslandsmeistararnir í Snæfell byrjuðu leiktímabilið eins og þeir enduðu það síðasta með fínum sigri á Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn nánast allan tíman og liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Þegar upp var staðið var reynsla Snæfellinga það sem gerði gæfumuninn og þeir unnu að lokum 102-97. Heimamenn byrjuðu betur og komust í 6-2 en þá tóku Íslandsmeistararnir við og fóru í gang með mikla skotsýningu en varla skota fór forgörðum hjá þeim í fyrsta leikhlutanum. Fyrsti leikhlutinn minnti óneitanlega á fyrsta tíu mínúturnar í fimmta leik úrslitaeinvígisins á síðustu leiktíð þegar Snæfellingar unnu Keflvíkinga og skoruðu heil 37 stig í fyrsta leikhluta. Staðan var 31-43 Snæfellingum í vil eftir einn leikhluta. Fjölnismenn voru samt sem áður að spila ágætlega og leikurinn galopinn. Fjölnismenn byrjuðu annan leikhluta mjög vel og minnkuðu muninn í 48-44. Snæfellingar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun og áttu erfitt með að hitta í kröfuna. Þegar um 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Fjölnismenn að komast yfir 51-50. Snæfellingar réðu ekkert við Ægir Þór Steinarsson, leikmann Fjölnis en hann er aðeins 19 ára og gríðarlegt efni. Ben Stywall, nýr leikmaður Fjölnis, var einnig að spila virkilega vel. Staðan var 57-54 í hálfleik og heimamenn heldur betur mættir til leiks. Snæfellingar léku frábærlega í fyrsta leikhlutanum en í þeim öðrum náði þeir aðeins að skora 11 stig og spiluðu skelfilega. Liðin skiptust síðan á að hafa forystu í þriðja leikhlutanum og munurinn var sjaldan meira en eitt stig. Þegar komið var í fjórða og síðasta leikhlutann var staðan 80-80 og allt í járnum. Fjölnismenn skoruðu átta stig í röð í byrjun fjórða leikhlutans og komust í 88-80. Ægir Þór Steinarsson hélt áfram að stríða Snæfellingum og var að leika óaðfinnanlega. Snæfellingar hittu úr fáum skotum og ekkert virtist ganga upp hjá þeim. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellinga, ákvað þá að tala leikhlé og messa yfir sínum mönnum. Það var allt annað lið sem kom til leiks eftir leikhléið og Snæfellingar skoruðu 14 stig í röð á stuttum tíma, staðan var þá orðin 88-94 gestunum í vil. Magnaður sprettur hjá meisturunum og mikil spennan hélst í leiknum. Snæfellingar náðu að halda nokkra stiga forystu út leiktímann og unnu fínan sigur 102 - 97. Fjölnismenn geta farið fullir sjálfstraust frá þessum leik og voru að spila mjög vel á köflum. Snæfellingar verða án efa sterkir í vetur en þeir eru með gríðarlega breiðan og sterkan hóp.Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 25/4 fráköst/ 11 stoðsendingar, Ben Stywall 25/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12/2 fráköst, Jón Sverrisson 7/ 3 fráköst, Trausti Eiríksson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/5 fráköst, Sindri Kárason 2,Snæfell: Ryan Anthony Amoroso 31/ 13 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 19/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18, Sean Burton 12/7 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 10/ 4 stoðsendingar, Lauris Mizis 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Egill Eigilsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2, Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Íslandsmeistararnir í Snæfell byrjuðu leiktímabilið eins og þeir enduðu það síðasta með fínum sigri á Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn nánast allan tíman og liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Þegar upp var staðið var reynsla Snæfellinga það sem gerði gæfumuninn og þeir unnu að lokum 102-97. Heimamenn byrjuðu betur og komust í 6-2 en þá tóku Íslandsmeistararnir við og fóru í gang með mikla skotsýningu en varla skota fór forgörðum hjá þeim í fyrsta leikhlutanum. Fyrsti leikhlutinn minnti óneitanlega á fyrsta tíu mínúturnar í fimmta leik úrslitaeinvígisins á síðustu leiktíð þegar Snæfellingar unnu Keflvíkinga og skoruðu heil 37 stig í fyrsta leikhluta. Staðan var 31-43 Snæfellingum í vil eftir einn leikhluta. Fjölnismenn voru samt sem áður að spila ágætlega og leikurinn galopinn. Fjölnismenn byrjuðu annan leikhluta mjög vel og minnkuðu muninn í 48-44. Snæfellingar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun og áttu erfitt með að hitta í kröfuna. Þegar um 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Fjölnismenn að komast yfir 51-50. Snæfellingar réðu ekkert við Ægir Þór Steinarsson, leikmann Fjölnis en hann er aðeins 19 ára og gríðarlegt efni. Ben Stywall, nýr leikmaður Fjölnis, var einnig að spila virkilega vel. Staðan var 57-54 í hálfleik og heimamenn heldur betur mættir til leiks. Snæfellingar léku frábærlega í fyrsta leikhlutanum en í þeim öðrum náði þeir aðeins að skora 11 stig og spiluðu skelfilega. Liðin skiptust síðan á að hafa forystu í þriðja leikhlutanum og munurinn var sjaldan meira en eitt stig. Þegar komið var í fjórða og síðasta leikhlutann var staðan 80-80 og allt í járnum. Fjölnismenn skoruðu átta stig í röð í byrjun fjórða leikhlutans og komust í 88-80. Ægir Þór Steinarsson hélt áfram að stríða Snæfellingum og var að leika óaðfinnanlega. Snæfellingar hittu úr fáum skotum og ekkert virtist ganga upp hjá þeim. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellinga, ákvað þá að tala leikhlé og messa yfir sínum mönnum. Það var allt annað lið sem kom til leiks eftir leikhléið og Snæfellingar skoruðu 14 stig í röð á stuttum tíma, staðan var þá orðin 88-94 gestunum í vil. Magnaður sprettur hjá meisturunum og mikil spennan hélst í leiknum. Snæfellingar náðu að halda nokkra stiga forystu út leiktímann og unnu fínan sigur 102 - 97. Fjölnismenn geta farið fullir sjálfstraust frá þessum leik og voru að spila mjög vel á köflum. Snæfellingar verða án efa sterkir í vetur en þeir eru með gríðarlega breiðan og sterkan hóp.Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 25/4 fráköst/ 11 stoðsendingar, Ben Stywall 25/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12/2 fráköst, Jón Sverrisson 7/ 3 fráköst, Trausti Eiríksson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/5 fráköst, Sindri Kárason 2,Snæfell: Ryan Anthony Amoroso 31/ 13 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 19/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18, Sean Burton 12/7 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 10/ 4 stoðsendingar, Lauris Mizis 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Egill Eigilsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2,
Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira