Hvatt til dáða Davíð Þór Jónsson skrifar 16. október 2010 00:01 Landið út við ysta sæ oft er súrt að gista, en bölvað ástand bætir æ að berja nýnasista. Unun veitir, ætla ég, sem alldjúpt muni rista og fráleitt vera leiðinleg, að lemja nýnasista. Svona lagað svínarí er svívirða að vista. Byrjum þegar bernsku í að banka nýnasista Hýða má og hæða hvasst, höggva í spað og kvista, bæði klípa, bíta fast og buffa nýnasista. Allir þeir sem yndi sjá í ýmsum fögrum listum láti ekki líða hjá að lumbra á nýnasistum. Íslendingur, af þér slen ættir þú að hrista. Engin list er ljúfari en að lemstra nýnasista. Frá því merlar morgundögg uns myrkva fer og frysta látum dynja hnefahögg á hausum nýnasista. Svo við getum sofið rótt, sæl við hafið ysta, verum dugleg dag og nótt að dangla í nýnasista Í víti senda vonda skal veginn allra stysta. Ég mana því hvern mætan hal að mauka nýnasista. Þar til bera burtu þarf bjánana í kistum, það sé landans líf og starf að lúskra á nýnasistum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun
Landið út við ysta sæ oft er súrt að gista, en bölvað ástand bætir æ að berja nýnasista. Unun veitir, ætla ég, sem alldjúpt muni rista og fráleitt vera leiðinleg, að lemja nýnasista. Svona lagað svínarí er svívirða að vista. Byrjum þegar bernsku í að banka nýnasista Hýða má og hæða hvasst, höggva í spað og kvista, bæði klípa, bíta fast og buffa nýnasista. Allir þeir sem yndi sjá í ýmsum fögrum listum láti ekki líða hjá að lumbra á nýnasistum. Íslendingur, af þér slen ættir þú að hrista. Engin list er ljúfari en að lemstra nýnasista. Frá því merlar morgundögg uns myrkva fer og frysta látum dynja hnefahögg á hausum nýnasista. Svo við getum sofið rótt, sæl við hafið ysta, verum dugleg dag og nótt að dangla í nýnasista Í víti senda vonda skal veginn allra stysta. Ég mana því hvern mætan hal að mauka nýnasista. Þar til bera burtu þarf bjánana í kistum, það sé landans líf og starf að lúskra á nýnasistum.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun