Stríðum vinum 18. júní 2010 00:01 Í dag er átjándi júní um allt land. Sem þýðir að í gær var sautjándi júní um allt land og gott ef ekki allan heim líka. Ísland var örugglega víðgóma um heiminn þveran og endilangan í gær. Ég sé fyrir mér umræðurnar á kaffistofunum á vinnustöðum utan landsteinanna þar sem var auðvitað ekki frí heldur bara venjulegur vinnudagur: „Hey, það er þjóðhátíðardagur Íslendinga í dag. Skyldi vera hætt að gjósa hjá þeim? En hrynja? Eiga þeir enn þá fallegustu konurnar og besta fiskinn? Heitasta vatnið? Eigum við að taka þá inn í félagið? Best að kíkja aðeins aftur á myndbandið sem ég fékk um daginn frá Íslandi, dansinn við frumskógartrommuna. Eru frumskógar á Íslandi?“ Að bera á góma er annars sérkennilegt orðatiltæki og merkir að vera í umræðunni. En hvað þýðir það eiginlega? Þýðir það að orðin liggi á tanngómunum, svona eins og þegar þau eru á allra vörum? Eða eru það fingurgómarnir sem orðin eru borin á og hvort eru þau þá borin á eins og krem eða borin á fingurgómum sér eins og dýrmætt postulín? Orðtök eru vandskilin en kannski er það einmitt þess vegna sem gaman er að nota þau og jafnvel snúa út úr þeim. Og ljóð geta verið torræð líka. Ég eyddi gærdeginum í að syngja Öxar við ána með fjögurra ára dóttur minni sem finnst lagið það skemmtilegasta í heimi og kann allan textann mjög samviskusamlega en hefur ekki hugmynd um hvað hann þýðir. Sjálf man ég eftir að hafa séð fyrir mér umfangsmikið skógarhögg við ónefnda á og það einnig löngu eftir að ég vissi að sögnin að öxa væri ekki til og hefði aldrei verið til í íslensku máli. Það var líka þetta með að skjóta fánanum í geimflaug til tunglsins. Og svo þetta með að stríða vinum sínum. Hvers konar boðskapur er það eiginlega í ljóði sem einna helst er sungið í skrúðgöngu á sautjánda júní? Íslensk tunga er dásamleg. Svo full af orðum og hljóðum og blæbrigðum og litum og myndum. Og ekkert mál að skilja eða misskilja málið eins og hverjum og einum hentar. Þannig læra börnin að fyrir þeim sé haft. Er það ekki bara málið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun
Í dag er átjándi júní um allt land. Sem þýðir að í gær var sautjándi júní um allt land og gott ef ekki allan heim líka. Ísland var örugglega víðgóma um heiminn þveran og endilangan í gær. Ég sé fyrir mér umræðurnar á kaffistofunum á vinnustöðum utan landsteinanna þar sem var auðvitað ekki frí heldur bara venjulegur vinnudagur: „Hey, það er þjóðhátíðardagur Íslendinga í dag. Skyldi vera hætt að gjósa hjá þeim? En hrynja? Eiga þeir enn þá fallegustu konurnar og besta fiskinn? Heitasta vatnið? Eigum við að taka þá inn í félagið? Best að kíkja aðeins aftur á myndbandið sem ég fékk um daginn frá Íslandi, dansinn við frumskógartrommuna. Eru frumskógar á Íslandi?“ Að bera á góma er annars sérkennilegt orðatiltæki og merkir að vera í umræðunni. En hvað þýðir það eiginlega? Þýðir það að orðin liggi á tanngómunum, svona eins og þegar þau eru á allra vörum? Eða eru það fingurgómarnir sem orðin eru borin á og hvort eru þau þá borin á eins og krem eða borin á fingurgómum sér eins og dýrmætt postulín? Orðtök eru vandskilin en kannski er það einmitt þess vegna sem gaman er að nota þau og jafnvel snúa út úr þeim. Og ljóð geta verið torræð líka. Ég eyddi gærdeginum í að syngja Öxar við ána með fjögurra ára dóttur minni sem finnst lagið það skemmtilegasta í heimi og kann allan textann mjög samviskusamlega en hefur ekki hugmynd um hvað hann þýðir. Sjálf man ég eftir að hafa séð fyrir mér umfangsmikið skógarhögg við ónefnda á og það einnig löngu eftir að ég vissi að sögnin að öxa væri ekki til og hefði aldrei verið til í íslensku máli. Það var líka þetta með að skjóta fánanum í geimflaug til tunglsins. Og svo þetta með að stríða vinum sínum. Hvers konar boðskapur er það eiginlega í ljóði sem einna helst er sungið í skrúðgöngu á sautjánda júní? Íslensk tunga er dásamleg. Svo full af orðum og hljóðum og blæbrigðum og litum og myndum. Og ekkert mál að skilja eða misskilja málið eins og hverjum og einum hentar. Þannig læra börnin að fyrir þeim sé haft. Er það ekki bara málið?
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun