Upprennandi stórstjarna Trausti Júlíusson skrifar 24. nóvember 2010 06:00 Allt sem þú átt með Friðriki Dór. Tónlist Allt sem þú átt Friðrik Dór Friðrik Dór er 22ja ára söngvari og lagasmiður úr Hafnarfirði sem hefur verið að gera það gott að undanförnu með lögum eins og Hlið við hlið, Á sama stað og Fyrir hana. Allt sem þú átt er hans fyrsta plata og það er hægt að segja það strax að strákurinn byrjar með stæl. Friðrik Dór semur lögin og textana sjálfur, en flest lögin eru tekin upp og útsett af upptökutvíeykinu Redd Lights sem eru þeir Jóhann Bjarkason og Ingi Már Úlfarsson. Tónlistin á Allt sem þú átt er r&b-litað popp af þeirri tegund sem gjarnan hljómar á FM957 og Kananum. Friðrik hefur fína poppsöngrödd og lögin hans eru mörg fín. Textarnir, sem eru á íslensku, fjalla um stelpur, sambönd og djamm og eru fínir fyrir svona tónlist. Það er líka flottur hljómur á plötunni og greinilegt að Redd Lights (og Stop Wait Go sem koma við sögu í þremur lögum) kunna alveg að búa til nútímalegt popp af þessu tagi. Það eina sem hægt er að finna að plötunni er að lögin eru sum svolítið keimlík og sömu hljóðeffektarnir víða áberandi. Á heildina litið er þetta samt flott frumsmíð. Maður bíður spenntur eftir meira efni, bæði frá Friðriki Dór og Redd Lights! Niðurstaða: Friðrik Dór stimplar sig inn í íslenskt popplandslag með fínni frumsmíð. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist Allt sem þú átt Friðrik Dór Friðrik Dór er 22ja ára söngvari og lagasmiður úr Hafnarfirði sem hefur verið að gera það gott að undanförnu með lögum eins og Hlið við hlið, Á sama stað og Fyrir hana. Allt sem þú átt er hans fyrsta plata og það er hægt að segja það strax að strákurinn byrjar með stæl. Friðrik Dór semur lögin og textana sjálfur, en flest lögin eru tekin upp og útsett af upptökutvíeykinu Redd Lights sem eru þeir Jóhann Bjarkason og Ingi Már Úlfarsson. Tónlistin á Allt sem þú átt er r&b-litað popp af þeirri tegund sem gjarnan hljómar á FM957 og Kananum. Friðrik hefur fína poppsöngrödd og lögin hans eru mörg fín. Textarnir, sem eru á íslensku, fjalla um stelpur, sambönd og djamm og eru fínir fyrir svona tónlist. Það er líka flottur hljómur á plötunni og greinilegt að Redd Lights (og Stop Wait Go sem koma við sögu í þremur lögum) kunna alveg að búa til nútímalegt popp af þessu tagi. Það eina sem hægt er að finna að plötunni er að lögin eru sum svolítið keimlík og sömu hljóðeffektarnir víða áberandi. Á heildina litið er þetta samt flott frumsmíð. Maður bíður spenntur eftir meira efni, bæði frá Friðriki Dór og Redd Lights! Niðurstaða: Friðrik Dór stimplar sig inn í íslenskt popplandslag með fínni frumsmíð.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira