Góða mamma Brynhildur Björnsdóttir skrifar 26. febrúar 2010 06:00 Ég á tvær fullkomnar dætur og ég held að ég sé bara þokkalegasta mamma. Ég syng fyrir þær og hlæ með þeim, les og teikna, púsla og perla, snýti, skeini og skipti á bleyjum, plástra og mæli, hugga og hæli. Ég vanda mig. Og hef alla tíð gert, frá upphafi meðgangna og til dagsins í dag. Þess vegna ætlaði ég mér að sjálfsögðu að hafa þær á brjósti. Allar konur geta haft börnin sín á brjósti og það er það langbesta sem hægt er að gera fyrir börn. Sögðu heilbrigðisstarfsmenn og bækur og Netið og allir. Og ég trúði því. Allar konur, það er að segja, nema ég. Alveg sama hvað ég reyndi (nudd, bakstra, hylki, te, pumpu, rafmagnspumpu, hjálparbrjóst, nefndu það), ég bjó ekki til nóg af mjólk til að næra börnin mín sem sultu fyrstu vikurnar á meðan á þessum tilraunum stóð. Mér mistókst þetta aðalhlutverk hverrar móður. Og var miður mín. Ég fór til brjóstagjafaráðgjafa sem gaf í skyn að það væri leti og sérhlífni sem kæmi í veg fyrir að börnin mín fengju það sama og önnur börn. Ekki varð það til að lappa upp á móðursjálfsmyndina. Og þó þurrmjólk sé sennilega fullkomnasti matur sem nokkru sinni hefur verið búinn til utan mannslíkama fannst mér samt að ég væri að gefa börnunum mínum eitur þegar ég loks gafst upp og stakk pelanum upp í þær. Ég var versta mamma í heimi. Þangað til ég vogaði mér að tala um hvernig mér leið við ættingja og vinkonur. Þá kom í ljós fjöldinn allur af mömmum sem höfðu heldur ekki getað brjóstfætt börnin sín sem síðan uxu upp til að verða fyrirmyndarfólk. Eins og dætur mínar sýna alla burði til að verða. Móðurmjólk er auðvitað frábær en það geta ekki allar konur haft börnin sín eingöngu á brjósti. Þær vilja það hins vegar langflestar. Því er það rangt og ljótt af heilbrigðisstarfsfólki að predika brjóstagjöf eins og guðspjall og láta mæðrum líða eins og þær séu annars flokks ef téð brjóstagjöf gengur ekki sem skyldi. Það gerir mömmur óhamingjusamar og það er alls ekki gott fyrir börn. Góðar mömmur annast börnin sín, knúsa og næra og gefa þeim góða mjólk að drekka. Þótt þær hafi ekki búið hana til sjálfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Ég á tvær fullkomnar dætur og ég held að ég sé bara þokkalegasta mamma. Ég syng fyrir þær og hlæ með þeim, les og teikna, púsla og perla, snýti, skeini og skipti á bleyjum, plástra og mæli, hugga og hæli. Ég vanda mig. Og hef alla tíð gert, frá upphafi meðgangna og til dagsins í dag. Þess vegna ætlaði ég mér að sjálfsögðu að hafa þær á brjósti. Allar konur geta haft börnin sín á brjósti og það er það langbesta sem hægt er að gera fyrir börn. Sögðu heilbrigðisstarfsmenn og bækur og Netið og allir. Og ég trúði því. Allar konur, það er að segja, nema ég. Alveg sama hvað ég reyndi (nudd, bakstra, hylki, te, pumpu, rafmagnspumpu, hjálparbrjóst, nefndu það), ég bjó ekki til nóg af mjólk til að næra börnin mín sem sultu fyrstu vikurnar á meðan á þessum tilraunum stóð. Mér mistókst þetta aðalhlutverk hverrar móður. Og var miður mín. Ég fór til brjóstagjafaráðgjafa sem gaf í skyn að það væri leti og sérhlífni sem kæmi í veg fyrir að börnin mín fengju það sama og önnur börn. Ekki varð það til að lappa upp á móðursjálfsmyndina. Og þó þurrmjólk sé sennilega fullkomnasti matur sem nokkru sinni hefur verið búinn til utan mannslíkama fannst mér samt að ég væri að gefa börnunum mínum eitur þegar ég loks gafst upp og stakk pelanum upp í þær. Ég var versta mamma í heimi. Þangað til ég vogaði mér að tala um hvernig mér leið við ættingja og vinkonur. Þá kom í ljós fjöldinn allur af mömmum sem höfðu heldur ekki getað brjóstfætt börnin sín sem síðan uxu upp til að verða fyrirmyndarfólk. Eins og dætur mínar sýna alla burði til að verða. Móðurmjólk er auðvitað frábær en það geta ekki allar konur haft börnin sín eingöngu á brjósti. Þær vilja það hins vegar langflestar. Því er það rangt og ljótt af heilbrigðisstarfsfólki að predika brjóstagjöf eins og guðspjall og láta mæðrum líða eins og þær séu annars flokks ef téð brjóstagjöf gengur ekki sem skyldi. Það gerir mömmur óhamingjusamar og það er alls ekki gott fyrir börn. Góðar mömmur annast börnin sín, knúsa og næra og gefa þeim góða mjólk að drekka. Þótt þær hafi ekki búið hana til sjálfar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun