Harðræði hefur hert þorskinn 7. nóvember 2010 06:45 Hægt er að sjá myndina í stærri upplausn með því að smella á hana. Með erfðafræði- og vistfræðilegum aðferðum er reynt að meta hversu vel þorskur getur staðið af sér loftslagsbreytingar. Mikilvægi hans fyrir efnahag fjölda þjóða er gríðarlegt og svo hefur það verið um aldir og eru engar fréttir fyrir Íslendinga. Þorskurinn leikur stórt hlutverk í sögu og menningu þeirra þjóða sem hann hafa nýtt. Hópar vísindamanna frá löndum við Norður-Atlantshaf einbeita sér að rannsóknum á þróun Atlantshafsþorsksins. Þeir horfa mörg þúsund ár aftur í tímann til að svara þeirri spurningu hvernig þorskurinn er undir það búinn að mæta breytingum í vistkerfi sínu vegna loftslagsbreytinga. Sagan kennir að þorskurinn sé ágætlega búinn til að mæta þeim breytingum sem hlýnun jarðar mun nær óumflýjanlega hafa.Þeir sterkustu lifa Af þeim dýrum og jurtum sem við þekkjum til var aðeins lítill hluti kominn fram fyrir síðustu ísöld. Aðeins harðgerðustu dýrin, og þau sem höfðu mesta aðlögunarhæfni, lifðu af harðindaskeiðin þegar ís huldi meirihluta jarðkringlunnar. Líf á landi hefur verið kortlagt af nokkurri nákvæmni en það sama verður ekki sagt um hafið. "Það er sáralítið af steingervingum til að staðsetja einstakar fisktegundir. Sérstök skilyrði þarf til varðveislu af þessu tagi og sérstaklega lítið er til af steingerðum fiskum úr sjó," segir Geir Ottesen, sérfræðingur á norsku Hafrannsóknastofnuninni. Geir segir þorskinn hafa þolað harðræði ísaldarinnar vel. Hann var að finna um allt Atlantshafið, bæði fyrir og á meðan ísaldarskeiðið var hvað harðast fyrir um tuttugu þúsund árum. Spurningin er hvernig hægt er að meta hvaða áhrif breytingar í vistkerfinu hafa þegar heimildir eru af skornum skammti. Aðferðin felur í sér að kortleggja genauppbyggingu þorskstofnanna og byggja upp líkan af líklegum vistfræðilegum aðstæðum í fortíðinni. Hvað þorskinn varðar er teiknað upp hvar yfir höfuð var sjór. Norður-Atlantshafið var aðeins fjórðungur þess sem það er í dag. Talið er að sjávarborð hafi verið 130 metrum undir því sem við þekkjum. Norska Hafrannsóknastofnunin er aðeins einn vettvangur rannsókna á þorskinum í þessu tilliti. Annar hópur vísindamanna starfar að því að rannsaka loftslagsbreytingar með tilliti til áhrifa á þorskinn og iðnað norðlægra ríkja sem á þessum undrafiski byggir. Hópurinn, NCoE, starfar undir norræna rannsóknarráðinu (NordForsk) sem er sjálfstæð norræn stofnun sem styrkir rannsóknarstarf og vísindamenntun á Norðurlöndum. Þar er lögð þverfagleg mælistika á rannsóknarspurninguna um þróun þorsksins.Ísland Í þessu samhengi má koma fram að viðamikil erfðafræðileg rannsókn Einars Árnasonar, prófessors við Háskóla Íslands, bendir til að þorskurinn á íslensku grunnslóðinni sé sérstök arfgerð. Önnur arfgerð sé djúpsjávarþorskurinn. Þar spyrja menn sig hvort veiðiálag á grunnslóðinni ógni stofninum sem þar lifir; að það geti haft áhrif á erfðasamsetningu stofnsins hvernig veiðarnar eru stundaðar.Ísöld Síðustu ísöld lauk fyrir um tíu þúsund árum en hún hafði staðið yfir í um 2,8 milljónir ára. Þegar jökullinn var sem mestur á norðurhveli jarðar teygði hann sig langt suður til Þýskalands og í Norður-Ameríku lá jökulröndin við vötnin miklu, þar sem nú eru landamæri Kanada og Bandaríkjanna. Ísland lá undir þykkum jökulís á þessum tíma. Gadiform-fiskar (þorskfjölskyldan) finnast fyrst sem steingervingar fyrir um 40-50 milljónum árum. Þessir fiskar voru óásjálegir botnfiskar á djúpsævi. Kólnun og lækkandi sjávarborð opnuðu dyrnar fyrir þróun þorsksins eins og við þekkjum hann í Norður-Atlantshafinu. Eystri hlutinn einangrast frá hlýrri hafsvæðum og þorskfiskar birtast fyrst þar sem ráðandi fiskitegundir. Þorskurinn er á meðal fárra fiska sem eiga tegundarupphaf sitt á landgrunninu við Norður-Atlantshafið. Frá upphafi sínu við Norðursjóinn dreifast þeir svo til Íslands, Grænlands, Labrador og Nýfundnalands og svo suður á bóginn í hinum svala strandsjó við austurströnd Bandaríkjanna. Þetta er því sviðið þar sem nútíma þorskfiskar þróuðust fyrir fimm til tíu milljónum ára og urðu síðar ráðandi tegundir á grunnslóð.Fiskur fangaður í körfur Þorskstofninn við Nýfundnaland og Labrador, norðurstofninn svokallaði, var líklega stærsti þorskstofn í heimi, en frá árinu 1992 hefur verið í gildi svo til algjört veiðibann og aðeins málamyndakvótar verið gefnir út síðustu ár. Ástæðan er einföld; þorskstofninn hrundi á tiltölulega stuttum tíma. Strandveiðimenn og stærstur hluti vísindasamfélagsins í Kanada segja ástæðuna gegndarlausa rányrkju alþjóðlegs flota sem veiddi gífurlegt magn þorsks um áratuga skeið, áður en fiskveiðilögsaga Kanada var færð út í 200 mílur. Sökin liggur þó einnig að þeirra mati í togveiðum Kanadamanna sjálfra eftir að alþjóðlegi flotinn hafði horfið af miðunum; kanadísku togararnir veittu stofninum náðarhöggið. Aðrir, þar á meðal íslenskir fiskifræðingar, hafa bent á að ástæðan fyrir hruni stofnsins hafi verið líffræðilegs eðlis. Öll rannsóknargögn bendi til að stofninn hafi verið á hungurmörkum vegna skyndilegra umhverfisbreytinga. Á sama tíma var haldið aftur af veiðum og fiski fjölgaði, fæðubúrið tæmdist, náttúran greip í taumana og stofninn féll úr hor. Í Kanada standa nú yfir rannsóknir á því hvort ofveiðin hafi breytt erfðamengi stofnsins og leitað skýringa á því að stofninn hefur ekki rétt úr kútnum eftir nær tuttugu ára veiðibann. Hrun þessa þorskstofns hefur þó orðið fleirum að yrkisefni þótt nálgunin sé allt önnur (og umdeildari). Ævisaga þorsksins Bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mark Kurlansky sendi árið 1997 frá sér bókina Ævisaga þorsksins. Í undirtitli bókarinnar fullyrðir hann að þorskurinn sé sá fiskur sem breytt hafi heiminum. Í bókinni leitar hann víða fanga til að renna stoðum undir þessa fullyrðingu "...og í leiðinni stillir hann sögu Íslands í alþjóðlegt samhengi betur en áður hefur verið gert," eins og segir í formála þýðandans, Ólafs Hannibalssonar, en bókin kom út á Íslandi árið 1998. Kurlansky og Ólafur skoða þorskinn út frá allt öðrum forsendum en vísindamenn sem hér hafa verið nefndir til sögunnar. Hægt er að lesa framhaldið hér. Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Með erfðafræði- og vistfræðilegum aðferðum er reynt að meta hversu vel þorskur getur staðið af sér loftslagsbreytingar. Mikilvægi hans fyrir efnahag fjölda þjóða er gríðarlegt og svo hefur það verið um aldir og eru engar fréttir fyrir Íslendinga. Þorskurinn leikur stórt hlutverk í sögu og menningu þeirra þjóða sem hann hafa nýtt. Hópar vísindamanna frá löndum við Norður-Atlantshaf einbeita sér að rannsóknum á þróun Atlantshafsþorsksins. Þeir horfa mörg þúsund ár aftur í tímann til að svara þeirri spurningu hvernig þorskurinn er undir það búinn að mæta breytingum í vistkerfi sínu vegna loftslagsbreytinga. Sagan kennir að þorskurinn sé ágætlega búinn til að mæta þeim breytingum sem hlýnun jarðar mun nær óumflýjanlega hafa.Þeir sterkustu lifa Af þeim dýrum og jurtum sem við þekkjum til var aðeins lítill hluti kominn fram fyrir síðustu ísöld. Aðeins harðgerðustu dýrin, og þau sem höfðu mesta aðlögunarhæfni, lifðu af harðindaskeiðin þegar ís huldi meirihluta jarðkringlunnar. Líf á landi hefur verið kortlagt af nokkurri nákvæmni en það sama verður ekki sagt um hafið. "Það er sáralítið af steingervingum til að staðsetja einstakar fisktegundir. Sérstök skilyrði þarf til varðveislu af þessu tagi og sérstaklega lítið er til af steingerðum fiskum úr sjó," segir Geir Ottesen, sérfræðingur á norsku Hafrannsóknastofnuninni. Geir segir þorskinn hafa þolað harðræði ísaldarinnar vel. Hann var að finna um allt Atlantshafið, bæði fyrir og á meðan ísaldarskeiðið var hvað harðast fyrir um tuttugu þúsund árum. Spurningin er hvernig hægt er að meta hvaða áhrif breytingar í vistkerfinu hafa þegar heimildir eru af skornum skammti. Aðferðin felur í sér að kortleggja genauppbyggingu þorskstofnanna og byggja upp líkan af líklegum vistfræðilegum aðstæðum í fortíðinni. Hvað þorskinn varðar er teiknað upp hvar yfir höfuð var sjór. Norður-Atlantshafið var aðeins fjórðungur þess sem það er í dag. Talið er að sjávarborð hafi verið 130 metrum undir því sem við þekkjum. Norska Hafrannsóknastofnunin er aðeins einn vettvangur rannsókna á þorskinum í þessu tilliti. Annar hópur vísindamanna starfar að því að rannsaka loftslagsbreytingar með tilliti til áhrifa á þorskinn og iðnað norðlægra ríkja sem á þessum undrafiski byggir. Hópurinn, NCoE, starfar undir norræna rannsóknarráðinu (NordForsk) sem er sjálfstæð norræn stofnun sem styrkir rannsóknarstarf og vísindamenntun á Norðurlöndum. Þar er lögð þverfagleg mælistika á rannsóknarspurninguna um þróun þorsksins.Ísland Í þessu samhengi má koma fram að viðamikil erfðafræðileg rannsókn Einars Árnasonar, prófessors við Háskóla Íslands, bendir til að þorskurinn á íslensku grunnslóðinni sé sérstök arfgerð. Önnur arfgerð sé djúpsjávarþorskurinn. Þar spyrja menn sig hvort veiðiálag á grunnslóðinni ógni stofninum sem þar lifir; að það geti haft áhrif á erfðasamsetningu stofnsins hvernig veiðarnar eru stundaðar.Ísöld Síðustu ísöld lauk fyrir um tíu þúsund árum en hún hafði staðið yfir í um 2,8 milljónir ára. Þegar jökullinn var sem mestur á norðurhveli jarðar teygði hann sig langt suður til Þýskalands og í Norður-Ameríku lá jökulröndin við vötnin miklu, þar sem nú eru landamæri Kanada og Bandaríkjanna. Ísland lá undir þykkum jökulís á þessum tíma. Gadiform-fiskar (þorskfjölskyldan) finnast fyrst sem steingervingar fyrir um 40-50 milljónum árum. Þessir fiskar voru óásjálegir botnfiskar á djúpsævi. Kólnun og lækkandi sjávarborð opnuðu dyrnar fyrir þróun þorsksins eins og við þekkjum hann í Norður-Atlantshafinu. Eystri hlutinn einangrast frá hlýrri hafsvæðum og þorskfiskar birtast fyrst þar sem ráðandi fiskitegundir. Þorskurinn er á meðal fárra fiska sem eiga tegundarupphaf sitt á landgrunninu við Norður-Atlantshafið. Frá upphafi sínu við Norðursjóinn dreifast þeir svo til Íslands, Grænlands, Labrador og Nýfundnalands og svo suður á bóginn í hinum svala strandsjó við austurströnd Bandaríkjanna. Þetta er því sviðið þar sem nútíma þorskfiskar þróuðust fyrir fimm til tíu milljónum ára og urðu síðar ráðandi tegundir á grunnslóð.Fiskur fangaður í körfur Þorskstofninn við Nýfundnaland og Labrador, norðurstofninn svokallaði, var líklega stærsti þorskstofn í heimi, en frá árinu 1992 hefur verið í gildi svo til algjört veiðibann og aðeins málamyndakvótar verið gefnir út síðustu ár. Ástæðan er einföld; þorskstofninn hrundi á tiltölulega stuttum tíma. Strandveiðimenn og stærstur hluti vísindasamfélagsins í Kanada segja ástæðuna gegndarlausa rányrkju alþjóðlegs flota sem veiddi gífurlegt magn þorsks um áratuga skeið, áður en fiskveiðilögsaga Kanada var færð út í 200 mílur. Sökin liggur þó einnig að þeirra mati í togveiðum Kanadamanna sjálfra eftir að alþjóðlegi flotinn hafði horfið af miðunum; kanadísku togararnir veittu stofninum náðarhöggið. Aðrir, þar á meðal íslenskir fiskifræðingar, hafa bent á að ástæðan fyrir hruni stofnsins hafi verið líffræðilegs eðlis. Öll rannsóknargögn bendi til að stofninn hafi verið á hungurmörkum vegna skyndilegra umhverfisbreytinga. Á sama tíma var haldið aftur af veiðum og fiski fjölgaði, fæðubúrið tæmdist, náttúran greip í taumana og stofninn féll úr hor. Í Kanada standa nú yfir rannsóknir á því hvort ofveiðin hafi breytt erfðamengi stofnsins og leitað skýringa á því að stofninn hefur ekki rétt úr kútnum eftir nær tuttugu ára veiðibann. Hrun þessa þorskstofns hefur þó orðið fleirum að yrkisefni þótt nálgunin sé allt önnur (og umdeildari). Ævisaga þorsksins Bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mark Kurlansky sendi árið 1997 frá sér bókina Ævisaga þorsksins. Í undirtitli bókarinnar fullyrðir hann að þorskurinn sé sá fiskur sem breytt hafi heiminum. Í bókinni leitar hann víða fanga til að renna stoðum undir þessa fullyrðingu "...og í leiðinni stillir hann sögu Íslands í alþjóðlegt samhengi betur en áður hefur verið gert," eins og segir í formála þýðandans, Ólafs Hannibalssonar, en bókin kom út á Íslandi árið 1998. Kurlansky og Ólafur skoða þorskinn út frá allt öðrum forsendum en vísindamenn sem hér hafa verið nefndir til sögunnar. Hægt er að lesa framhaldið hér.
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira