Rannsókn á kæru Öldu Hrannar Jóhannsdóttur saksóknara í efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra á hendur forvera sínum í starfi, Helga Magnúsi Gunnarssyni, hefur verið hætt.
Karl Ingi Vilbergsson, varasaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að málinu hafi verið vísað frá lögreglurannsókn fyrir um tveimur vikum, en þá hafði Alda Hrönn 30 daga frest til að bera ákvörðunina undir ríkissaksóknara. Ekki hefur fengist staðfest hvort það hafi verið gert en Alda Hrönn vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag.
Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.