Níu þristar Magnúsar ekki nóg - Njarðvík vann Keflavík í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2011 21:07 Guðmundur Jónsson lék vel í kvöld. Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengdan leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til og heimamenn unnu seiglusigur eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Giordan Watson, nýi bandaríski bakvörður Njarðvíkinga, skoraði 40 stig í sínum fyrsta leik með liðinu og var stigahæstur. Guðmundur Jónsson skoraði 24 stig. Magnús Þór Gunnarsson fór á kostum á móti sínum gömlu félögum og skoraði 30 stig en hann setti niður 9 af 14 þriggja stiga skotum sínum. Hörður Axel Vilghjálmsson var með 22 stig og Andrija Ciric skoraði 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur, komust í 5-0 og 15-7 og voru 21-9 yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Guðmundur Jónsson fór þá í gang og skoraði þrjá þrista á stuttum tíma og Njarðvík var búið að minnka muninn í 21-23 áður en leikhlutinn var úti. Keflvík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta og komst yfir í 28-21 en tveir þristar í röð frá nýja bandaríska bakverðinum, Giordan Watson, kom muninum niður í eitt stig. Leikurinn var síðan jafn fram að hálfleik þar sem liðin skiptust nokkrum sinnum á því að hafa forystu en staðan í hálfleik var 45-43 fyrir Keflavík. Magnús Þór Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn á því að skora þrist og koma Keflavík í 48-43 en Njarðvíkingar komu strax til baka og jöfnuðu leikinn í 48-48. Liðin skiptustu síðan á því að hafa forystu í þriðja leikhlutanum en Keflavík var sterkari í lok hans og komst fimm stigum yfir, 75-70, fyrir lokaleikhlutann. Keflavík var skrefinu á undan í fjórða leikhluta en tókst þó aldrei að slíta sig almennilega frá Njarðvíkingum sem komu til baka í lokin og lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Magnús setti niður sinn sjöunda þrist og kom Keflavík í 88-82 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu í framhaldinu sjö stig í röð og komust yfir í 89-88. Áttundi þristur Magnúsar kom Keflavík í 91-89 en Watson jafnaði leikinn jafnharðan. Andrija Ciric skoraði úr tveimur vítum fyrir Keflavík og kom þeim yfir í 93-91 þegar 48 sekúndur voru eftir. Watson jafnaði aftur í 93-93 þegar 37 sekúndur voru eftir. Það urðu lokastigin í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Keflavík skoraði fimm fyrstu stig framlengingarinnar og komst í 98-93 en Njarðvík náði að jafna á ný í 99-99. Keflavík komst í 102-99 en Njarðvík skoraði fimm síðustu stig leiksins og tryggði sér mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Njarðvík-Keflavík 104-102 (21-23, 22-22, 27-30, 23-18, 11-9)Stig Njarðvíkur: Giordan Watson 40/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 24/8 fráköst, Nenad Tomasevic 13, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Páll Kristinsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/12 fráköst.Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 30, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Andrija Ciric 17/7 fráköst, Thomas Sanders 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 7/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Halldór Örn Halldórsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Sjá meira
Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengdan leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til og heimamenn unnu seiglusigur eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Giordan Watson, nýi bandaríski bakvörður Njarðvíkinga, skoraði 40 stig í sínum fyrsta leik með liðinu og var stigahæstur. Guðmundur Jónsson skoraði 24 stig. Magnús Þór Gunnarsson fór á kostum á móti sínum gömlu félögum og skoraði 30 stig en hann setti niður 9 af 14 þriggja stiga skotum sínum. Hörður Axel Vilghjálmsson var með 22 stig og Andrija Ciric skoraði 17 stig. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur, komust í 5-0 og 15-7 og voru 21-9 yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Guðmundur Jónsson fór þá í gang og skoraði þrjá þrista á stuttum tíma og Njarðvík var búið að minnka muninn í 21-23 áður en leikhlutinn var úti. Keflvík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta og komst yfir í 28-21 en tveir þristar í röð frá nýja bandaríska bakverðinum, Giordan Watson, kom muninum niður í eitt stig. Leikurinn var síðan jafn fram að hálfleik þar sem liðin skiptust nokkrum sinnum á því að hafa forystu en staðan í hálfleik var 45-43 fyrir Keflavík. Magnús Þór Gunnarsson hóf seinni hálfleikinn á því að skora þrist og koma Keflavík í 48-43 en Njarðvíkingar komu strax til baka og jöfnuðu leikinn í 48-48. Liðin skiptustu síðan á því að hafa forystu í þriðja leikhlutanum en Keflavík var sterkari í lok hans og komst fimm stigum yfir, 75-70, fyrir lokaleikhlutann. Keflavík var skrefinu á undan í fjórða leikhluta en tókst þó aldrei að slíta sig almennilega frá Njarðvíkingum sem komu til baka í lokin og lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Magnús setti niður sinn sjöunda þrist og kom Keflavík í 88-82 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu í framhaldinu sjö stig í röð og komust yfir í 89-88. Áttundi þristur Magnúsar kom Keflavík í 91-89 en Watson jafnaði leikinn jafnharðan. Andrija Ciric skoraði úr tveimur vítum fyrir Keflavík og kom þeim yfir í 93-91 þegar 48 sekúndur voru eftir. Watson jafnaði aftur í 93-93 þegar 37 sekúndur voru eftir. Það urðu lokastigin í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Keflavík skoraði fimm fyrstu stig framlengingarinnar og komst í 98-93 en Njarðvík náði að jafna á ný í 99-99. Keflavík komst í 102-99 en Njarðvík skoraði fimm síðustu stig leiksins og tryggði sér mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Njarðvík-Keflavík 104-102 (21-23, 22-22, 27-30, 23-18, 11-9)Stig Njarðvíkur: Giordan Watson 40/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 24/8 fráköst, Nenad Tomasevic 13, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Páll Kristinsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/12 fráköst.Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 30, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Andrija Ciric 17/7 fráköst, Thomas Sanders 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 7/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Halldór Örn Halldórsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Sjá meira