Viktor: Vill alltaf gera betur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2011 08:30 Bræðurnir Róbert og Viktor (til hægri) Kristmannssynir. Mynd/Daníel Viktor Kristmannsson, fimleikakappi úr Gerplu, segist vera ánægður með árangurinn á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum um helgina þó svo að alltaf megi gera betur. Viktor varð Íslandsmeistari í fjölþraut á laugardaginn í alls tíunda skiptið í ferlinum og níunda árið í röð. Hann háði harða keppni við bróður sinn, Róbert, en hafði að lokum betur. Hann vann svo til tvennra gullverðlauna í gær, fyrir æfingar á boga og í hringjum, og fékk silfur fyrir gólfæfingar. „Þetta hafðist en ég var mjög stressaður fyrir mótið. Ég var því mjög ánægður með helgina," sagði Viktor í samtali við Vísi en hann tók sér sjö mánaða frí frá æfingum á síðasta ári. „Ég ákvað að hætta eftir Norðurlandamótið í apríl á síðasta ári og byrjaði ég ekki aftur fyrr en um miðjan nóvember. Þá ákvað ég að hella mér út í þetta af fullum krafti og koma mér á úrtökumót fyrir Ólympíuleikana 2012." Hann segist vera nokkuð ánægður með hvernig hann stendur í dag. „Maður er svo harður við sjálfan sig og vill auðvitað alltaf gera betur. En ég er þokkalega sáttur við það sem ég var að gera um helgina. Ég hafði ekki rosalega langan tíma til að undirbúa mig fyrir mótið en nýtti hann vel." Meðal þess sem hann gerði var að æfa aftur undir sínum gamla þjálfara sem þjálfaði einnig Rúnar Alexandersson á sínum tíma. Þá fór hann til Finnlands og æfði með finnska landsliðinu í þrjár vikur. „Það hjápaði mér að ná mínu gamla formi og gott betur. Ég kom því vel undirbúinn í mótið um helgina. Svo verður bara haldið áfram en næst á dagskrá er Evrópumeistaramótið í Þýskalandi eftir þrjár vikur." „Þar mun ég sjá hvað ég þarf að bæta mig mikið til að komast á Ólympíuleikana. Mig langar mjög mikið til að komast í hóp 24 bestu í fjölþrautinni og er það mitt aðalmarkmið. Ég hef mjög oft verið nálægt því og nú verður allt lagt undir svo að það takist." Viktor stefnir á því að komast á Ólympíuleikana sem keppandi í fjölþraut því það sé nánast ógerlegt að komast í hóp þeirra bestu í einstökum áhöldum. „Það er ekki raunhæft. Það eru menn úti í heimi sem fá borgað fyrir þetta og gera ekkert annað en æfa fimleika. Ég nálgast þetta eins og tugþrautarkappi og reyni frekar að vera góður í mörgu. Það er það eina sem virkar hjá mér." Innlendar Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Sjá meira
Viktor Kristmannsson, fimleikakappi úr Gerplu, segist vera ánægður með árangurinn á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum um helgina þó svo að alltaf megi gera betur. Viktor varð Íslandsmeistari í fjölþraut á laugardaginn í alls tíunda skiptið í ferlinum og níunda árið í röð. Hann háði harða keppni við bróður sinn, Róbert, en hafði að lokum betur. Hann vann svo til tvennra gullverðlauna í gær, fyrir æfingar á boga og í hringjum, og fékk silfur fyrir gólfæfingar. „Þetta hafðist en ég var mjög stressaður fyrir mótið. Ég var því mjög ánægður með helgina," sagði Viktor í samtali við Vísi en hann tók sér sjö mánaða frí frá æfingum á síðasta ári. „Ég ákvað að hætta eftir Norðurlandamótið í apríl á síðasta ári og byrjaði ég ekki aftur fyrr en um miðjan nóvember. Þá ákvað ég að hella mér út í þetta af fullum krafti og koma mér á úrtökumót fyrir Ólympíuleikana 2012." Hann segist vera nokkuð ánægður með hvernig hann stendur í dag. „Maður er svo harður við sjálfan sig og vill auðvitað alltaf gera betur. En ég er þokkalega sáttur við það sem ég var að gera um helgina. Ég hafði ekki rosalega langan tíma til að undirbúa mig fyrir mótið en nýtti hann vel." Meðal þess sem hann gerði var að æfa aftur undir sínum gamla þjálfara sem þjálfaði einnig Rúnar Alexandersson á sínum tíma. Þá fór hann til Finnlands og æfði með finnska landsliðinu í þrjár vikur. „Það hjápaði mér að ná mínu gamla formi og gott betur. Ég kom því vel undirbúinn í mótið um helgina. Svo verður bara haldið áfram en næst á dagskrá er Evrópumeistaramótið í Þýskalandi eftir þrjár vikur." „Þar mun ég sjá hvað ég þarf að bæta mig mikið til að komast á Ólympíuleikana. Mig langar mjög mikið til að komast í hóp 24 bestu í fjölþrautinni og er það mitt aðalmarkmið. Ég hef mjög oft verið nálægt því og nú verður allt lagt undir svo að það takist." Viktor stefnir á því að komast á Ólympíuleikana sem keppandi í fjölþraut því það sé nánast ógerlegt að komast í hóp þeirra bestu í einstökum áhöldum. „Það er ekki raunhæft. Það eru menn úti í heimi sem fá borgað fyrir þetta og gera ekkert annað en æfa fimleika. Ég nálgast þetta eins og tugþrautarkappi og reyni frekar að vera góður í mörgu. Það er það eina sem virkar hjá mér."
Innlendar Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Sjá meira