Ótrúlegar myndir berast frá Japan eftir að jarðskjálfti upp á 8,9 stig reið þar yfir í gærmorgun. Talið er að yfir 1300 manns séu látnir og fjölmargra er saknað. Eignatjónið á svæðinu er gríðarlegt og hafa heilu bæirnir þurrkast út.
Japanski herinn hefur upplýst að 3-400 lík hafi fundist skammt frá borginni Sendai, í norðurhluta Japans, en þar átti jarðskjálftinn upptök sín.
Samkvæmt fréttum frá Sendiráði Íslands í Tókýó er búið að ná í 56 af þeim 60 Íslendingum sem eru á svæðinu.
