Ef þú átt hundrað milljónir liggjandi á lausu gætir þú náð þér alvöru minjagrip um brúðkaup Vilhjálms prins og Katrínar hertogaynju. Bernskuheimili Katrínar er nefnilega til sölu á þessum spottprís. Húsið heitir West View og er nálægt borginni Reading. Katrín bjó í húsinu til þrettán ára aldurs. Foreldrar hennar seldu það árið 1995 fyrir um 27 milljónir en verðmiðinn sem núverandi eigandi hefur sett á húsið hefur væntanlega eitthvað með breytta stöðu Middleton-dótturinnar að gera.
