Góður dagur við Steinsmýrarvötn Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2011 13:42 Glæsileg veiði úr Steinsmýrarvötnum Hann Hafþór Magni sendi okkur þessa veiðisögu úr Steinsmýrarvötnum og mynd af flottum bleikjum af svæðinu. Hann er kominn í pottinn okkar, og við drögum úr innsendum veiðifréttum í maí 1. júní og vinningshafinn fær 2 stangir 8. júní í Baugstaðarós/Vola á miðsæði við Tungu-Bár frá SVFR. "Fyrsta veiðiferðinn hjá mér var allt svo yndisleg. Við félagarnir fórum að bökkum steinsmýrarvatna og áttum þar frábæra 2 daga. Er ég rölti að bakkanum og fór að kasta og veiddi ég nánast strax 5 punda bleikju. Gríðarvæn og falleg. Hún tók mikið á, fjörug og skemmtileg. Seinna um daginn fórum við svili minn út á bát og eftir dágóðastund var ég búinn að landa hressilegum 4 punda urriða. Sælan svæf yfir mig þennan dag og fór ég með fenginn heim. Daginn eftir veiddum við og slepptum mikið. Sáttir við villta náttúruna og sólin skein. Það er eitthvað sem aldrei verður hægt að meta til fjár. Sendi mynd af mér með fenginn um von að fá annað eins tækifæri". Við þökkum Hafþóri fyrir þessa frétt og minnum ykkur á að senda okkur veiðifréttina ykkar á [email protected]. Stangveiði Mest lesið Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Laxá í Dölum: Sjávarfljótið lagað Veiði Hreggnasi framlengir samning um Laxá í Dölum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði Nokkrar kenningar um af hverju laxinn tekur fluguna Veiði Síðustu dagarnir í vatnaveiðinni framundan Veiði Góður gangur í Eystri Rangá Veiði Kvennadeild SVFR heldur skemmtikvöld Veiði
Hann Hafþór Magni sendi okkur þessa veiðisögu úr Steinsmýrarvötnum og mynd af flottum bleikjum af svæðinu. Hann er kominn í pottinn okkar, og við drögum úr innsendum veiðifréttum í maí 1. júní og vinningshafinn fær 2 stangir 8. júní í Baugstaðarós/Vola á miðsæði við Tungu-Bár frá SVFR. "Fyrsta veiðiferðinn hjá mér var allt svo yndisleg. Við félagarnir fórum að bökkum steinsmýrarvatna og áttum þar frábæra 2 daga. Er ég rölti að bakkanum og fór að kasta og veiddi ég nánast strax 5 punda bleikju. Gríðarvæn og falleg. Hún tók mikið á, fjörug og skemmtileg. Seinna um daginn fórum við svili minn út á bát og eftir dágóðastund var ég búinn að landa hressilegum 4 punda urriða. Sælan svæf yfir mig þennan dag og fór ég með fenginn heim. Daginn eftir veiddum við og slepptum mikið. Sáttir við villta náttúruna og sólin skein. Það er eitthvað sem aldrei verður hægt að meta til fjár. Sendi mynd af mér með fenginn um von að fá annað eins tækifæri". Við þökkum Hafþóri fyrir þessa frétt og minnum ykkur á að senda okkur veiðifréttina ykkar á [email protected].
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Laxá í Dölum: Sjávarfljótið lagað Veiði Hreggnasi framlengir samning um Laxá í Dölum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði Nokkrar kenningar um af hverju laxinn tekur fluguna Veiði Síðustu dagarnir í vatnaveiðinni framundan Veiði Góður gangur í Eystri Rangá Veiði Kvennadeild SVFR heldur skemmtikvöld Veiði