Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2011 13:25 Í gærkvöldi voru Snorri Jóhannesson veiðivörður og Guðmundur Kristinsson formaður Veiðifélags Arnarvatnsheiðar á ferð um heiðina við eftirlit og viðhald fasteigna. Við Arnarvatns litla gengu þeir fram á afar slælega umgengni veiðimanna eftir ábendingu frá öðrum veiðimönnum sem vart áttu orð til að lýsa vanþóknun sinni. „Þarna höfðu veiðimenn reynt að flaka um 70 væna silunga, en farist verkið illa úr hendi og svosem ekkert við því að segja að menn kunni ekki að flaka fisk. Afganginum af fiskinum, beinagarðinum og mest öllu kjötinu einnig, hentu þeir hins vegar út í vatnið framundan tjaldstæðinu en slíkt gengur náttúrlega ekki,“ segir Snorri í samtali við Skessuhorn. Hann segir umgengni sem þessa sem betur fer vera fáséðan sóðaskap. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki áður séð slíka umgengni fyrr. Líklegt verður að teljast að hafa megi uppá þeim sem svona gengu um og eru ákveðnar vísbendingar um hverjir voru þarna við veiðar,“ sagði Snorri. Hann og Guðmundur tóku sig svo til og tíndu fiskana upp úr vatninu og komu í ruslagám niður í byggð, sem veiðimennirnir áttu að sjálfsögðu sjálfir að gera. Þá er alls ekki úr vegi að benda veiðimönnum í leiðinni á að leita sér upplýsinga um flökun á fiski til að veiðin nýtist betur en í þessu tilfelli þar sem allt að 80% af kjötinu var eftir þegar búið var að flaka fiskinn. Frétt fengin af vef Skessuhorns. Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði
Í gærkvöldi voru Snorri Jóhannesson veiðivörður og Guðmundur Kristinsson formaður Veiðifélags Arnarvatnsheiðar á ferð um heiðina við eftirlit og viðhald fasteigna. Við Arnarvatns litla gengu þeir fram á afar slælega umgengni veiðimanna eftir ábendingu frá öðrum veiðimönnum sem vart áttu orð til að lýsa vanþóknun sinni. „Þarna höfðu veiðimenn reynt að flaka um 70 væna silunga, en farist verkið illa úr hendi og svosem ekkert við því að segja að menn kunni ekki að flaka fisk. Afganginum af fiskinum, beinagarðinum og mest öllu kjötinu einnig, hentu þeir hins vegar út í vatnið framundan tjaldstæðinu en slíkt gengur náttúrlega ekki,“ segir Snorri í samtali við Skessuhorn. Hann segir umgengni sem þessa sem betur fer vera fáséðan sóðaskap. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki áður séð slíka umgengni fyrr. Líklegt verður að teljast að hafa megi uppá þeim sem svona gengu um og eru ákveðnar vísbendingar um hverjir voru þarna við veiðar,“ sagði Snorri. Hann og Guðmundur tóku sig svo til og tíndu fiskana upp úr vatninu og komu í ruslagám niður í byggð, sem veiðimennirnir áttu að sjálfsögðu sjálfir að gera. Þá er alls ekki úr vegi að benda veiðimönnum í leiðinni á að leita sér upplýsinga um flökun á fiski til að veiðin nýtist betur en í þessu tilfelli þar sem allt að 80% af kjötinu var eftir þegar búið var að flaka fiskinn. Frétt fengin af vef Skessuhorns.
Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði