Blanda að ná 400 löxum Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2011 14:37 Veiðimaður með lax úr Blöndu í morgun af Breiðunni Mynd af www.lax-a.is Frá Blöndubökkum og Lax-Á mönnum er það að frétta að þeir heyrðu í Þórði leiðsögumanni í Blöndu núna rétt fyrir tíu í morgun. Hans veiðimenn voru búnir að landa sjö löxum á flugu á Breiðunni á svæði 1 og taldi hann aðra sem voru við veiðar í morgun með aðra eins tölu. Laxarnir voru allir í góðri stærð en þeir stærstu 91 cm, annar 88 cm og 83 cm. Greinilega líf að færast yfir Blöndu í dag.Morgunvaktin á svæði 1 endaðí í sextán löxum á morgunvaktinni. Átján laxar veiddust einnig í gær. Nú fer að styttast að Blanda fari uppí 400 laxa en þegar við töluðum við stúlkurnar í veiðihúsinu klukkan tvö voru skráðir 369 laxar í veiðibókina. Einhverjir dagar eru lausir á svæði II og menn gætu lent í sannkallaðri veislu þar ef þeir kunna að veiða ánna sæmilega. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði
Frá Blöndubökkum og Lax-Á mönnum er það að frétta að þeir heyrðu í Þórði leiðsögumanni í Blöndu núna rétt fyrir tíu í morgun. Hans veiðimenn voru búnir að landa sjö löxum á flugu á Breiðunni á svæði 1 og taldi hann aðra sem voru við veiðar í morgun með aðra eins tölu. Laxarnir voru allir í góðri stærð en þeir stærstu 91 cm, annar 88 cm og 83 cm. Greinilega líf að færast yfir Blöndu í dag.Morgunvaktin á svæði 1 endaðí í sextán löxum á morgunvaktinni. Átján laxar veiddust einnig í gær. Nú fer að styttast að Blanda fari uppí 400 laxa en þegar við töluðum við stúlkurnar í veiðihúsinu klukkan tvö voru skráðir 369 laxar í veiðibókina. Einhverjir dagar eru lausir á svæði II og menn gætu lent í sannkallaðri veislu þar ef þeir kunna að veiða ánna sæmilega. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði