Mikið af fiski í Soginu eftir stóra göngu í gær Karl Lúðvíksson skrifar 22. júlí 2011 12:56 Mynd af www.svfr.is Okkar maður við bakkann í Soginu, nánar tiltekið á Bíldsfellinu, Örn Geirsson ásamt félögum, voru búnir að landa 12 löxum en þeir byrjuðu veiðar í gær. Laxinn er allur grálúsugur og vel haldin. Laxarnir voru teknir í Neðra Horni, Efri garði, Neðri Garður, Tóft, Kofastreng og séð laxa í Sakkarhólma en ekki náð neinu þar. Töluvert af laxi virðist vera á öllum stöðum og allt er þetta eins árs lax. Mest hefur þetta verið tekið á Rauðan Frances og maðk. Nokkrum dögum áður sáust selir í Ölfusinu en þeir voru skotnir af vönum manni og það hefur greinilega haft góð áhrif því selurinn getur verið ansi skæður á þessu svæði ef hann liggur lengi í ánni og í skilum Hvítár. Við fáum myndir frá þeim félögum seinna í dag og skellum þeim inn um leið og þær berast. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hnúðlaxar veiðast í Soginu Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði
Okkar maður við bakkann í Soginu, nánar tiltekið á Bíldsfellinu, Örn Geirsson ásamt félögum, voru búnir að landa 12 löxum en þeir byrjuðu veiðar í gær. Laxinn er allur grálúsugur og vel haldin. Laxarnir voru teknir í Neðra Horni, Efri garði, Neðri Garður, Tóft, Kofastreng og séð laxa í Sakkarhólma en ekki náð neinu þar. Töluvert af laxi virðist vera á öllum stöðum og allt er þetta eins árs lax. Mest hefur þetta verið tekið á Rauðan Frances og maðk. Nokkrum dögum áður sáust selir í Ölfusinu en þeir voru skotnir af vönum manni og það hefur greinilega haft góð áhrif því selurinn getur verið ansi skæður á þessu svæði ef hann liggur lengi í ánni og í skilum Hvítár. Við fáum myndir frá þeim félögum seinna í dag og skellum þeim inn um leið og þær berast.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hnúðlaxar veiðast í Soginu Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði